Þjóðin í hlutfallinu 30/70

Þrjátíuprósent þjóðarinnar vilja fá almenna niðurfærslu skulda og láta lífeyrisþega spýta i púkkið. Sama hlutfall vill Ísland i Evrópusambandið. Litlu fleiri greiddu atkvæði í stjórnlagaþingskosningunum en það var álíka stór hópurinn og greiddi ekki atkvæði í Icesave-þjóðaratkvæðinu og sat heima ásamt Jóhönnu og Steingrími.

Og, vel á minnst, Samfylkingin fékk tæp 30 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sérkennilegar tilviljanir.

Ragnhildur Kolka, 30.11.2010 kl. 14:23

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Peningar eiga að vera, og eru oftast ávísanir á verðmæti. Peningar sem búnir eru til með því að tak veð í eign eru ávísanir á raunveruleg verðmæti slíkir peningar hafa engin hliðaráhrif í hagkerfinu og þeir eru venjulega skiptanlegir fyrir raunveruleg verðmæti. Peningar sem búnir eru til úr engu eins og þegar veð er tekið í yfirveðsettu húsi eða peningar sem verða til vegna raunvaxta eru hinsvegar ekki ávísanir á raunveruleg verðmæti og hafa þann leiða galla að rýra verðgildi allra peninga sömu tegundar, líka þeirra sem búnir voru til sem ávísanir á raunveruleg verðmæti.
Þegar mikið er af peningum í umferð sem ekki vísa á verðmæti verður til ástand sem við búum við núna og köllum kreppu. Kreppa er vont ástand fyrir alla, bæði þá sem eiga peninga og þá sem skulda þá.

Kreppur er hægt að laga með því að eyða peningum. 

Til þess að eyða peningum eru þrjár þekktar leiðir.

1. Gjaldþrot er hefðbundin leið.
2. Afskriftir með samningum sem er minna hefðbundin leið en hún hefur verið mikið notuð fyrir útrásarvíkinga undanfarið.
3. Verðbólga sem er ekki nothæf leið á íslandi vegna þess að hún virkar ekki verðtryggðar krónur.

Páll!  þér virðist hugnast helst að gera alla gjaldþrota sem ekki geta greitt af skuldum sínum. sem er sjónarmið út af fyrir sig.

Afskriftir í formi gjaldþrota virka vel til að vinsa úr skussana og á meðan hlutfall þeirra sem fara í þrot er það lágt að það hefur ekki bein áhryf til samdráttar í hagkerfinu.  Þegar hinsvegar þeir sem undir venjulegu kringumstæðum virka í samfélaginu eru settir í þrot í stórum stíl og teknir úr leik í lengri tíma verður af auljosum ástæðum hagkvæmara að afskrifa skuldir án þrotameðaferðar. 

Svo ættir þú eft til vill að hugleiða Páll af hverju það eru þeir tekjulægstu sem eru á móti skuldaafskriftum. 


Guðmundur Jónsson, 30.11.2010 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband