Steingrímur J. og þingræðið; forsetinn og þjóðin

Forseti Íslands stígur fram á sjónarsviðið sem talsmaður lýðræðis gegn markaðsöflunum. Ítarleg viðtöl alþjóðlegra fjölmiðla sýna eftirspurn eftir lýðræðisumræðu Ólafs Ragnars Grímssonar. Steingrímur J. bregst fár við yfirlýsingu forseta að nýtt Icesave-samkomulag verði að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samkvæmt Smugunni segir fjármálaráðherra

Síðast þegar ég vissi var þingræði á Íslandi, miðað við stjórnskipan Íslands getur hann ekki hafa sagt þetta.

Þingræðið hans Steingríms J. felur í sér að þjóðin veiti umboð í kosningum til fulltrúa sem kjörnir eru á grundvelli stefnumála. Þúsundir íslenskra kjósenda greiddu Steingrími J. og Vinstri grænum atkvæði sitt í því trausti að þingmenn Vg stæðu við kosningastefnuskrá flokksins um að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins.

Steingrímur J. og nokkrir félagar hans í Vg fótum tróðu undirstöðunni undir þingræðinu þegar þeir sviku loforð gefin kjósendum. Stjórnskipan Íslands styðst annars vegar við skráðar reglur og hins vegar við hefð. Við pólitísk eldsumbrot breytast hefðir. Þingræðishefðin sem Steingrímur J. talar fyrir er sokkin ofan í djúpan pytt klækjastjórnmála þar sem hann sjálfur hefur lagt drjúgt til

Forseti Íslands er með athöfnum sínum og yfirlýsingum að skapa nýja hefð þar sem ríkisstjórnin, umboðslaus og rúin fylgi, er sett skör lægra en áður. Forsetinn talar í nafni þjóðarinnar en ríkisstjórnin aðeins fyrir sjálfa sig og svikula þingmenn.


mbl.is Forsetinn snýst gegn bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Svikulir þingmenn

Hefð hefur skapast á Íslandi fyrir því að þingmenn svíki kjósendur sína.  Meira en 90% kosningaloforða eru svikin.

Hrossakaup á Alþingi settu þjóðina á hausinn. Hægri og vinstri snú sérhagsmunapotara á kostnað þjóðarinnar er venja frekar en undantekning.

Aðeins ein leið er til að breyta þessu. Beint og milliliðalaust lýðræði. Það hefur verið mitt helsta baráttumál síðan í forsetakosningum 1996. Þessvegna á ég erindi fyrir þig á Stjórnlagaþing.

Ástþór Magnússon 7176 til Stjórnlagaþings
www.facebook.com/lydveldi

Ástþór Magnússon Wium, 26.11.2010 kl. 15:20

2 identicon

Best er að hafa sem fæst orð um Steingrím.

En segið mér eitt:

Hvers vegna eru erlendir fjölmiðlar yfirleitt fyrstir með stórar fréttir um íslensk málefni?

Hvers vegna sagði forsetinn þetta ekki íslenskum fjölmiðlum?

Höfðu íslenskir fjölmiðlar ekki hugarflug til að spyrja þessarar sjálfsögðu spurningar?

Var það ekki talið "viðeigandi"?

Eða talar forsetinn bara við útlenda og stóra fjölmiðla?

Karl (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 15:22

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Karl..Það er málið. Fjölmiðlar á Íslandi eru orðnir of smáir fyrir Ólaf..

hilmar jónsson, 26.11.2010 kl. 16:27

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Óvenju góð spurning hjá þér Hilmar. Svarið er einfaldlega að íslenskir fjölmiðlar taka ekki viðtöl við þá sem ekki eru Steingrími Joð þóknanlegir.

Þetta getur varla hafa farið framhjá þér.

Ragnhildur Kolka, 26.11.2010 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband