Hótunarstjórnmál og klækjapólitík

Eftirfarandi segir um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar

Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga /.../ Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.

Eftirfarandi er augljóst

a) Ríkisstjórnin stendur ekki að umsókninni

b) Aðlögun er hvergi nefnd og því óheimil

c) Vinstri grænir hafa fulla heimild til að vinna gegn umsókninni

Ályktun: Ofbeldi í stjórnmálum er tvíeggjað sverð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll Vilhjálmsson, hættu þessum lygum á launum frá kvótagreifum !!!

JR (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 23:14

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

JR hvernig dettu þér í hug að hann sé á launum hjá mafíunni maðurinn sem er að reyna að klekkja á henni?

Sigurður Haraldsson, 11.11.2010 kl. 23:22

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er greinilegt að þetta kemur við kaunin á einhverjum. Hættu, hættu!

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 23:55

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætli þetta sé Jón greyið Frímann?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 00:03

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

við mikinn evrópusambandsinna og velti fyrir mér af hverju samtök þeirra af ýmsum toga fylkti liði inn á stjórnlagaþing.  Svarið var einfalt þó ekki hafi það komið í fáum orðum.

Það er til þess að sabotera ákvæði um forsetavald og áfríunarrétt, þ.e. þjóðaratkvæði. Það verður að velta þeim steini úr vegi eða allavega koma í veg fyrir að þessi ákvæði verði gerð skarpari. 

Það eru greinilega allar klær úti og heilindin alveg í takt við annað.  Ég hef áhyggjur af þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 00:49

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vantar framaná: Ég var að tala við...

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 00:50

7 identicon

Mannvitsbrekkan JR er augljóslega einhver af frammámönnum Samfylkingarinnar.  Sjálfsagt máva - og kattasmalinn Hrannar sjálfur.  Það sem frá honum kemur hérna reglulega er næst því sem hægt er að teljast vitræn gagnrök sem frá þeim sértrúarsöfnuðinum kemur.  Frábær sölumaður Evrópuspillingarinnar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 00:57

8 identicon

"JR" Veit ekki á gott með þessa mannvitsbrekku.

Sigasprandi í skjóli nafnleyndar og berandi allskonar lygar og óþvera á fólk sem vill sjá Ísland án ESB helsis.

Mjög gott dæmi um ómálefnalegan og rökþrota málstað ESB- trúboðsins á Íslandi og þeirra aftaníossa og það í skjóli nafnleyndar !  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband