Beaty er í bandalagi með útrásarauðmönnum

Útrásarauðmenn og Ross Beaty í Magma eru í bandalagi um að komast yfir íslenskar orkuauðlindir. Í pakkanum er einnig Árni Sigfússon bæjarstjóri gjaldþrota Reykjanesbæjar og Árni Magnússon fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins og núverandi yfirmaður orkudeildar Íslandsbanka. Fyrrum félagar Árna eru menn eins og Hannes Smárason í FL-group og Jón Ásgeir Baugsstjóri.

Beaty kann vel við sig á mörkum stjórnmála og viðskipta, þar sem spilltir stjórnmálamenn koma við sögu og græðgisvæddir meðhlauparar. Orkudeild  Íslandsbanka sótti Beaty til Íslands þegar aðrir fjárfestar brugðust.

Þjálfaður meðhlaupari útrásarauðmanna, Ásgeir Margeirsson, stýrir Magma á Íslandi. Ásgeir var næstráðandi í OR en gekk þaðan í þjónustu útrásarauðmanna í Geysir Green og þaðan til Magma.

Beaty hótar, býður mútur og kjaftar sig inn á lífeyrissjóði. Hann er sölumaður sem gæti selt sand til Sahara.

Allt sem Beaty gerir er með hámarksgróða í huga enda þekkur raðfjárfestir sem býður fáranlega ávöxtun. Hvers vegna ættu Íslendingar að gína við þessu rugli rétt eftir hrun?

 


mbl.is Segja Beaty hóta í kjölfar viðtals við Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Furðulegt að ekki skuli vera brugðist við orðum Evu Joly sem sagði að salan til Magma væri efni til sakarannsóknar. Hvern er verið að verja?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2010 kl. 15:06

2 identicon

Beaty er í bandalagi með norrænu velferðarstjórninni sem ætlar sér ekki að rannsaka einkavæðingu orkugeirans - en reynir þess í stað að hæpa upp einhvern skandal í kringum RÚV.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 15:10

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Farið bara þessa venjulegu rannsóknarleiðir á netinu og þá getið þið séð Ross-slóðina. Það er bara hugmydarflugið sem takmarkar ykkur!

Eyjólfur Jónsson, 19.11.2010 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband