Brandaralandiđ og prósentuöxin

Brussel er höfuđborg Evrópusambandsins og jafnframt tvíríkisins Belgíu sem ţykist ţjóđríki en ţar búa tvćr ţjóđir, Flćmingjar og Vallónar, og er ţađ engin sćluvist. Belgía er án ríkisstjórnar í fimm mánuđi. Í gćr hćkkađi ávöxtunarkrafa á belgísk ríkisskuldabréf og fór yfir fjögur prósent.

Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa mćlir í meginatriđum tvennt. Í fyrsta lagi vaxtakostnađ viđkomandi ríkis og í öđru lagi mat fjármálamarkađa á greiđslugetu ţess ríkissjóđs sem gefur úr bréfin. Ávöxtunarkrafa á ţýsk ríkisskuldabréf er 2,5 prósent.

Ţegar kostnađur ríkja viđ ađ fjármagna lán verđur margfeldi af kostnađi Ţýskalands er hćgt ađ tala um prósentuöxi eins og Telegraph gerir í umfjöllun um stöđu evru ríkja. Prósentuöxin fellur ţegar efri sársaukamörkum er náđ og ríki kikna undan lánakostnađi. Álitamál er hvort öxin falli viđ fimm, sex eđa sjö prósent.

Ţegar prósentuöxin fellur á evrulöndin verđur skiliđ á milli bols og höfuđs á öđru tveggja; sjálfstćđi ţeirra ríkja sem hafa evru sem lögeyri, ţví ađ Ţjóđverjar munu sjá um ríkisfjármálin hér eftir, eđa ađ evran eins og hún ţekkist í dag deyi drottni sínum.

Evran drepur sjálfstćđi ţjóđa - eđa deyr sjálf. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband