Brandaralandið og prósentuöxin

Brussel er höfuðborg Evrópusambandsins og jafnframt tvíríkisins Belgíu sem þykist þjóðríki en þar búa tvær þjóðir, Flæmingjar og Vallónar, og er það engin sæluvist. Belgía er án ríkisstjórnar í fimm mánuði. Í gær hækkaði ávöxtunarkrafa á belgísk ríkisskuldabréf og fór yfir fjögur prósent.

Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa mælir í meginatriðum tvennt. Í fyrsta lagi vaxtakostnað viðkomandi ríkis og í öðru lagi mat fjármálamarkaða á greiðslugetu þess ríkissjóðs sem gefur úr bréfin. Ávöxtunarkrafa á þýsk ríkisskuldabréf er 2,5 prósent.

Þegar kostnaður ríkja við að fjármagna lán verður margfeldi af kostnaði Þýskalands er hægt að tala um prósentuöxi eins og Telegraph gerir í umfjöllun um stöðu evru ríkja. Prósentuöxin fellur þegar efri sársaukamörkum er náð og ríki kikna undan lánakostnaði. Álitamál er hvort öxin falli við fimm, sex eða sjö prósent.

Þegar prósentuöxin fellur á evrulöndin verður skilið á milli bols og höfuðs á öðru tveggja; sjálfstæði þeirra ríkja sem hafa evru sem lögeyri, því að Þjóðverjar munu sjá um ríkisfjármálin hér eftir, eða að evran eins og hún þekkist í dag deyi drottni sínum.

Evran drepur sjálfstæði þjóða - eða deyr sjálf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband