Þriðjudagur, 9. nóvember 2010
ESB: hvalveiðar eru umhverfismál og á að banna
Í skýrslu Evrópusambandsins um aðildarviðræður við Ísland eru hvalveiðar flokkaðar sem umhverfismál og þess krafist er að hvalveiðar verði bannaðar við Ísland. Í skýrslunni krefst ESB þess að Ísland hleypi fjárfestum frá hinum 27 ríkjum sambandsins í íslensk útgerðafyrirtæki.
ESB fer einnig fram á að ný 30-40 manna ríkisstofnun verði sett á laggirnar til að sjá um greiðslumiðlun til bænda, en tveir starfsmenn sjá um þessi mál í dag.
Þá segir í skýrslunni að verið sé að gera lista yfir alþjóðasamninga sem Ísland hefur gert og verður að segja upp enda ætlar Evrópusambandið að sjá um utanríkimál fyrir Ísland í framtíðinni - líkt og Danir gerðu fyrir okkur í eina tíð.
![]() |
Aðildarferlið gengið vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er áhugavert með hvalveiðar. Það eru ekki bara Evrópumenn sem eru á móti hvalveiðum. Það er allur heimurinn!
Egill A. (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 15:38
Ef ESB myndi setja upp 30-40 manna greiðslumiðlunarstofnun myndi þá ESB ekki borga fyrir það líka?
Egill A. (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 15:38
Og hvað með það... hvað skila hvalveiðar miklu í þjóðarbúið?
Svo er alltaf fyndið að lesa menn væla um aðgang erlendra aðila að íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, þegar íslendingar sjálfir eiga í fyrirtækjum úti um allan heim, eru þannig fjölmörg skip á vegum íslendinga að veiða makríl fyrir miljarða á hverju ári úti fyrir ströndum Máritaníu (gert út frá Kanaríeyjum) Það er íslensk útgerð frá Þýsklandi, Kanada og fjölmörgum vanþróuðum ríkjum.... svo verðum verið alveg brjáluð ef það á einhver að fá að veiða hér..
Það er til orð yfir svona hegðun....
Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 15:53
Einu samningarnir sem þarf að segja upp eru samningar um verslanir á milli landa... Sem er fullkomlega eðlilegt, því það gengi varla upp ef ríki innan ESB gætu síðan gert krókaleiðasaminnga við ríki utan þess til að koma vörum inn á svæði sambandsins
Þú segist vera blaðamaður... hvað á svona fáráðlinga málflutningar að þýða.. viltu ekki bara fara aftur i Latabæ?
Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 15:56
Elín. ég veit ekki hvort það nái Latabæjarstandard sem þú segir en hér er orðréttur texti úr skýrslunni.
Iceland started work on a database providing an overview of all international agreements in the area of external relations that are relevant for EU relations. The database will indicate which agreements would have to be terminated and which ones would have to be renegotiated. This overview is meant to become the basis for developing an action plan needed in accession negotiations.
Páll Vilhjálmsson, 9.11.2010 kl. 16:09
"(n)ý 30-40 manna ríkisstofnun verði sett á laggirnar til að sjá um greiðslumiðlun til bænda, en tveir starfsmenn sjá um þessi mál í dag".
Þessi er góður. ESB telur greinilega nauðsynlegt að kenna okkur að svindla á kerfinu, eins og það hafi verið vandamál hjá Íslendingum hingað til. Ekkert minna en 30-40 sérþjálfaðir svindlarar duga.
Það var einmitt verið að tilkynna að 16. árið í röð eru endurskoðendur að hafna undirskrift reikninga sambandsins. Laumuspil í reikningum varðandi landbúnaðarmál er aðallega kennt um.
Spennandi störf í boði Samfylkingarinnar.
Ragnhildur Kolka, 9.11.2010 kl. 16:12
Ástæðan fyrir því að endurskoðendur ESB skrifa aldrei undir budget Evrópusambandsins er einfaldlega vegna þess að þeir vilja vera algerlega nákæmir þ.e. ESB er að viðurkenna að u.þ.b. 5% budgetsins hafi misfarist. Þetta er örugglega líka raunin á Íslandi en samt er þetta ekki skoðað.
80% af peningum ESB er dreift af stofnunum í aðildarlöndunum svo ef ESB endurskoðendurnir ætluðu að votta að hvert einasta land í ESB hefði í öllum kringumstæðum notað peningana nákvæmlega rétt þá væri það einfaldlega lýgi að þeirra hálfu. Aftur á móti rannsaka þeir þetta vel og telja að 95% peninganna fer á til aðila sem átti í raun að fá þá. Er þetta rannsakað á Íslandi. Er það t.d. rannsakað hvort hver einasti sem fær bætur eigi í raun rétt á þeim?
http://news.ninemsn.com.au/world/8121696/report-says-5-of-eu-spending-in-error
Egill A. (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 16:39
Dettur einhverjum í hug að svona skilmálar verði samþykktir í þjóðaratkvæði?
Þetta er hrikaleg staða. Að manni setur hroll!
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 17:37
.
Áttu þetta ekki bara að vera könnunarviðræður?
Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2010 kl. 18:00
Hvalveiðar eiga fullann rétt á sér..og okkur ber að halda veiðum áfram..við tökum okkar afstöðu sjálf..þurfum ekki einhverja Pappa Pésa frá Brussel segja okkur fyrir verkum?
Ægir Óskar Hallgrímsson, 9.11.2010 kl. 19:01
Og hvað segir þessi tilvitnun þín umfram það sem ég var að segja Páll?
Þeir samaningar sem þarf að segja upp eru verslunarsamningar íslands við aðila utan ESB
Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 21:09
Jú, Elín, í húfi eru ekki aðeins samningar um fríverslun heldur t.a.m. allir samningar sem Ísland hefur gert við aðrar þjóðir um veiðar úr deilistofnum. ESB um taka yfir þá samninga og við verðum í sömu stöðu og írskir og skoskir sjómenn eru í dag gagnvart okkur í markríldeilunni. Framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála í Brussel sér um alla samninga okkar við erlend ríki um veiðar.
Páll Vilhjálmsson, 9.11.2010 kl. 21:20
@Egill A, Endurskoðendur ESB hafa alltaf skrifað upp á efnahagsreikning ESB. Fréttir um annað eru einfaldlega rangar og hafa alltaf verið það.
Ragnhildur, Það er gjörsamlega óviðeigandi að Bændasamtök Íslands sjái um greiðslur þessar styrkja. Enda eru Bændasamtök Íslands hagsmunasamtök bænda á Íslandi og eiga ekki að koma nálægt stjórnsýslumálefnum bænda. Hvað þá að þeir komi nálægt greiðslu styrkja eins og gert er núna í dag.
Hvalveiðar á auðvitað að banna. Enda selst þetta kjöt ekki neitt og lítið flutt út af því núna í dag. Það er hinsvegar ljóst að Hvalur hf situr núna á mörgum þúsundum tonna af hvalkjöti sem ekki seljast. Elsta kjötið er frá árinu 2009 þegar hvalveiðar voru aftur leyfðar í kringum Ísland.
Jón Frímann Jónsson, 10.11.2010 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.