Stjórnlagahappadrætti Samfylkingar

Ef varpa þurfti hlutkesti 78 sinnum um  hver skyldi fá hvaða sæti í kosningum til stjórnlagaþings er búið að ómerkja kosningarnar sem meðvitað val þeirra er greiddu atkvæði. Kjörstjórn gefur ekki upp hverjir fengu hvaða sæti með hlutkesti og  hverjir urðu af sætum fyrir tilviljun.

Stjórnarskráin orsakaði ekki hrunið, samt ákvað Samfylkingin að nauðsynlegt væri að breyta stjórnarskránni og boðaði kosningar til stjórnlagaþings. ,,Hönnunin" á kosningunum var slík að aðeins rúmur þriðjungur kosningabærra manna greiddi atkvæði.

Þeir sem létu sig hafa það að greiða atkvæði lesa fréttir um að tilviljun en ekki atkvæði réð því í 78 tilvikum hver fékk hvaða sæti. Og það er ekki gefið upp hverjir áttu í hlut.

Er  hægt að hugsa sér meiri þvætting?


mbl.is Vörpuðu hlutkesti 78 sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt að þú hefur ekki kynnt þér fyrirkomulag kosninganna. Ef þú ferð inn á kosningar.is þá er á forsíðunni myndskreytt útskýring á hvernig það virkar.

Varðandi hlutkestið þá er þau alltaf á milli þeirra sem fæst atkvæði hafa um það hvor dettur út í þeirri umferð. Það eru því langmestar líkur á að hinn detti bara út í næstu umferð og því hafa þessi hlutkesti engin eða afar lítil áhrif á niðurstöðuna.

Ef þú skoðar eftirfarandi skjal frá kjörstjórninni þá er hægt að sjá öll þau hlutkesti sem fóru fram. Skjalið er ansi langt og ekki mjög læsilegt en þar eru allar þessar upplýsingar ef þú hefur áhuga á þeim.

http://www.kosning.is/media/stjornlagathing-2010/Iceland-Final-audit_icelandic.pdf

Einar Egill Halldórsson (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 09:54

2 identicon

Þú hefðir nú átt að kynna þér aðeins meira áður en þú talaðir um þetta. En svosem miðað við skrif þín hér þá er það ekki þinn stíll.

Það var aldrei varpað hlutkesti um það hver mundi komast inn. Hlutkestið er notað yfir það þegar að til dæmis tveir aðilar eru með 10 atkvæði og nokkuð ljóst að þeir báðir hafa dottið út. En kerfið virkar þannig að það dettur bara einn út í einu þannig að það þarf að telja atkvæði annars fyrst. Þannig að þetta breytir ekki niðurstöðu kosninganna þar sem að báðir hafa þegar dottið út.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 10:35

3 identicon

Hver sem nennir að kynna sér hvernig kosningin fór fram, sjá t.d. hér http://www.kosning.is/media/stjornlagathing-2010/Iceland-Final-audit_icelandic.pdf

gerir sér grein fyrir að eingöngu fór hlutkesti fram þegar verið var að eyða út botnmönnunum en t.d. 1. hlutkesti gerir upp hvort eytt sé fyrr út A eða B sem fengu 12 atkvæði hvor í fyrsta sæti. 2. hlutkestin var þegar gert var upp á milli þeirra þriggja sem fengu 13 atkvæði. Síðasta hlutkestin var þegar gert var upp á milli þeirra tveggja sem fengu 108 atkvæði. Í öllum tilfellum var hlutkestin notuð til að eyða mönnum út en ekki til að tryggja kjör og í öllum tilfellum var ágóðinn af því að vinna hlutkestina sá að detta út skömmu síðar. Sá sem lifði af hlutkestina í 61. lotu náði að halda sér á floti fram í 72. lotu. Það var lengsta lífið sem hlutkesti veitti. Í langflestum tilfellum var næsti maður út á eftir þeim sem tapaði í hlutkesti, einmitt sá sem vann sömu hlutkesti. Síðasta hlutkestið var til að gera upp á milli hvor færi fyrr út, sá sem var eytt nr. 301 eða 302. Eftir það var tæplega 200 manns eytt út án hlutkesti. Þar sem enginn komst inn á milli fyrstu hlutkesti og þeirrar síðustu er því útilokað að hlutkestin hafi í raun skipt máli.

Hugsa fyrst, bölsótast svo! Eða, eins og líklegt er, málefnaleg umræða ræður ekki för, heldur áróður. Ber hér eftir, sem hingað til, að meðhöndla skrif þín á þeim grunni.

Haukur (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 13:39

4 identicon

Er ekki frekar einkennilegt ad turfa ad fara a namskeid i tvi hvernig telja a atkvædi?

Ef teningurinn skipti engu mali, af hverju var verid ad sækja hann?

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 15:44

5 identicon

Er ekki frekar einkennilegt ad turfa ad fara a namskeid i tvi hvernig telja a atkvædi?
Það er ekki okkar vandamál þó það sé flókið að telja atkvæðin, það er hins vegar okkar vandamál ef kerfið er of flókið.

Mistökin sem voru gerð var að hafa aðgangin of auðveldan, þ.e. að einungis þurfti meðmæli 30 einstaklinga. Hinsvegar er ljóst að yfir 60 frambjóðendur fengu færri atkvæði en meðmælendur, og er ekkert við því að gera ef að félagsþroski Íslendinga sé slíkur að þeir skrifi undir án þess að ætla að gera frambjóðandann að sínum.

Kerfið er annars ekkert flókið. Maður velur þann frambjóðanda sem maður vill helst sjá. Í því tilfelli sem hann kemst ekki að, má maður velja annan til vara þannig að atkvæðinu verði ekki kastað á glæ og svo koll af kolli. Frambjóðandi sem ég kaus í fyrsta sæti komst inn, sem þýddi að atkvæðið mitt nýttist í raun nánast (minna en 1% af atkvæði kom í hlut næsta manns) bara honum. Með þessu fyrirkomulagi er komið í veg fyrir að fólk þurfi að kjósa taktíst, þ.e. þú vilt helst að Jói frændi komist inn, en telur að hann eigi litla möguleika, en svo kanntu þokkalega við einn frægan sem á góða möguleika. Hvað gerir maður þá? Í þessu kerfi getur þú sett Jóa frænda í 1. sætið og þann fræga í 2. sætið, vitandi það að atkvæði greitt Jóa, sem á sér frekar litla möguleika (og í raun enga í kerfi þar sem kosið er taktíst) mun renna til þess fræga, dugi atkvæði þitt ekki til að koma honum á þing. Þetta fyrirkomulag verður þess vegna til að atkvæðabreiddin verður meiri en ella, þar sem maður getur raunverulega kosið þann sem maður vill á þing, óhræddur við að atkvæðið tapist. Við þekkjum þetta óheppilega dæmi í t.d. einmenningskosningum í Bretlandi og líka í Bandaríkjunum. Í Bretlandi, ef maður er t.d. stuðningsmaður frjálslynda, sem fékk segjum 20% í síðustu kosningum að velja á milli þess að kjósa sinn mann, eða þann sem þeir telja skárri af þingmönnum Verkamannaflokksins eða Íhaldsflokksins. Fyrir vikið nær flokkurinn sér aldrei á strik, vegna þess að stuðningsmenn hans kjósa frekar að nota atkvæðið til að gera upp á milli annarra flokka en að "tapa" því í vonlausa baráttu. Með þessu kerfi fengju frjálslyndir "öll" atkvæði sín, og ef þau duga ekki til, fengju þeir að velja á milli þeirra rauðu og bláu.

Ef teningurinn skipti engu mali, af hverju var verid ad sækja hann?
Vegna þess að kerfið byggir á ítrunum og því þarf að setja menn í röð, ekki verða tveir afgreiddir á sama tíma.

Haukur (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband