Grínlektor við HA og evrutækt Ísland

Sterkara Ísland, nei ekki fasistasamtök heldur aðildarsinnar, héldu samkomu norðan heiða í dag. Þar sté á stokk Jón Þorvaldur Hreiðarsson lektor við HA og ræddi um ónýta gjaldmiðla eins og krónu og dollar en jafnframt hversu mikilvægt væri að Íslandi yrði evrutækt, samkvæmt Gísla Baldvinssyni.

Jón Þorvaldur hlýtur að fyrirlesa í gríni. Hér eru dæmi um alvarlega þenkjandi menn sem fjalla um evruna og evrusvæðið.

Jeremy Warner viðskiptaritstjóri Telegraph: Trúverðugleiki evrusvæðisins lækkar dag frá degi.

Samuel Brittan dálkahöfundur Financial Times: Evran er ósjálfbær og verður ekki bjargað

Max Otte þýskur prófessor: Evran verður dauð eftir 4 - 6 ár.

En hvað erum við að spá í hvað útlendingar segja um evruna þegar við eigum heimagerða snillinga á sviðinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stiglitz var líka að kveða upp dauðadóm sinn sá ég á bloggi Gunnars Rögg. Raunar fleiri málsmetandi hagfræðingar.

Þetta sannfærir mig endanlega að hér er um trúarbrögð að ræða.  Kannski vilja þeir komast inn í grunnskólana og leikskólana næst með  trúboðið, svo ekki myndist "andlegt tómarúm" þar?

Þetta eru eins og tjaldsamkomur Benny Hinn, nema hvað bekkirnir eru að mestu tómir.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 19:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Veit að samlíkingin ergir þig en...just face it.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 19:28

3 identicon

Ég sem hélt að það væri jafn heilagur sannleiki hjá samfylkingarliðinu og ESB landsölumönnum að Davíð bæri alla ábyrgð á hruninu og heimskreppunni, að evran muni bjarga öllu....!!!??

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 20:29

4 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Þegar gripið er til fasista/nasista líkinga eru rökþrotin algjör.  Þeir sem halda  slíkt styðja málstað sinn  vaða í villu og svíma.

Eiður Svanberg Guðnason, 12.11.2010 kl. 22:29

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Eiður Svanberg, heitið Sterkara Ísland er með fasískum undirtón svo ekki sé meira sagt. Og að vekja athygli á því er ekki að ,,grípa til fasista/nasista". Rökþrotin eru ekki ekki meiri en svo að það er tilvísun í tvo breska viðskiptablaðamenn, sem hvor um sig er viðurkenndur á sínu sviði, og sem starfa hjá þekktum útgáfum, Telegraph og Financial Times. Þá er vísað í viðtal við þýskan prófessor sem kann sitthvað fyrir sér í evrópskum fjármálaheimi.

Þú, Eiður Svanberg, ert út í móa.

Páll Vilhjálmsson, 12.11.2010 kl. 22:38

6 identicon

Á blaðsíðu 2,í nýja vikublaðinu Fréttatíminn má sjá litla grein er fjallar um stöðugleika evrunar.Í liðinni viku lækkaði evran um 3,3 prósent gagnvart dollaranum,en krónan okkar stendur sig sem klettur,og er stöðug.

Númi (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 22:55

7 Smámynd: Elle_

Hollustumenn Evrunnar og Jóhönnuliðsins eru víst allir rökþrota núna.  Og vissulega er það líka Davíð að kenna eins og öll önnur heimsins vandamál. 

Elle_, 12.11.2010 kl. 22:57

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir blogg þitt Páll gegn ESB bákninu.

Sigurður Haraldsson, 12.11.2010 kl. 23:37

9 identicon

Guði sé lof fyrir þjóðina að flestar eilífðar kerfismylkingar hafa vit á að halda sér sem mest til hlés og sér í lagi eftir að þeir hafa þurft að skila 4flokksmerktu stimpilkortinu til frambúðar.  Jafnvel Halldór Ásgrímsson.

En ef til vill færi betur á að áður en að sumir fara að gaspra að þeir kynntu sér aðeins Nasismann og Evrópusambandið.: 

http://www.eu-facts.org/en/roots/index.html

http://www.dailymail.co.uk/news/article-1179902/Revealed-The-secret-report-shows-Nazis-planned-Fourth-Reich--EU.html

http://www.relay-of-life.org/nazi-roots/chapter.html

http://www.prisonplanet.com/top-nazis-planned-eu-style-fourth-reich.html

http://www.campaignfortruth.com/Eclub/101002/germaneec.htm

http://www.antiwar.com/mercer/

http://statismwatch.ca/2009/05/09/secret-report-details-nazi-plan-to-create-a-european-union/

 ....  Svo er bara að njóta lestursins.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 23:57

10 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Flott blogg Páll..þessir lýðskrumarar sem tengja sig við ESB..og fá utanríkisráðherra til að vera með arminn sterkara Ísland með sér..hafa ekki hugmynd um hvað er gott líf..Ísland er kannski ekki sjálfbært í augnablikinu..en með góðri stjórn eigum við að geta það um ókominn ár!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 13.11.2010 kl. 00:10

11 identicon

Allan lýðveldistímann hafa íslenskir stjórnmálamenn hagað sér einsog fábjánar með þessar miklu auðlindir sem fiskurinn og orkan okkar er. Krónan hefur alltaf verið skrípamiðill í höndum þessara spilltra eiginhagsmunaseggja bæði til sjávar og sveita. Upp er risinn sértrúarsöfnuður þessum fornu afrekum okkar til varnar. þar sem krónan er lofsömuð en evran og okkar nágrannaþjóðir, sem allar hafa haft það mikið betra en við þrátt fyrir auðævi okkar og herleysi, eru löstuð. Hvernig getið þið andstæðingar ESB eiginlega rökstutt þetta kjaftæði að við séum og höfum það betra en Danir,Svíar og aðrar fullvalda þjóðir sem vilja vinna saman. Haldið þið virkilega að Íslendingar hafi lifað við það mikla einangrun einsog austantjaldsþjóðir á sínum tíma að þeir sjái ekki bullið sem rennur uppúr ykkur. Hvernig stendur á því að við Íslendingar höfum alltaf lifað við verri og allt öðruvísi kjör en nágrannar okkar? Er það vegna þess að við viljum vera fullvalda og frjáls? Eða erum við að bíða eftir réttum stjórnmálamönnunum sem kunna virkilega að beyta krónunni þannig að við verðum bæði frjálsari, meira fullvalda og efnaðri einstaklingar en fólkið sem býr hinum megin við hafið? Hvað er eiginlega að gerast í kollinum á ykkur Súper Íslendingum hatandi ESB?

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 01:14

12 Smámynd: Elle_

Sorglegt, Gunnar Gunnarsson.  Nei, hvað er að gerast í kolli landsölumanna?  Viltu ekki lesa linkana sem hann Guðmundur setti inn að ofan (23:57)?  

Elle_, 13.11.2010 kl. 01:47

13 identicon

Ef þú getur logið án þess að einhver mótmælir þá er það orðið sannleikur ?

Þetta sstundaði Morgunblaðið í áratugi og gerir enn !

Þetta er líka get á þessum vef hjá Páli Vilhjálmssyni, og af honum sjálfum með hjálp !

En það sem er athyglisvert er að Páll er á launum hjá kvótaeigendum og eigendafélgi bænda !

Páll Vilhjálmsson er eign kvótaeigenda og eigendafélagi bænda !

það vita allir hvað stendur fyrir kvótaeigendur, LÍÚ !

En það vita ekki allir hvað stendur á baki eigendafélagi bænda !

Á baki eigendafélagi bænda stendur lögrfræðingaklíka, KEA klían og nokkrir stórir eigendur jarða um allt land !!!

JR (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 03:15

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sá ég Spóa út í móa er að kóa með þeim sem sóa í í í €€€

Helga Kristjánsdóttir, 13.11.2010 kl. 03:17

15 Smámynd: Um Borgarafund

Svona kemstu í Silfur Egils. Peningana á borðið til að kaupa stuðning RÚV.

Um Borgarafund, 13.11.2010 kl. 03:35

16 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Komdu sæll Páll.

"En hvað erum við að spá í hvað útlendingar segja um evruna þegar við eigum heimagerða snillinga á sviðinu?"

Taka töku tvö, og skipa þeim í endurmenntun!

Hreinskilningslega, hætti mér ekki inn á svæðið þitt, þegar þú tekur svona stórt upp í þig,  hef sagt það áður, ......  mér líkar ekki að vera líkt við fasista, landráðamann og fleira ógeðfellt.   Finnst þér þetta málefnalegt?  eða ertu að keyra eftir gamalli uppskrift, gömlu herranna, sem halda enn að kjósendur séu fífl.   Myndi þér finnast betra að fara út í "seðlaprentun" eins og BNA.  Það flokkast undir "að pissa í skóinn, skjóta sig í sköflunginn og detta á andlitið oní drullupoll og drukkna" allt þrennt í sömu andránni.

Spáðir þú einhvern tíma í hverjir voru á gengisfellingar-aðvörunar-forgangslistanum á handstýrðu árunum?  Í dag heitir slíkt "misnotkun innherjaupplýsinga", þá var slíkt enn eitt "happdrættið" sem innherjarnir unnu í glaðbeittir, þegar þeir keyptu bílinn, ísskápinn, gjaldeyrinn kortér í gengisfellingu og útflutningsfyrirtækin dokuðu við að flytja söluna heim, þar til nýja gengið yrði skráð.

Þetta var það sem ráðamenn kölluðu; sveigjanleika íslensku krónunnar!

Við höfðum ekki siðferði til að höndla þetta þá, finnst þér það hafa batnað nú? 

Kasta (þungri) kveðju samt upp í Móa!

..... 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.11.2010 kl. 04:00

17 identicon

Eins og gefur að skilja hefur mikill fjöldi hagfræðinga fjallað um evruna, vandamál evrusvæðisins og afar mismunandi stöðu einstakra ríkja. Mig langar til að benda á tvær greinar eftir Paul Krugman en hann er eitt af virtustu hagfræðingum BNA.

http://krugman.blogs.nytimes.com/2010/05/15/ignoring-the-elephant-in-the-euro/

http://krugman.blogs.nytimes.com/2010/05/17/et-tu-wolfgang/

Umræða um kreppur einstaka gjaldmiðla og alþjóðakerfisins í heild á sér eðlilega mjög langa sögu. Gagnrýnendur dollarans eru vitaskuld mun fleiri en gagnrýnendur evrunnar. Líklega erum við að skrifa lokakaflana í sögu krónunnar og hún verður þá viðfangsefni hagsögufræðinga. Eitt helsta einkenni nútíma fjármálamarkaða er að þeir spanna allan heiminn. Gerendur hafa mikið athafnarými og eftirlitið hefur ekki þróast í takt við tímann.Pólitískt vald, hvort sem það er þjóðlegt eða yfirþjóðlegt hefur alla burði til að koma rreglu á hlutina. Helmut Smith fyrrum kanslari verður seint sakaður um aðvera vinstri-öfgamaður. Hann hefur í áraraðir varað við villidýrskapítalisma sem einkennir fjármálaheiminn. Alþjóðlegir vogunarsjóðir eru stóru gerendurnir og þeir geta leikið sér að óvörðum gjaldmiðlum fámennra ríkja.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 06:41

18 identicon

Mig langar til að benda á greinar í þýska tímaritinu Der Spiegel sem er eitt virtasta og áreiðanlegasta tímarit Evrópu. Greinarnar eru um kreppu evrunnar. http://www.spiegel.de/thema/euro_krise_2010/

Áhugasömum er bent á að í tímaritinu er einngi að finna ítarlegar upplýsingar um gengi evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum , ´t.d. dollar. Hægt er að sjá hvernig gengið hefur þróast allt frá upptöku evrunnar.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 07:04

19 identicon

Ég leyfi mér að birta hér blogg manns sem var á móti aðild en skipti um skoðun. Skrif hans lýsa mjög vel því ástandi sem nú er í landinu.

10. nóvember 2010

Játningar uppgjafa þorskahermanns

Ég var þjóðrækið barn. Tók á móti handritunum með fánaveifu á Skothúsveginum. Fór með mótmælaspjald, "Davíð vinnur Golíat", gegn bretum í 50 mílna stríðinu og fylgdi herópinu um að gera aðsúg að sendiráðinu. Sökkti mér ofan í þjóðleg fræði kornungur, las byskupasögur og reyndi að læra romsu allra Skálholtsbiskupa frá upphafi, sport sem ég veit engan annan hafa reynt. Íslandssögu Þórleifs Bjarnasonar, sem kennd var í barnaskólunum þá, reyndi ég að læra í þaula, en hún loddi illa við mig. Þar var á ferðinni gamla Íslandssaga Jónasar frá Hriflu nánast óbreytt, nema stílgeld og talsvert stytt, með því að danahatur hafði verið fjarlægt.

Um það leyti sem ég varð stúdent var ég enn logandi þjóðernissinni og hefði sennilega skráð mig í átthagafræði, hefði sú grein verið kennd í Háskóla Íslands. Reyndar fannst mér næstum öll fög koma til greina, nema viðskipta- og rekstrarfög sakir andleysis og lítilmótleika. Og ég man eftir að hafa staðið í háværum orðaskiptum á þessum árum við menn sem hneygðust í átt að Evrópubandalaginu. Ekkert var fjarri mér og Ísland í Evrópubandalaginu. Fórna fullveldinu!


Áhugi á Íslandssögu fylgdi mér og ég hélt áfram að glugga í bækur og rit til að viðhalda þjóðrækninni. Það reyndist mér dýrkeypt. Sem sagt kemur það á daginn, ef þokkalega óbrjáluð sagnfræði er lesin, að farsæld Íslands í gegn um aldirnar, bæði efnahagsleg og menningarleg, byggir ævinlega á samskiptum við útlönd. Einangrun er vesöld og vesöld er einangrun. Viðskipi eru velsæld og velsæld eru viðskipti. Ég þurfti að beygja mig fyrir þessari niðurstöðu og það var ekki auðvelt. Fór í gegnum sorgarferli, eins og það er orðað nú. Ekki ósvipað, en þó talsvert þyngra og það var fyrir mig, gamlan Hagmeling, að sjá íslensku glímuna lúta í lægra haldi fyrir austurlensku náttsloppatogi og vindhöggahoppum.

Afstaða mín til umsóknar um aðild að Evrópusambandinu er lituð þeirri angurværð að hafa lagt upp sem harður andstæðingur, en orðið að sættast við að hafa lifað í blekkingu um dýrð hins sjálfstæða og óháða undralands í úthafi og hafa haldið, að það sem eitt sinn var hægt yrði alltaf hægt, jafnvel í heimi örustu breytinga.

Það er margt sagt um viðræðurnar við Evrópusambandið þessa dagana. Málflutningurinn á móti þeim verður æðisgengnari með hverjum deginum, eins og gerist þegar fólk finnur tímann renna sér úr greipum. Það sýnir þá innstu sannfæringu mótmælendanna, að þeir hafi þegar látið í minni pokann.

Ég ber viðingu fyrir þeirri afstöðu að vera á móti Evrópusambandsþátttöku, þó mér finnist baráttan gegn því að þjóðin fái að greiða atkvæði um samning bæði lágkúrleg, heimskuleg og vond. En sem eindreginn fylgismaður viðræðnanna og ekki ólíklegur fylgismaður samingsins, fyllist ég engu að síður dálítilli sorg yfir þeirri sameinginlegu vissu minni og andstæðinganna að Íslendingar segi Já innan skamms. Ég hefði kosið að svara spurningunni við betri aðstæður. Þegar allt kemur til alls, eins og málum er nú háttað á Íslandi, er innganga í ESB og tenging við evru hreinlega eini augljósi, skiljanlegi og gerlegi kosturinn í stöðunni. En ég segi hins vegar eins og svo margur annar, þetta hrun er bara ekki mér að kenna.
Posted by Hans Jakob Beck at 23:16 (leturbreyting er mín.)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 07:21

20 Smámynd: Elle_

SKRÍMSLI Í SOVÉTSTÍL.

Fyrrum andófsmaður gömlu Sovétríkjanna (USSR) óttast að Evrópusambandið sé að verða að nýjum Sovétríkjum.  Hann hefur varað við algjöru einræði Evrópusambandsins og segir sambandið vera skrímsli sem verði að eyðileggja:

Vladimir Bukovksy, the 63-year old former Soviet dissident, fears that the European Union is on its way to becoming another Soviet Union. In a speech he delivered in Brussels last week Mr Bukovsky called the EU a “monster” that must be destroyed, the sooner the better, before it develops into a fullfledged totalitarian state.

Elle_, 13.11.2010 kl. 13:47

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Játningar og trúarumbylting hins hálfþýska Hans Jakob Beck hafa farið eins og eldur um sinu á miðlum Evróputrúboðsins.  Finally a convert!  Þessi liðsauki er líka það eina jákvæða, sem hefur rekið á fjörur trúboðsins um langa hríð.

Þá er best að lesa hvað maðurinn hefur að segja, er það ekki?  Ekkert. Akkúrat ekki neitt nema vindblástur og merkingalausar fullyrðingar. Það sem er undirstrikað með feitu letri hér í athugasem Hrafns er kjarninn.  NIðurstaða Hans er þessi:

Fyrst andstaðan er orðin svona áköf og hávær, hlýtur það að merkja að við séum að vinna!

Húrra fyrir þér Hrafn! Hver stenst svona rökfærslur? Við hljótum að þurfa að játa okkur sigraða og þegja hér eftir.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2010 kl. 15:30

22 identicon

JR.  Þú ert krabbamein á vefnum eð það sem er kallað vef-kúkur eða vef-skítur.  Þú skrifar meðal annars.:

"En það sem er athyglisvert er að Páll er á launum hjá kvótaeigendum og eigendafélgi bænda !

Páll Vilhjálmsson er eign kvótaeigenda og eigendafélagi bænda !"

 Sýndu fram á með óhrekjandi gögnum að Páll er á launum hjá LÍÚ og eigendafélags bænda, eða farðu að hafa vit á því að halda þér saman og helst úti.

Sýndu fram á einhverjar "lygar" Páls með óhrekjandi gögnum, eða farðu að hafa vit á því að halda þér saman og helst úti.

Síðan er það spurning fyrir þig, hvers vegna LÍÚ ættu ekki að verja sína hagsmuni með öllum ráðum, sem og bændur?  Það vill svo til að útflutningstekjur af sjávarafurðum hérlendis nemur $ 5000.- á hvert mannsbarnTil viðmiðunnar þá eru útflutningstekjur Sádi Araba af olíu $ 6.500.- á hvert mannsbarn

Útflutningstekjur okkar af orkufrekum iðnaði á árs grundvelli nemur $ 6.000.- á hvert mannsbarn, svo til samans gera þessar tvær greinar $ 11.000.- á hvern Íslending.  Mér er ókunnugt um aðrar auðlindir Sádi Araba. 

Síðan leyfa landsölumenn að gera lítið úr þýðingu sjávarútvegs og að hann yrði best komið í hendur spillingarbælisins í Brussel, sem enn hefur ekki fundið nógu óheiðarlega endurskoðendur í 16 ár sem eru viljugir að undirrita ársreikninganna.  Mér er til efa að margir föðurlandsvinir og inngönguandstæðingar ætla að skrifa uppá að LÍÚ og fiskveiðikerfið sem mest er byggt upp á "stjórnunarsnilld" krata og komma, eða það versta í því, er fullkomið, og að ekki er full ástæða að bæta það.  En Evrópuræningjabælið sem er með meira en helming íbúa þess uppi á móti verunni í því sem og evrunni, eru örugglega ekki það sem er hæfast til verksins. - Það er á kristal tæru!

Legg til við Pál að hann hendi þessum vanskapnaði JR út ef hann getur ekkert lagt til málanna en svívirðingar og Ad Hominem árásir, og þá sannanir fullyrðinganna í ömurlegum innleggjum.  Engin myndi ásaka hann fyrir slíkt og það hefur ekkert með ritskoðun að gera, heldur lúsahreinsun sem er iðkuð á öllum vefjum á þeim sem eru ekki húsum hæfir og ganga fram af öðrum gestum.

Einnig svíður manni að sjá opinberan starfsmanninn Hrafn formann þráhyggjufélags landsölumanna halda úti eigin vefsíðu á athugasemdarkerfinu hér, vitandi að hann fengi enga heimsókn á sinni eigin, og það á okkar kostnað þar sem hann fyllir þessa af spammi og ESB ritræpu sem hefur ekkert með rökræður að gera.  Ótrúlegt að hann skuli sem opinber starfsmaður fá átölulaust að nýta sér vinnutímann sem við borgum honum launin, við að níða niður síðuhaldara með Ad Hominem árásum, segir okkur allt á hvaða ömurlega plani hið opinbera er í mannaráðningu.  Í vinnutímanum gengur hann erinda gegn skoðunum 81% þjóðarinnar sem borgar honum launin.  Einkageirinn leyfir ekki svona bruðl með að fylla vinnustaði af fólki sem hefur ekkert hlutverk.

Já - opinberi speninn er góður! -



Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 16:11

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðmundur 2. : Ég var bannaður á þeirra bloggi við fyrsta komment. Þannig er það um fleiri, sem ekki bergmála ritninguna.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2010 kl. 17:14

24 identicon

Jón Steinar.  Blessaður vertu.  Ég er útilokaður meira og minna af öllum kratabloggurum á Eyjunni og hér.  Sama hvort um þingmenn eða aum vonabí er um að ræða.  Og það er ekki vegna þess að maður hefur mætt með einhverjar Ad Hominem árásir að dónaskap, heldur skulu áherslur réttar, og ég hef orðið var við að "sjálfur" Egill Helga er ansi duglegur að þrífa óæskilegar skoðanir af sinni síðu.  Það sem manni virðist, er að þeir sem breiða sem mest út Evrópuguðspjöllin, eru jafnfram þeir sem vita minnst út á hvað fyrirbærið gengur.   Hlægilegast er að þeim svíður svo undan því þegar þeim er bent á að ef einhverja er hægt að telja sem einu sönnu hugmyndafræðinga og helstu höfundi Evrópusambandsins voru Nasistarnir og sú rót sem sem þeir spruttu úr, og sá ég að þjóðarmylkingurinn Eiður Guðnason var að gera einhverjar athugasemdir vegna þessa.  Sennilega vita þessar brekkur heldur ekki neitt um hvað Nasistarnir stóðu fyrir.

„Those who cannot remember the past are condemned to repeat it“- George Santayana

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband