Sunnudagur, 28. nóvember 2010
Evrópsk kosningaþátttaka í stjórnlagaþingsstórslysi
Tilraun ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. til að auðvelda sér breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins beið skipbrot. Um 40 prósent kosningaþátttaka er áþekkur áhuginn sem almenningur í Evrópu sýnir kosningum til Evrópuþingsins. Kosningar til Evrópuþingsins eru dæmi um mislukkaða lýðræðisvæðingu og stjórnlagaþing Jóhönnu og Samfylkingar fellur í sama flokk.
Nær allt sem ríkisstjórn Jóhnnu Sig. kemur nálægt floppar. ESB-umsóknin, Icesave-samkomulagið, kvótakerfisbreytingar, skjaldborg heimilanna og núna stjórnlagaþingið.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er gangandi stórslys.
Kosningaþátttaka líklega um 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert grimmur við forsætisráðherra, Páll!
Flosi Kristjánsson, 28.11.2010 kl. 09:19
Þátttakan var að sönnu ekki nógu góð en þetta er þó frekar nær bandarískri kosningaþátttöku en evrópskri. Um 25% kosningabærra Kana kjósa hverju sinni forseta sinn, valdamesta mann heims, og enginn gerir athugasemdir við það.
Matthías (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 10:01
Hmmm... samkvæmt Wikipedia var kosningaþátttakan í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum rúm 57%:
http://en.wikipedia.org/wiki/Voter_turnout_in_the_United_States_presidential_elections
Hjörtur J. Guðmundsson, 28.11.2010 kl. 10:10
Tessi Rikisstjorn er gangandi storslys i kjølfar skipbrots.
..Eins gott ad tjodin hafdi stoppad i skipbroti tvi ef einhver ferd væri a tjodarskutunni gæti tessi oskaplega rikisstjorn virkilega valdid skada... Tad vantar i tad minsta greinilega ekki viljann til tess.
jonasgeir (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 10:46
@ Hjörtur: Rétt hjá þér, svona er að treysta á minnið! Þátttaka í bandarískum þingkosningum er hins vegar nokkuð sambærileg við stjórnlagaþingskosningarnar eða á bilinu 35-40% að jafnaði.
Matthías (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 11:36
Þessi málflutningur að reyna að bendla allt neikvætt við Evrópu er mjög þunnur hjá þér eins og venjulega. Núna er þessi kjörsókn er á svipuðu leveli og kosningar fyrir evrópska og bandaríska þingið. Væri þá ekki eðlilegast að kalla þetta venjulega kjörsókn ef við berum þetta saman við nágranna okkar austan hafs og vestan?
Það er nú ekki að búast við því að svona þröngsýnir menn geti borið einfalda hluti saman án þess að fókusa bara á eina hlið og gleyma restinni.
Kommentarinn, 28.11.2010 kl. 11:48
Það virðist nú hafa verið allur gangur á því hvernig þátttakan hefur verið skv. þessu:
http://www.infoplease.com/ipa/A0781453.html
Hjörtur J. Guðmundsson, 28.11.2010 kl. 11:59
Þátttakan í þingkosningunum í Bandaríkjunum 2008 virðist mér hafa verið um 56,8%. Þátttakan í síðustu kosningum til Evrópusambandsþingsins var 43% og hefur minnkað með hverjum kosningum. Þessu er þannig ekki saman að jafna.
Þess utan er alltaf verið að bera okkur saman við önnur Evrópuríki, ekki sízt þau sem eru innan Evrópusambandsins, en ekki Bandaríkin. Það er líka alltaf verið að segja okkur að við eigum svo mikið sameiginlegt með ríkjum sambandsins.
Svo þegar samanburðurinn hentar ekki þeim sem þannig tala og vilja í Evrópusambandið þá má ekki bera okkur saman við það hvernig hlutirnir gerast í sambandinu...
Hjörtur J. Guðmundsson, 28.11.2010 kl. 12:04
Það er mikill munur á því í USA hvort forsetakosningar fara fram samfara þingkosningum eða ekki. Þar var metþátttaka 2008.
Þegar ekki eru almennar kosningar samhliða þjóðaratkvæðagreiðslum í Sviss er þátttaka að jafnaði 40-50%. Um 37% Reykvíkinga kusu um flugvöllinn svo í ljósi þess má segja að 40% þátttaka nú sé þokkaleg.
Matthías (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 12:30
Ég held að það sé alveg sama hvernig horft er á þessar kosningar, þetta er afar slöpp þátttaka. Kosningarnar um flugvöllinn í Reykjavík þóttu skandall, herfileg niðurstaða. Það sama á við um þessar kosningar. Því miður.
Hjörtur J. Guðmundsson, 28.11.2010 kl. 12:35
"Niðurstaða" átti nú að að vera "þátttaka" :)
Hjörtur J. Guðmundsson, 28.11.2010 kl. 12:36
Mörður Árnason kennir Moggaklíkunni og Davíð um að fólkið mætti ekki. Samt var blaðið fljótandi í framboðsgreinum alla daga. Stórkostleg lógíkkin alltaf hjá kommatittunum.
Halldór Jónsson, 28.11.2010 kl. 12:47
Það er ekki skortur af mannvitsbrekkunum hjá krötum og kommum. Gat það verið að núna væri það Dabba ljóta og náhirðinni sem yrði kennt um áhugaleysið að hvetja til þátttöku í fáránleikafarsanum með einhverjum lista, sem mér að vísu tókst ekki að verða mér út um. Var á því að mæta ekki í skrípasirkus Jóhönnu og Baugsfylkingarinnar, en vegna þess hversu áróður stjórnvalda og RÚV var mikill með þátttöku, sem og afar ógeðfelldar árásir aðalstjórnandans Guðrúnu Pétursdóttur og eiginkonu eins frambjóðandans á þá sem nýttu sér löglegan rétt sinn til að kynna sig í fjölmiðlum, þá lét ég til leiðast. Ef ekkert verður gert í þessari grófu aðför hennar að ákveðnum frambjóðendum og hún vítt opinberlega og jafnframt eiginmanninum hent út úr framboðinu, þá segir það allt um það lýðræði sem við búum við.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 13:26
Steingrími J. þótti 1.8% JÁ fylgið hans með Icesave betra en hann átti von á, vegna þess að "betri samningur lægi á borðinu." Ekkert hefur spurst til "betri samningsins" frekar en borðsins tæpu ári síðar. Eftiráskýringaheimska vinstri manna ríður ekki við einteyming.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 13:33
Ef Jóhanna Sigurðardóttir hefði snefil af sómatilfinningu, heiðri og æru, þá myndi hún heyra hverjum klukkan glymur, hætta hverjum leik þá hæst hann stendur, og segja af sér strax. Þeir hugrökku, góðu og sómakæru hætta á réttum tíma. Þeir sem hægt er að hneppa í þrældóm með böndum smjaðurs og fagurgala og andlegrar kúgunnar af því tagi, og fita inni í búri úr gulli, og hafa gleymt eigin sál, þeir einir sitja svo lengi við völd, og þeirra bíður mikið myrkur og reiknisskil ef þeir sjá ekki ljósið innan tíðar og gera það eina sem rétt er.
Viðvörun (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 14:35
Jóhanna skilur ekki hvað hún er orðin óvinsæl, né hversu verðskuldaðar óvinsældir hennar eru þegar hún hefur látið leiða sig um eins og sauð.
Ef Jóhanna hefði struntaðð í lýðræðið og gefið skít í það, eins og í Icesave kosningunum, þegar hún sagðist bara ætla að skrópa á svipinn eins og bólugrafin gelgja með tyggjó, og þetta væri bara rugl og fólk ætti ekkert að mæta..........þá hefði verið met kosningaþáttta í þessa kosningu, afþví þjóðin vantreystir henni svo rosalega hún gerir alltaf öfugt við það sem hún segir.
Enda óhreint mjöl í pokahorni þessari kosninga. Skrattinn segir þér aldrei að leika einhvers staðar nema hann ætli að reyna að leiða þig í gildru. Hvet þá sem geta til að hafa augun úti varðandi allt sem viðkemur þessu stjórnlagaþingi...
Anti-Jóhanna (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 14:43
Dæmi um hvað allt er "vont" sem kemur frá Evrópu þá er kosningaþátttaka á möltu yfirleitt 90-95%.
Kommentarinn, 28.11.2010 kl. 22:35
Hérna er tafla með kosningaþáttföku í þingkosningum í ýmsum löndum en eins og ést eru bandaríkin mjög neðarlega. Í þessu samhengi er málflutningur ykkar að þetta sé eitthvað slakara í Evrópu en Bandaríkjunum kjánalegur:
Turnout in national lower house elections, 1960–1995
Country Compulsory № Turnout
Australia Y 14 95%
Malta N 6 94%
Chile Y 2 93%†
Austria N 9 92%
Belgium Y 12 91%
Italy N 9 90%
Luxembourg N 7 90%
Iceland N 10 89%
New Zealand N 12 88%
Denmark N 14 87%
Germany N 9 86%
Sweden N 14 86%
Greece Y 10 86%
Venezuela N* 7 85%
Czech Republic N 2 85%
Brazil Y 3 83%
Netherlands N** 7 83%
Costa Rica N 8 81%
Norway N 9 81%
Romania N 2 81%
Bulgaria N 2 80%
Israel N 9 80%
Portugal N 9 79%
Finland N 10 78%
Canada N 11 76%
France N 9 76%
United Kingdom N 9 76%
South Korea N 11 75%
Ireland N 11 74%
Spain N 6 73%
Japan N 12 71%
Estonia N 2 69%
Hungary N 2 66%
Russia N 2 61%
India N 6 58%
United States N 9 54%
Switzerland N 8 54%
Poland N 2 51%
Kommentarinn, 28.11.2010 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.