Mánudagur, 15. nóvember 2010
ESB-rýni staðfestir aðlögunarferlið
Rýnifundir íslenskra embættismanna út í Brussel staðfesta að Ísland er í aðlögunarferli en ekki óskuldbindandi samningaviðræðum. Rýnivinnan er undanfari þess að Ísland breyti löggjöf sinni til samræmis við lög og reglur Evrópusambandsins. Ef aðeins væri um samningaviðræður að ræða þyrfti ekki rýnifundi.
Aðlögunarferli Íslands felur í sér að við tökum jafnt og þétt upp lög og reglur Evrópusambandsins. Í reynd er Ísland innlimað í sambandið.
Þjóðaratkvæði í lok aðlögunarferlis er aðeins til málamynda. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. hefur líka gefið út að þjóðaratkvæðagreiðslan verði ,,ráðgefandi."
Rýnt í samningaviðræður við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.