Samfylkingin er sundrungarafl

Samfylkingin er flokkur ófriðar og sundurþykkju. Flokkurinn elur á andúð milli landsbyggðar og þéttbýlis; þjóðkirkju og almennings; skuldara og lánveitenda; kjósenda og stjórnmála. Samfylkingin er stofnuð sem hugsjónalaus valdatökuflokkur. Hertækni flokksins er að sá fræjum óánægju og upplausnar. Með þeim hætti er grafið undan tiltrú og trausti í samfélaginu. Samfylkingin þrífst í þessu umhverfi enda prisipplaus flokkur sem tekur sér sérhverja þá stefnu sem hentar til valda hverju sinni.  


mbl.is Meirihluti fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Og Páll Vilhjálmsson er hvít friðardúfa ?

hilmar jónsson, 30.11.2010 kl. 22:45

2 identicon

Hefur Páll Vilhjálmsson aldrei lesið yfir það sem hann skrifar og birtir á þessum vef ???

JR (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 23:02

3 identicon

Hvernig er það Páll máttu aldrei skrifa eitt orð án þess að þessir tveir hræfuglar hoppi flögrandi upp.

Þvílík vanmáttarkennd sem þeir eru haldnir aumingja mennirnir.

Gústa (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 23:16

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Amen,  Páll á eftir þessu

Halldór Jónsson, 30.11.2010 kl. 23:17

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ekki rétt hjá þér Páll að Samfylkingin sé prinsipplaus flokkur. Þeir hafa eitt prinsipp, að koma Íslandi undir ógnarvald ESB.

Að öðru leiti tek ég undir hvert orð hjá þér og segi amen, eins og Halldór.

Gunnar Heiðarsson, 30.11.2010 kl. 23:25

6 identicon

Það er vel við hæfi í þessum trúarsöfnuði að setja Amen á eftir efninu þegar predikarinn hefur talað.

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 11:41

7 identicon

Samfylkingarárátta bloggarans er alveg með ólíkindum, eins og reyndar hjá fleirum.  Hvernig væri að reyna að hætta að hugsa um þennan flokk svona einu sinni??

Skúli (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband