ESB blekkir vísvitandi

Skýrsla Evrópusambandsins um aðlögunarviðræður við Íslands geymir þessa málsgrein þar sem metin er staða ríkisstjórnarinnar.

There are diverging views on the prospect of EU accession among the Icelandic political forces and population. A number of opposition parties as well as some members of the coalition oppose EU accession. Opinion polls show a mixed picture as regards EU membership. While membership as such remains a contested issue, support for the accession process has increased at the end of the reporting period with a majority in favour of conducting accession negotiations. 

Skýrsluhöfundar þykjast ekki vita að formaður annars stjórnarflokksins hafi beinlínis neitað því að ríkisstjórnin standi að umsókninni. Alvarlegast er þó að í einni og sömu setningunni, þeirri síðustu, nota höfundar tvö heiti yfir sama ferlið, fyrst aðlögun (accession process) og svo viðræður (accession negotitations). Þannig fá skýrsluhöfundar það út að fylgi sem mælist við viðræður sé fylgi við aðlögun. Aðlögun og viðræður eru á hinn bóginn sitthvað.

Evrópusambandið hefur sjálft varað við því að orðið viðræður (negotiation) sé villandi, samanber eftirfarandi

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them.

Vísvitandi blekkingar Evrópusambandsins á pólitískri stöðu mála hér á landi staðfesta laumuspilið og undirferlið sem einkenna innlimunarferlið. Ætlunin er að láta Íslendinga standa frammi fyrir orðnum hlut þegar aðlögunarferlinu lýkur - ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla verður upp punt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ótrúlegur farsi.  Verst hvað þeir ætla að fara langt á því að almenn enskukunnátta fólks nær ekki yfir Evrópusambandstorf.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband