Þriðjudagur, 30. nóvember 2010
Almenn skuldaniðurfelling dautt mál
Krafan um almenna niðurfellingu skulda er merkileg fyrir það eitt hve lengi hefur tekist að halda lífi í henni. Krafan er útrásarbólgin frekja fólks sem fór offari í fjármálasukki og vill að aðrir borgi. Krafan er jafnframt beint tilræði við samningsfrelsið í landinu því hún gerir ráð fyrir að suma samninga þurfi ekki að virða.
Þriðjungur þjóðarinnar vill almenna niðurfærslu skulda og láta lífeyrisþega borga.
Ánægjulegt er að 70 prósent þjóðarinnar virðist búa við þokkalega sterka siðferðiskennd.
43% á móti almennri skuldaniðurfellingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Djöfull ertu að kalla yfir þig grátkór DV.is
Yeboah (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 12:21
skuldfellinn á alla eða ekkert. Svo einfalt er það. ég væri alveg til í 2 milljóna skuldfellingu það nægir mér.
Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 12:38
Mikið innilega er ég sammála þér Páll
Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 12:48
MIklir grefils grasasnar getiði verið.
Enn lepjandi upp ruglið úr Nágrími og Norninni....
Flöt niðurfelling kemur nefnilega af stað því sem mestu skiptir... fyrirtækjunum.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 12:54
Þetta er maður búinn að blogga um nokkuð oft. Það vantar bara kjark í ríkisstjórnina til þess að gefa út yfirlýsinguna um málið. Það er fyrir löngu búið að ýta þessu út af borðinu, en vandræðagangurinn feslst í því að reyna að koma þessu einhvernveginn yfir á stjórnarandstöðuna, bankana og lífeyrissjóðina. Ef það tekst, getur ríkisstjórnin látið eins og góði gæinn, sem alltaf vildi gera allt fyrir alla.
Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2010 kl. 13:19
Til að koma fyrirtækjunum af stað þarf að lækka skatta á þau, laga þessi gjaldeyrishöft og leyfa þeim fyrirtækjum sem yfirskuldsettu sig að falla
Yeboah (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 13:41
Efast um að 70% þjóðarinnar hafi þokkalega sterka siðferðiskennd.
Þessi 70% gætu hins vegar haft sæmilega dómgreind.
Treysti mér þó ekki til að fullyrða það.
Karl (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 15:56
Þriðjungur þjóðarinnar vill almenna niðurfærslu skulda og láta lífeyrisþega borga
Cry me a river... er það nú nýjasta trompið..lífeyrisþegar borga skuldir fólks ??
Hver/hverjir geta þolað 100% hækkun afborgana sinna án vandræða ?
Finnst þér eðlilegt að skuldir fólks geti hækkað svona mikið á 2 árum í vestrænu samfélagi ?
Siðferðiskennd... kennir þú þig við þann kost ??
Furðulegt finnst mér hve föst höndin er á landanum, en líklegt þykir mér að hún fari að losna, þá verður gaman !
runar (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.