Fimmtudagur, 25. nóvember 2010
Gestur Jóns Ásgeirs og afstæður sannleikur
Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálum var Gestur Jónsson. Gestur hélt því fram að brýnt væri að sýkna Jón Ásgeir vegna þess að hann væri svo mikils virði fyrir íslenskt efnahagslíf. Jón Ásgeir kæmi svo víða við í innlendum og erlendum viðskiptum að hann væri eiginlega ómissandi og alls ekki mætti sakfella Baugsstjórann.
Í dag segir sami Gestur að eiginlega hafi Jón Ásgeir hvergi komið nærri fjármálagjörningum og viðskiptasnúningum sem settu efnahagskerfið á hliðina.
Í Baugsmálinu flutti Gestur Jónsson vörnina í Reykjavík. Málflutningurinn í dag tekur mið af ákærum slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri í New York. Merkilegt hvað sannleikurinn um Jón Ásgeir er afstæður.
Kom að ýmsum málum en réð ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hálfpartin vorkenni fólki sem getur ekki komið til dyranna eins og það er klætt
Jón Snæbjörnsson, 25.11.2010 kl. 07:58
Jón Ásgeir fær það sem fórnarlömbum hans - þjóðinni - stóð ekki til boða.
Hann fær réttarhöld og getur tekið til varna. Hann dæmdi þjóðina án þess að gefa henni færi á að verja sig. Hann hefur "færustu" lögmenn landsins á sínum snærum.
Þjóðin fékk ekkert slíkt - enda dæmd að henni fjarstaddri og án hennar vitneskju. þangað til dómur var fallinn -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.11.2010 kl. 10:50
Svör Jóns Ásgeirs eiga heima uppi á sviði, í mónólóg uppistandara. Nú eða í partíbókinni "Það sem fyndið er að segja".
Jón Flón (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.