Lífeyrissjóðir, óreiðuskuldir og samningar

Lífeyrissjóðir eiga ekki að greiða óreiðuskuldir fólks með því að taka þátt í almennri niðurfellingu skulda. Samningar eiga að halda og sá sem tekur lán á að greiða það tilbaka samkvæmt þeim kjörum sem samið var um.

Launþegar eiga lífeyrissjóðina. Það skapar stórhættulegt fordæmi ef stjórnum sjóðanna líðst að fjármagna kosningaloforð stjórnmálaflokka.

Óráðsíunni verður að linna og stjórnvöld verða að hafa hugrekki til að segja hlutina eins og þeir eru: Engar almennar afskriftir skulda standa til boða.


mbl.is Ræða við FME um heimildir sjóðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei Páll við skulum ekki greiða óráðsíuskuldir !

Óráðsíuskuldir skulu vera greiddar og það að fullu !

Við skulum þrjóskast og þrjóskast þar til 40% þjóðarinnar sér engan tilgang að greiða af lánum sínum og bráðum 45% skv. spá SÍ, þ.e. öll yfirveðsettu heimilin.  Þau fara þá bara á hausinn og flytja til Noregs og það er í góðu lagi enda allt saman óráðsíufólk eins og þú segir.

Það er miklu betra að lánastofnanir og þ.m.t. lífeyrissjóðirnar eigi húsnæði óráðssíufólksins því við hin 60% og bráðum 55% högnumst miklu meira á því.

hagvöxtur verður alveg glimrandi í framhaldinu og húsnæðisverðið okkur mun örugglega hækka með auknu framboði á markaðnum.  Tala nú ekki um að lífeyrissjóðirnir geta greitt lífeyrir út að fullu því þeir stóðu á sínu.  Þeir eiga reyndar í smá krísu því allt þeirra fé er bundið í fasteignum.

Já fáum á okkur Raufarhafnarverð á fasteignaverð höfuðborgarinnar til frambúðar !

Eins gott að þú sért skuldlaus Páll ???

Neytandi (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 15:23

2 identicon

Daginn,

Bara til að það komi fram, þá eru lífeyrissjóðirnir einnig stór lánveitandi til félagsmanna sinna, þá á ég sérstaklega við húsnæðislán.

Annað sem ber að varast er að mismuna fólki, t.d. hvort fólk tók lán hjá banka eða lífeyrissjóði, eða að mismuna í hlutfalli við eignarhlutfall í fasteign osvfr.

T.d. er sama byrði af 30 milljón króna láni fyrir unga fjölskyldu sem býr í eign sem er metin á 26 milljónir og 46 milljónir.

Það er ein kynslóð Íslendinga sem stendur verst eftir þessa kreppu, það er ungt fólk (eins og ég) sem fór fyrst inná markað og keypti eignir sínar í uppsveiflunni, fólk sem er með mjög ungar fjölskyldur, og er einnig fólkið sem þarf að bera miklar byrðar vegna skattheimtu.

Aðrir sem fóru á markaðinn fyrir og eftir þetta tímabil hafa allt aðra möguleika, svo eru auðvitað til undantekningar, en þetta er stærsti hópurinn sem lenti í súpunni án þess þó að stíga neitt failspor.

Varðandi ríkisstjórnina má margt segja, og enn meira um hvað má betur fara. En eitt er víst að það er mikið af fólki sem talar um hluti sem það veit ekkert um, og verst er að það er töluvert af slíku fólki nú í ríkisstjórn.

Ábending (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 15:26

3 identicon

Af hverju voru þá ekki samningar látnir gilda þegar ríkið ábyrgðist allar innistæður í bönkum?

Ef ríkið hefði ekki gert það þá væri ekki verið að ræða það að leiðrétta skuldir.

Gummi (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 15:27

4 Smámynd: Arthur Páll Þorsteinsson

Hjartanlega sammála þér þarna, hvers á ég að gjalda sem ekki skulda íbúðalán.

Ég hlít að fara í mál við minn lífeyrissjóð ef þetta verður raunin. Þeir sem vilja ganga þessa leið eru jafn fastir í anda 2007 og aðrir óráðsíumenn sem kvartað er yfir. Peningar eru bara tölur á blaði í augum þessara aðila en það er það ekki lengur þegar greiða á úr sjóðunum til elli og örorkulífeyrisþega þá eru þetta beinharðir peningar og hafa lífeyrisþegar þegar tekið á sig miklar lækkanir eftir hrun sem hljóðar upp á tugi prósenta plús þá verðbólgu sem hér hefur verið á sama tíma.

Arthur Páll Þorsteinsson, 1.12.2010 kl. 15:27

5 identicon

Eg var fylgjandi almennri skuldanidurfellingu a medan tad var hægt.

Rikisstjornin gerdi eins og AGS bad svo pent. Hlustadi ekki a tau rok.(Tar voru hagsmunir krofuhafa i hufi, erlendra audvitad).

Tad ad lifeyrissjodirnir eigi ad greida tessar skuldir er algjorlega fraleitt.

Teir hafa tapad miklu nu tegar.

Tetta er sami hugunarhatturinn eins og evrukratarnir hafa og er buin ad setja t.d. Ira a hausinn.

...Tad er bara ad senda reikningin a almenning. Serstaklega lifeyristega. Teir eru vist voda rikir....

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 15:35

6 identicon

Ég vil að sjálfsögðu fá leiðréttingu á mínum skuldum, hver vill það ekki, en ég vil ekki að það bitni á ellilífeyrisþegum í dag, ég vil að það skerði minn ellilífeyri þegar að því kemur. Það hlítur að vera hægt að útfæra þetta þannig.

Gummi (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 15:48

7 Smámynd: Arthur Páll Þorsteinsson

Semsagt þú vill vera í B flokki Gummi meðan ég er í A flokki þar sem ég fæ enga leiðréttingu, ef það ætti að gera það eins og þú ýjar að þarf að láta þá taka skerðinguna sem njóta lækkunar á lánum. Annað er sjálftaka skuldara frá mér og mínum líkum.

Arthur Páll Þorsteinsson, 1.12.2010 kl. 16:06

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Jonasgeir Þeir hafa tapað miklu nú þegar það er rétt og það er líka dagljóst að þeir eru að sækja það til baka til þeirra sem hafa lán frá sjóðunum. Semsagt að bæta eigin klúður með þvi að sækja tapið sem að þeir urðu fyrir með arfavitlausum fjárfestingum til almennra félagamanna sinna semsagt lífeyrisþeganna. Ekki borgar Exista til baka. Síðan vilja þeir rukka restina af okkur með veggjöldum

Sveiattann.

VIðkomandi er ekki með lífeyrissjóðslán svo að það sé á hreynu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.12.2010 kl. 16:14

9 Smámynd: Arthur Páll Þorsteinsson

Þetta voru samningar um lán með verðtryggðum vöxtum, ef ekki hefði verið svo þá hefði væntanlega verið lánað með breytilegum vöxtum sem í dag væru verulega íþyngjandi fyrir lántakendur, lífeyrissjóðirnir eru engar góðgerðastofnanir, þeir eiga að gera allt sem í þeirra valdi til að fá raunávöxtun á það fé sem þeir lána út.

Fólk ætti kannski að kynna sér afleiðingar bankakreppunar í Svíþjóð 1990 þá fóru vextir á íbúðalánum upp í 14 %

Sama væri hér ef ekki væri verðtrygging sem er partur af þeim lánaskilmálum sem lántakendur gengust við.

Ohjákvæmilegt tap er ekki hægt að bera saman við niðurfellingu sem er ákveðin af pólitískum hvötum.

Arthur Páll Þorsteinsson, 1.12.2010 kl. 16:27

10 identicon

ég vil taka undir með Gumma.

Trygging innistæðna umfram getu innistæðutryggingarsjóðs kostaði ríkið (mig) hundruð milljarða (eða þúsundir?). Mikið hærri upphæðir heldur enn ræddar hafa verið í aðgerðum við skuldavanda heimilanna. Bara reddingin fyrir peningamarkaðssjóðina kostaði ríkið víst 200 milljaraða. Páll, manstu hvað flöt 18% skuldaniðurfelling kostar?

Það voru lífeyrissjóðir, auðmenn og fjársterkt eldra fólk sem fékk þessa peninga.

Sjálfur er ég hrifnari af því að ríkið nái aftur í innistæðurnar sem voru "tryggðar" heldur en flatri niðurfellingu skulda. Það mætti gera með sérstökum skatti á inneignir og úttektir af þessum reikningum með það að markmiði að ná aftur heildarupphæðinni á c.a. 20 árum.

Svo má líka rifja upp að samningarnir sem þú (Páll) vilt að haldi voru margir gerðir við mjög furðulegar aðstæður. Ekkert (eða algjörlega meðvirkt) eftirlit með fjármálastofnunum, seðlabanki sem gaf bönkunum ítrekuð heilbrigðisvottorð gegn betri vitund (ef marka má seðlabankastjórann f.v.) og algjörlega óhæfa ríkisstjórn (ef marka má skýrslu rannsóknarnefndarinnar). Þessar aðstæður voru ekki bara á ábyrgð lántakenda heldur allra íslendinga og því má réttlæta að einhver hluti (mjög lítill) taps lántakenda af hruninu verði ríkisvæddur.

Á sama hátt hefði verið hægt að réttlæta að hluti af tapi innistæðueigenda hefði verið ríkisvætt þegar bankarnir fóru á hausinn, en varla allt tapið.

Jens (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 18:16

11 Smámynd: Arthur Páll Þorsteinsson

var það ekki svo að hér voru sett neyðarlög sem færðu íslenskum innistæðueigendum forgang á innistæður og eignir gömlu bankanna og var það ekki gömlu bankarnir sem keyptu þær eignir sem peningamarkaðsjóðirnir áttu, hvaða peninga lagði ríkisjóður nákvæmlega í þetta ? reyndar er og var ég ákaflega ósáttur við þessa útfærslu á neyðarlögunum sem hafa skaðað íslenska hagsmuni alveg gríðarlega og er einn af hornsteinum Icesave !

Auk þess heldur þá er það bara ekki svo að lífeyrisjóðirnir séu eign ríkisins svo þar er bara engin tenging !!!

Arthur Páll Þorsteinsson, 1.12.2010 kl. 18:50

12 identicon

Geltir nú varðhundur Móamóra. Hverjir stjórna lífeyrissjóðunum? Stjórnarmenn, sem skipaðir eru af Samtökum atvinnulífsins. Forsvarsmaður lífeyrissjóðanna er Arnar Sigurmundsson, getur hinn almenn sjóðfélagi sætt sig við að svoleiðis maður sitji þar í stjórn, hvað þá að hann ráði öllu? Framkvæmdastjóri Framtakssjóðs lífeyrissjóða, þess sem keypti Húsasmiðjuna af Landsbankanum, er Finnbogi Jónsson, Samherjafrændi.

Memphis (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 18:57

13 Smámynd: Hörður Þórðarson

Jens er mikill snillingur. Tökum peningana bara af þeim sem töldu sig ekki hafa efni á að kaupa húsnæði meðan verðið var í hámarki. Stelum af þeim sem leigðu húsnæði og reyndu að spara til þess að geta einhvern tíma eignast sitt eigið. Stelum af þeim sem ekki fóru í að borða eða stunduðu skemmtanalíf, til þess einhvern tíma að geta öðlast efnahagslegt sjáfstæði. Rænum þá sem spöruðu í stað þess að ferðast til útlanda. Rýjum þá fé sem ekki keyptu stöðugt nýja bíla og óku um á gamalli druslu til að geta sparað. Að lokum stelum af lífeyrisþegum sem hafa stritað alla æfi og alla tíð borgað sína skatta og sínar skuldir. 

Já, gerum þetta til að "leiðrétta" kjör þeirra sem eyddu um efni fram og stunduðu neyslu langt umfram þau verðmæti sem þeir sköpuðu.  Við skulum gera það, hvort sem þeir þurfa á því að halda eða ekki, Þetta er tær snilld. 

Nóg er til af peningum til að borga þeim sem eyddu of mikið í íburðarmikið húsnæði, utanlandsferðir og Porsche jepplinga. Það má til dæmis taka þá frá heilbrigðisþjónustu fyrir börn. Ég veit ekki betur en að ný búið sé að leggja niður heimahjúkrun barna vegna fjárskorts.

Hörður Þórðarson, 1.12.2010 kl. 19:00

14 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hörður gæti verið að einhverjir af þeim sem að þú telur að verið sé að stela peningum af séu kannski víkingar sem höfðu vit á að hoppa af vagninum og setja fé sitt á reikninga sem þeir vissu vegna innherja upplýsinga að yrðu tryggðir. Það eina rétta er eitt yfir alla og brábirgða lögin ógild þá er það bara lögmál gresjunar sem gildir og allir lenda jafnir í þessu samkv þeim leikreglum sem uppi voru.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.12.2010 kl. 19:20

15 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þjófar eru þjófar, Jón og þjófar hafa engan rétt til þess að halda þýfi.

Ég get ekki betur séð en að með því að ætlast til þess að einstaklingar og stofnanir standi við sínar skuldbindingar sé einmitt verið að láta eitt yfir alla ganga.

Ef fólk telur þetta hrun slæmt, þá er lítið púður í því miðað við þau ósköp sem hefðu dunið yfir ef þetta "lögmál gresjunnar" hefði gilt. Ísland væri varla ennþá sjálfstætt ríki ef þannig hefði verið staðið að málum. (Ég viðurkenni að við núverandi aðstæður getur Ísland varla talist sjálfstætt en landinu er ekki stjórnað beint frá AGS eða Brussel.)

Hörður Þórðarson, 1.12.2010 kl. 19:32

16 Smámynd: Jón Þór Helgason

Mér finnst stórmerkilegt að ég sem á um 30 ár í það að fá greitt útúr lífeyrissjóð þurfi að setja undir því að taka á mig ca 40% hækkun lána og án þess að fá leiðréttingu á því á sama tíma og þeir sem eru komnir á eftirlaun fá 5%-10% meira útúr lífeyrissjóðnum en útreikningar tryggingastarðfræðinga telja að sé eðlilegt.

Það má sem sagt dreifa tapi lífeyrissjóða á greiðslum útúr sjóðnum en ekki þeirra sem eru ungir og vilja greiða inní sjóðinn.

 Gamall maður eins og Páll Villjálmsson ætti að eiga svar við svona "réttlæti"

Jón Þór Helgason, 1.12.2010 kl. 19:56

17 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Dapurlega gott innlegg eins og svo oft hjá Páli.

Baldur Fjölnisson, 1.12.2010 kl. 20:46

18 Smámynd: Jón Þór Helgason

Baldur, hvað er svo gott við innleggið hans Páls?

ég held að óreiðan sé ekki minni hjá lífeyrissjóðunum en hjá Einstaklingum. Páll er að verja kerfi sem er hugsað fyrir fólk eins og hann, keypti sína fyrstu eign án verðtryggingar eða þá á þeim tíma þegar menn máttu ekki skulda meira í eignum en 50%-60%.

Páll fær greitt útúr lífeyrissjóð núna á minn kostnað og skammast sín ekkert fyrir það. Hann er fæddur 1939 eða 1940 þannig að hann hefur verið ca 38 ára þegar verðtrygginginn var sett á.

Jón Þór Helgason, 1.12.2010 kl. 21:03

19 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ertu þá meðmæltur því Hörður að fella úr gildi brábirgðalögin það eru jú 2% sparifjáreiganda og 7% fyrirtækja sem fengu meira en 90% af öllum tryggingunum sem eru jú borguð af almága þessa lands. Mér finnst að við höfum sama rétt á að vita hverjir þeir eru eins og að sagt er að vér höfum rétt á að vita skulda og eignastöðu forsvarsmanns HH fyrrverandi svl rétt sé sagt

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.12.2010 kl. 21:08

20 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þeir sem borga eiga rétt á að vita í hvað peningarnir fara. Ég hef það á tilfinningunni að það vanti enn gríðarmikið á gagnsæi í kringum það sem gerðist í kringum hrunið. Það er alveg borðliggjandi að innherjaviðskipti áttu sér stað í stórum stíl. Hafa þeir glæpir verið leiðréttir? Þar að auki höfðu ýmsir aðilar tekir stórkostlegar upphæðir að láni í því skyni að stunda brask. Er eitt látið yfir þá alla ganga eða þurfa skattgreiðendur að taka á sig lán sumra?

Ef ætlast er til að Pétur standi við skuldbindingar sínar getum við ekki gefið Páli eftir stórlán sem hann tók til að braska með.

Ég er alveg sammála þér, Jón, við höfum rétt á að vita þessa hluti.

Hörður Þórðarson, 1.12.2010 kl. 21:59

21 identicon

Grunnurinn í þessum samræðum er að samningar skulu halda. Þeir sem tóku lán eiga að borga þau eins og samið var um.

Hér koma svo menn og nefna tryggingu á innistæðu en átta sig ekki á að það er bara annað dæmi um að samningar eigi að standa. Þar átti fólk upphæð inni á banka og fékk tryggingu fyrir að eiga hana eftir hrun jú lík og þeir sem eiga inni skuldir fá þær vonandi að eins miklu leyti og mögulegt er til baka frá þeim sem skulda.

Því tel ég hægt sé að líkja þessu tvennu saman en bara ekki á þann hátt sem sumir hér að ofan vilja gera.

Jón Þór finnst mér hjákátlegur og varla svara verður en engu að síður neyðist ég til að benda þessari brekku á að hann misreiknar aldur Páls um rétt rúm 20 ár ( vel gert Jón)

Yeboah (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 23:41

22 Smámynd: Jón Þór Helgason

Yeboah

ég áætlaði aldur Páls útfrá þeim gögnum sem ég fann. ef þau eru röng þá biðst ég afsökunar. Væri ekki gott að fá frá honum sjálfum hvað hann er gamall? Skv. þeim heimilidum eru þeir sem heita þessu nafni bara tveir og fæddir 1939 og 1940.

Samningar eiga að halda en samninngar sem bankarnir gerðu voru marklausir vegna svika þeirra. villtu að ég telji það til. Ég minni á skrif Gunnars Tómassonar Hagfræðings í því sambandi.

Hvaða samningar um innistæður gilda? Stjórnmálamenn, án skudbindinga Alþingis samþykktu að tryggja innistæður. Það eru engar skuldbindingar á ríkinu v. innistæðutrygginga nema loforð stjórmálamanna, ekki alþingis. Hvaða samninga á að halda í því sambandi.

En eftir stendur að fólk sem er komið á eftirlaun er að fá meira útúr lífeyrissjóðum en sjóðirnir standa undir.

Það er jafn ósanngjarnt og að lífeyrissjóðirnir séu að eyða peningum í þá sem unnu ekki fyrir þeim.

ég persónulega græði ekki á almennum afskriftum lána en það sem ég sé er að hagkerfið er gríðarlega skuldsett og það fer ekki af stað ef 45% af heimilum er með neikvætt eigið fé. ég tel að þrotabú bankana eigi að bera allan skaða af niðurfærslum lána vegna brota þeirra.

ef 45% af heimilum verða með neikvætt eigið fé mun það leiða til fólksflótta fjöldagjaldþrot og stöðnunar til lengri tíma hér á landi. Það sem þarf að gera er að koma botn á fasteignamarkaðinn afskrifa þannig að fólk fari að verja eigið fé sitt í eignum sínum en ekki láta heimili sín grotna niður þar sem það hefur ekki hag af því að laga hýbíli sín.

Vestfirðir eru gott dæmi um það sem gæti gerst. það borgar sig ekki að kaupa eign þar, þar er offramboð og fólk á erfitt með að viðhalda eignum sinum þar sem það hagnast ekki af því.

Og síðan er þetta einn brandari að það má ekki afskrifa þannig að lífeyrissjóðirnir tapi, haldið þið virkilega að það fólk borgi af 40 ára lánum þar sem það er 110% veðsettar eignir?

Verðbólgan er ca 2-4% á ári. Fyrsta árið er afborgun höfuðstóls 0,47% næsta ár á eftir ca. 0,52%.

Það verður ekki komið eigið fé í fasteignina fyrr en eftir ca 15 til 20 ár. hvaða glóra er í að standa í þessu? ég minni á að 20% af hækkun fasteignaverðs fer beit í hækkun vísitölu.

Yeboah mér er nokk sama hvað þér finnst um mig en komdu fram undir nafni. Þá er gagnrýni þín einhvers virði.

Jón Þór Helgason, 2.12.2010 kl. 00:18

23 identicon

Ég afsaka fyrri ummæli mín um þig Jón minn kannski full harkalega sagt hjá mér. Eina sem ég ætlaði að segja við þig var að þú varst way off í aldrinum á Páli og ég er frekar ósammála þér hvað þetta mál varðar.

Ég gæti farið í smáatriði yfir þetta en mín skoðun, svona í eins fáum orðum og hægt er, er að fólk á að borga þær skuldir sem það gekkst undir ellegar fara í þrot. Fyrirtækjum og heimilum á að hjálpa með að fella niður tolla og innflutningsgjöld(er alfarið gegn aðild að ESB), hætta að styrkja ákveðnar atvinnugreinar umfram aðrar og lækka skatta á fyrirtæki og eintaklinga eins mikið og mögulegt er. Þannig komum við lífi í atvinnu og aukum kaupmátt fjölskyldna í landinu. Veit ég vel að það mun minnka tekjur ríkissjóðs en ég held að niðurskurður sé betri leið heldur en að setja skatta á fjölskyldur sem e.t.v. hafa ekki mikið fyrir milli handanna.

Eina sem ég á smá erfitt með að mynda mér skoðun á en hallast þó að að hjálpa þurfi meira en gert hefur verið er kynslóðin sem kom út á vinnu- og íbúðakaupamarkaðinn á árunum fyrir þetta hrun.

Skoðanir mínar hafa svipaða vigt sama hvaða nafn ég set hérna fyrir neðan og þar sem ég hef aldrei komið fram undir öðru nafni á svona netsíðum er ég bara að spá í að halda því þannig.

Aftur, afsakið með að kalla þig hjákátlegan það var nú meira vit í þér en ég hélt því þetta svar þitt var ágætt þó ég sé ekki sammála þér

P.S. geturu ímyndað þér hvað það tæki langan tíma að fá vott af trausti á bankakerfið ef innistæður (ævisparnaður fólks sem tók ekki þátt í brjálæðinu) hefðu ekki verið tryggðar?

Yeboah (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 01:10

24 Smámynd: Jón Þór Helgason

Sæll

 ég er ekki hörundssár og er alls ekki sár. Ég finnst hinsvegar að þegar menn gagnrýna verði þeir að gera það með nafni. Nóg um það.

Í dag eigum við skuldakreppu og þar sem verðtrygging er í landinu getum við ekki beytt peningaprentun til að búa til verðbólgu og eyða þannig óverðtryggðum skuldum eins og þjóðir Evrópu og USA er að gera. 

Okkar leið útúr kreppu er framleiðniaukning í hagkerfinu og eðlilegar launahækkanir af þeim völdum (hækkar fasteignaverð) og síðan skuldaniðurfærsla.  Aðrar leiðir eru ekki til.  Vaxtabætur gera lítið annað en auka skuldir Ríkisins og þær eru ósanngjarnar fyrir þá þurfa að borga skatta.  Þær ætti að leggja af því þær eru þensluhvetjandi á eftirspurn á húsnæðislánum.  í raun eru við að greiða hærri vexti vegna þeirra. Framleiðniaukning tekur bara langan tíma og þá þarf mikið eigið fé til að geta komið á stað fjárfestingu sem er arðbær. Þeir fjármunir eru ekki endilega tiltækir þó að þeir séu til.  Því tel ég skuldaniðurfærslu fljótlegri.

Vandamálið að við getum ekki aukið einkaneyslu þar sem 40% + heimila er með neikvæða eiginfjárstöðu. ég er búinn að lýsa ástandinu með viðhaldi fasteigna en það kemur líka við á fleirri stöðum. Fólk fer í svarta vinnu, hættum drögum úr notkun á þjónustu og alltaf dregst hagkerfið saman. Besta fólkið fer úr landi.  (ég minni á umræðuna í síðustu viku um að besta fólkið fer fyrst; Guðmundur Guðmundsson, síðan getur þú snúið umræðunnni á hvolf og hugsað hvaða flóttamenn koma fyrst til Íslands...)

Þegar fólk almennt fer að greiða af lánum sínum dregst einkaneysla saman. Og fljótlega fer fólk lika að hætta að geta taka út séreignasparnað. Hvorutveggja dregur úr krafti hagkerfisins.

Fasteignaverð mun falla meira og er ástæðan sú að til lengri tíma getur fólk ekki borgað nema ákveðið hluta af launum sínum í afborganir.  Uppboð byrja og bankar geta ekki átt mikið af eignum. Þeir verða að fá vaxtatekjur og þeir geta ekki átt eignir í miklu magni. Miðað við ca 4 milljaðra hagnað á mán núna sem er sennilega að nokkrum hluta vegna endurmati eigna þá er líklega ekki mikið svigrúm til að eignast eignir sem gefa ekki tekjur.

það mun spírall myndast sem leiðir af sér langtímastöðnun í hagkerfinu.  Þeir sem hafa það gott eru embættismenn í góðum stöðum og síðan útfluttingsfyrirtæki sem verða eins og lénsherrar þar sem þeir hafa gjaldeyristekjur sem ríkisvaldinu vantar.

Botnin á fasteignamarkaðnum er ekki þekktur og því gæti verð fræðilega fallið um 50% vegna þess að fólk trúir því að það eigi eftir að falla.  Það er fullt af fólki sem ætlar ekki að greiða skuldir sínar þar sem það sér ekki framá að eignast eignirnar.  Fjöldagjaldþrot mun mynda spýrall á fasteignamarkaðinn og eyðileggja eigið fé banka.  Því skiptir máli að forða samfélaginu frá því. 

Ef fólk væri með eigið fé í eignunum þá myndi það leggja sig betur fram við að greiða af lánum sínum og myndi finna leiðir til að berjast.  í dag hefur fólk ekki áhuga á að berjast heldur bara losna undnan lánum. Á þessu er grundvallamunur. En hvar er botnin? það veit enginn og því gæti flöt afskrift verið hagkvæm.  DR Doom hefur margsinnis bent á þetta sem lausn við að koma hagkerfi USA á stað. Þetta er nefnilega ekki hugmynd Framsóknarflokksins.  Frjálshyggjublöð í USA og UK hafa að undanförnu tekið þetta upp. Hugsuninn er að fjölga þeim sem eiga eigið fé í eignum sínum á einfaldan og skilvirkan hátt.  Hugsanlega væri hægt að hafa stighækkandi afslátt á lánum eftir hærra veðsetingarhlutfalli en það er tímafrekt. Einnig er hætta á svikum. (klíkuskapurinn nyttur til að lækka fasteignaverðið)

Með innistæður má segja að það væri hægt að færa rök fyrir því að áhættusækni banka fyrir hrun hafi verið vegna þess að menn treystu kerfinu of vel.  það hefði verið betra ef einn banki hefið hrunið 2005 í UK eða hvar sem er.  Það hefði leitt af sér að menn hefðu farið í björgunaraðgerðir þar sem kerfið hefði skipt með sér tapinu til að koma ekki högg á kerfið. 

Árið 1996 hrundi sjóður sem var á skuldabréfamarkaði beggja atlansála.  Sjóðurinn byggðist upp í kringum hugmynd þriggja Nobelsverðlaunahafa um högnun á skuldabréfamarkaði. Gríðarlega stór sjóður með mjög lítið eigið fé.  Óvænt högg, greiðsluþrot Rússlands felldi sjóðinn.  Stórir bankar í USA og Evrópu keyptu upp eignir sjóðsins með aðstoð Seðlabanka USA til að rústa ekki markaðnum.   (ég þarf tíma til að finna út hvað sjóðurinn hét ef þú spyrð mig að nafni)

Eftir þetta voru reglur um skuldabréfasjóði hertar til að sambærileg áföll myndu ekki gerast aftur.

því tel ég að ef óvissa myndast um getu banka að greiða mun það hafa þau áhrif að bankarnir myndu fara verðlega til að fara ekki þrot.  Bankarnir fyrir hrun hegðuðu sér eins og þeim yrði allaf bjargað.  Fjárfestar myndu líka huga betur af lánveitingum þar sem meiri hætta væri á bankaáhlaupi. Fjárfestar og bankar myndu frekar horfa á framleiðiniaukningu og skynsamlegar fjárfestingar en skuldsett kaup til að halda markaðsstöðu.

 Síðan heyrist mér að þeir sem áttu hundruði milljónir hafi verið um 2% af þeim sem þeim sem áttu peninga í bönkunum í hruninu.

Hversu margir af þeim áttu peninginga vegna þess að þeir lifðu í bóluhagkerfi og höfðu aldrei unnið fyrir þeim? Það er algjör tilviljun að menn hafi verið að innleysa söluhagnað akkurat í hruninu af ævistarfinu.

Jón Þór Helgason, 2.12.2010 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband