Jóhanna kaus, þjóðin sat heima

Meirihluti Íslendinga með kosningarétt greiddi atkvæði um Icesave-lögin. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. afþökkuðu að greiða atkvæði og sátu fýld heima. Jóhanna Sig. hafði aftur mætur á stjórnlagaþingi og gerði sér far um að auglýsa kosningarnar með greinaskrifum í dagblöð og yfirlýsingum í fjölmiðlum. Nær tveir af hverjum þrem kosningabærum ákvað engu að síður að mæta ekki á kjörstað.

Þjóðin er óðum að átta sig á því að ríkisstjórnin velur nær alltaf rangan málstað, s.s. í ESB-málum og Icesave-samningum og tekur sér öndverða stöðu.

Engin ríkisstjórn lýðveldisins hefur verið jafn oft löðrunguð af þjóðinni og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
mbl.is 36,77% kosningaþátttaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

63% þjóðarinnar var búin að sjá að hér var um algjöran pólitískan spuna að ræða.

 Samkvæmisleikur, settur á flot til að reyna að dreifa athygli almennings frá þeim gífurlegu vandamálum sem herja samfélagið.

 Skrípaleikurinn mistókst herfilega - en skattborgararnir skildir eftir með 700 MILLJÓNA reikning fyrir spunann !

Notum gamallt og gott orð um ríkisstjórnina.

 Hún hefur verið rækilega RASSKELLT !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 16:14

2 identicon

Tel að ástæðan fyrir lélegri þátttöku sé einfaldlega sú að stór hluti landsmanna er sannfærður um stjórnlagaþing sé einungis pólítískt samsæri. Með því slær ríkisstjórnin þrjár flugur í einu höggi:

Fyrsta flugan: Láta líta út sem svo, að ólýðræðislegasta ríkisstjórn í sögu landsins, sem mest allra hefur brotið á bak aftur eigin hugsjónir og kosningaloforð, og staðið fyrir mesta valdaráni af þjóðinni í manna minnum, sé einhver talsmaður "umbóta" og "breytinga" sem vilji færa "fólkinu", sem hún hefur svikið, arðrænt og hunsað "vald." Blekkja lýðinni og slá ryki í augu hans.

Önnur flugan: Losna við forsetan með að leggja áherslu á að gera "breytingar" á forsetaembættinu, með öðrum orðum, gera forsetan, eina talsmann lýðræðis sem eftir er í þessu landi, fyrir utan kannski Gnarrinn, ónýtan og óvirkan og með öllu valdalausan. Þá stendur enginn eftir í vegi fyrir þeim þegar þau vilja troða Icesave, ESB, forréttindum banka og stórfyrirtækja, AGS etc kjaftæðinu upp á þjóðina, þjóðin hefur þá engan að skjóta máli sínu til og stendur ein síns liðs.

Þriðja flugan: Losna við kirkjuna. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir hún hafi margíhugað úrsögn úr Þjóðkirkjunni, Össur er bróðir draugavinakallsins fræga og nú hafa þessir draugavinir og trúleysingjar tekið sig saman til að reka kirkjuna, spara smá pening og auðvelda stórlega Islamovæðinguna þegar við göngum í ESB-stan Islamska ríkið verðandi, ef barneignamál fara ekki að breytast, sem ekki er útlit fyrir, þegar óheftur Islamo innflutningur mun skella hér á (nema við forðumst ESB)

 Þjóðin kaus ekki afþví það var um lítið að kjósa nema málpípur og talsmenn ríkisstjórnarinnar. Og afþví hún sér í gegnum blöff og valdaránstilraunir í sauðargærum.

NÚ ER KOMIÐ NÓG AF GERFILAUSNUM ! ÞJÓÐIN LÆTUR EKKI HAFA SIG AÐ FÍFLI FRAMAR! NÚ ER KOMINN TÍMI Á ALVÖRU BYLTINGU!

 PS: Ég lét mig samt hafa það að fara og kjósa. Leið bara eins og manni sem er hafður að fífli eftir á að láta hafa mig út í skrípaleikinn.

Íslenska Andspyrnuhreyfingin (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 16:20

3 identicon

Jóhanna skilur ekki hvað hún er orðin óvinsæl, né hversu verðskuldaðar óvinsældir hennar eru þegar hún hefur látið leiða sig um eins og sauð af AGS og peningavaldinu.

Ef Jóhanna hefði struntað í lýðræðið og gefið skít í það, eins og í Icesave kosningunum, þegar hún sagðist bara ætla að skrópa á svipinn eins og bólugrafin gelgja með tyggjó, og þetta væri bara rugl og fólk ætti ekkert að mæta..........þá hefði verið met kosningaþáttta í þessa kosningu, afþví þjóðin vantreystir henni svo rosalega hún gerir alltaf öfugt við það sem hún segir.

Enda óhreint mjöl í pokahorni þessari kosninga. Skrattinn segir þér aldrei að leika einhvers staðar nema hann ætli að reyna að leiða þig í gildru. Hvet þá sem geta til að hafa augun úti varðandi allt sem viðkemur þessu stjórnlagaþingi...

Nú er komið nóg! (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 16:22

4 identicon

Íslenska Andspyrnuhreyfingin:

Ég er alls ekki sammála flestu sem þú segir.

1. fluga: Núverandi ríkisstjórn er líklega það besta sem var í boði í síðustu alþingiskosningum. Alls ekkert valdarán í gangi þar. Ekki mikið um blekkingar heldur.

2. fluga: Forsetinn er ekki eini talsmaður lýðræðis. Við, þjóðin, erum helsti talsmaður lýðræðis - einmitt það sem kosningarnar snerust um - en fólk áttaði sig greinilega ekki á. Fyrir utan að forsetinn hefur hagað sér eins og talsmaður auðvalds síðustu ár. Skal samt vera sammála þér þegar þú talar um forréttindi banka etc.

3. fluga: Svona þröngsýni og rasismi er almennt séð ekki talið til góðs. Kirkjan má mín vegna alveg deyja - enda búin að vera að því hægt og rólega síðan upplýsingin hófst (áfram raunvísindi!). Islam er alls ekkert verri trú en íslenska Kristnin. Þetta er trú á sömu ofurveruna, bara eftir annarri bók (báðar eru jafn klikkaðar að mínu mati). Alveg tímabært að við hættum að mismuna félagasamtökum á þennan hátt.

Ástæðan fyrir lítilli kjörsókn er ekki út af lélegu framboði, heldur lélegri umfjöllun og hvatningu fjölmiðla, fyrst og fremst. Það er ótrúlega fínt fólk þarna inni, fólk sem ég myndi sannarlega treysta til þess að taka mikilvægar ákvarðanir byggðar á reynslu.

Þetta eru ekki gerfilausnir. Þetta er bara það besta sem fólkið kemur með á borðið. Vissulega held ég að við eigum bara að láta bankana (og innistæður) gossa og byrja upp á nýtt með alvöru gjaldmiðil. Það væri fyrsta byltingin sem við ættum að stefna á.

ES: Gott hjá þér samt að fara að kjósa. Með því sýnirðu amk. vilja til þess að taka þátt með þjóðinni í að bæta stjórnsýsluna.

Tómas (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 16:53

5 Smámynd: Björn Birgisson

Á Stjórnarskrá Íslands að vera einkamál alþingismanna? Þegar allt hrundi heimtaði þjóðin uppstokkun. Mér er með öllu óskiljanlegt að fólk geti fengið fullnægju af því að hæðast að kosningunum í gær. Hvers konar Íslendingar gera það? Það er algjörlega fáránlegt að tengja dræma þátttöku við afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Hún hefur ekki verið farsæl í mörgum málum, en með þessum kosningum gekk hún þó lengra en nokkur önnur ríkisstjórn í að færa valdið til fólksins. Er eitthvað slæmt við það?

Björn Birgisson, 28.11.2010 kl. 17:08

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það fróðlegasta verður þegar atkvæðunum verður raðað upp vegna 40% reglunnar sem Alþingi samþykkti og braut þar með stjórnarskránna.

Þessar kosningar verða kærðar og dæmdar ómerkar, vitið til.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.11.2010 kl. 17:10

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tómas, þú hlýtur að vera á eitthvað verulega sterkum lyfjum eða svona gjörsamlega "fylgispakur" ríkisstjórnarflokkunum að þú fylgir öllu, sem forystufólk hennar segir og gerir, í algjörri blindni.

Jóhann Elíasson, 28.11.2010 kl. 17:13

8 identicon

Það kom enginn frambjóðandi með neina ástæðu fyrir því hvers vegna stjórnarskráin sem nú er stuðst við sé ekki í góðu gildi.

Hins vegar voru margir lobbýistar sem vildu þetta eða hitt yrði stjórnarskrárbundið, og voru margir að koma inn eigin hugðarefnum. Stjórnarskráin er ekki eins og gjafahandbók jólasveinsins. Það verður að skilja þarna á milli. Þeir sem halda að hægt sé að nota stjórnarskrána til að segja alþingi hvað þeir vilji fá í skóinn, eru á rangri hillu.

Flokkarnir þurfa að hreinsa út. Það er enn mikið af fólki inni hjá þingflokkunum sem hefur ekkert þar að gera. Áður en flokkarnir geta farið í einhverja alvöru vinnu að hreinsa til og laga til það sem hefur farið úrskeiðis, þá þarf að halda kosningar og losa út restina af óhæfa fólkinu sem enn situr inni á þingi í nafni stjórnmálaflokkanna. Það er enginn flokkur undanskilinn í þeim efnum.

Á sveitarstjórnarstiginu er sama vandamál uppi. Verið er að færa sífellt fleiri málaflokka á hendur sveitarfélaganna, sem hafa ekki á nokkurn hátt þekkingu eða getu til að valda þessum verkefnum sem er verið að færa þeim frá ríkinu. Þar þarf líka að hreinsa vel til.

joi (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 17:40

9 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Sammála Palli.

Óskar Sigurðsson, 28.11.2010 kl. 18:23

10 identicon

Spurning... 63% kussu gegn Icesave og 37% voru heima. Nú mættu þau 37% í dag en hinnir sáttu heima... er þetta ekki bara málið ;)

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 18:25

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er rétt Björn, þegar allt hrundi heimtuðu menn uppstokkun, ég veit ekki hvað ég heimtaði,ég tapaði engu forgengilegu,en aldrei fyrr hafði ég tapað sálarró,vegna óeirða og hatursfulls athæfis óbreyttra borgara. Ég fékk strax óbeit á framgangi þeirra,en játa að ég leit til Steingríms,sem "Drekans",sem myndi standa vörð um fullveldi Íslands,sem betur fer fyrir samvisku mína kaus ég hann ekki.  Vonandi hleypur nýtt kapp í okkur fullveldissinna og þá sem neita að borga Icesave,á nýju ári. Það bíða góðir menn utan stjórnar,sem vilja vinna að uppgangi þjóðarinnar. Hefði þeirra ekki notið við værum við í gildru ESB.  

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2010 kl. 18:31

12 identicon

vel sagt Helga.  Eins og talað úr mínu hjarta.

Óskar Bjarki Bjarnason (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 18:37

13 Smámynd: Elle_

Kalli, ein mistök, það voru MILLJARÐAR.  Hinsvegar skuldum við ekki ICESAVE, ef þú meinar það.  Tek annars undir með þér. 

Og Helga, nákvæmlega, nema ég gerði þau ´mistök´að kjósa Steingrím, sem svo sveik allt jafnóðum.

Elle_, 28.11.2010 kl. 20:16

14 identicon

Mér er til efa að Jóhanna og Steingrímur geti farið á klósettið hjálparlaust án þess að klúðra því illilega.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 21:41

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eftir að hafa lesið þessar ahugsemdir margar hér að ofan vakna nokkrar spurningar:

  • Eru menn virkilega að halda því fram að endurnýjun stjórnarskrá Íslands snúist um Jóhönnu? Trúi ekki að menn séu svo vitlausir.
  • Vita menn ekki að öll okkar réttindi, lög og skipan stjórnskipulags okkar er byggt á stjórnarskránni
  • Það getur ekki nokkur verið svo vitlaus að blanda saman að Jóhanna neitaði að taka þátt í Icesave þar sem að þegar var komið betra samningsboð?
  • Minni menn á að stjórnarskráin verður endurskoðuð þó menn hafi ekki tekið þátt í þessum kosningum.
  • Eins að það var enginn þingmaður á móti frumvarpi um stjórnlagaþingi í atkvæða greiðslur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.11.2010 kl. 21:55

16 identicon

Hvað er að stjórnarskránni? Afhverju þarf að eyða tíma, peningum og fókus í þetta mál núna? Þetta er vanhæf ríkisstjórn með athyglisbrest. Það er ekki hægt að verja þennan vitleysisgang.

Þetta stjórnlagaþing er ekki ósvipað því og að halda allar fermingarveislur landsins á sama stað á sama tíma, umræðan verður ekkert gáfulegri.

Ríkisstjórnin hefur sett saman margar nefndir og látið gera hina og þessa skýrsluna, hún fer bara ekkert eftir því sem sérfræðingar leggja til. Það er líka langt frá því að frambjóðendur til stjórnlagaþings séu sérfræðingar í stjórnarskrám eða hafi reynslu af slíkum málum, kannski einn eða tveir einstaklingar þar innan um og hinir munu því þvælast fyrir þeim (ef þeir á annað borð verða kjörnir).

Þetta stjórnlagaþing er því margfalt rugl og þjóðin hefur sagt sitt álit með lélegri kjörsókn.

Njáll (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 23:56

17 identicon

1. Valdaránið gerðist eftir kosningarnar. Vilji fólksins hunsaður trekk í trekk, jafnvel í trássi við dóma Hæstaréttar eins og gerðist í Lýsingarmálinu.

2. Nei, en án hans hefði verið auðveldara að þröngva upp á þjóðina Icesave.

 3.

Ég er ekki með neinn rasisma. En bjó lengi á stað þar sem mikið var um heiðursmorð og önnur mannréttindabrot. Þar voru margar gömlu kirkjurnar orðnar moskur út af lítilli kjörsókn og stúlkur mikið þvingaðar í hjónabönd við frændur sem voru fluttir inn.  Svona er venjuleg Evrópsk stórborg í dag og því fylgir minna frelsi þegnanna. Það er ekki hægt að bera lýðræðisást kristinna manna í dag saman við það sem gerist í Islamska heiminum, þar sem við höfum engan rétt á að byggja kirkjur víðast hvar. Ég er fjölmenningarsinni í raunverulegri merkingu þess orðs, öll menning á tilverurétt, er falleg og þess virði að varðveita hana, rétt eins og fjölbreytileika náttúrunnar. Ég trúi ekki á tilvist kynþátta og get því ekki talist rasisti, og væri ég það hefði ég ekki efni á því, því ég er kynblandaður einstaklingur.

Íslenska Andspyrnuhreyfingin (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 05:39

18 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Bara 10 þúsund "ógild" atkvæði. Þetta verður sífellt hjákátlegra. Næst kemur einhver með athugasemd gagnvart umgerðinni, kjörklefar (pappakassinn) eru á gráa svæðinu, lágmark 40% konur á þing er einnig á gráa svæðinu. Og þetta lið sem ætlaði að gera allt svo dæmalaust dásamlegt, gerði allt dæmalaust svo um munar.

Auðvitað túlkar Guðrún P. þetta eins og hún gerir enda að verja sinn heiður. Hlutirnir eru í einfaldleika sínum þannig að fólk ákvað að sitja heima í stað þess að skila auðu. Þessi auðu atkvæði hefðu einnig verið túlkuð þannig að fólk hafi verið ráðvillt og ónógar upplýsingar af þeim sömu. Það var vitað og því sat það heima. Geta ekki verið skýrari skilaboð hjá þjóð þar sem mæting er nánast alltaf 2/3 á kjörstað eða þaðan af fleiri.

Athyglisbrestur? 

Sindri Karl Sigurðsson, 29.11.2010 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband