Siðlausir ráðgjafar

Capacent býður ,,þekkingu til að bæta árangur viðskiptavina á öllum sviðum og skapa þeim með því áþreifanleg verðmæti," segir á heimasíðu ráðgjafafyrirtækisins. Capacent státar af reynslubanka, segir ennfremur. Ekkert er minnst á nýlega reynslu fyrirtækisins að stofna til skulda sem aðrir eru látnir borga.

Kennitöluflakk Capacent er skýrt dæmi um siðlausan fyrirtækjakúltúr sem þreifst á útrásartímum. Þegar fíflska í fjárfestingum eða bruðl leiddi stefndi rekstri í gjaldþrot voru verðmætin hirt en skuldirnar skildar eftir.

Er ríkisvaldið ekki örugglega búið að setja kennitöluflakkarann í viðskiptabann? 


mbl.is Þrotabú vill rifta sölu á Capacent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Einhver nefndi við mig að þeir væru að undirbúa að breyta nafni sínu í Tapacent

Þorsteinn Siglaugsson, 9.11.2010 kl. 15:53

2 Smámynd: Alfreð K

Sammála Páli, þetta kennitöluflakk heldur áfram að viðgangast á Íslandi ár eftir ár (Hvar eru fjölmiðlarnir? Af hverju tæta þeir þetta ekki í sig?), þetta er fyrir löngu orðið að eins konar þjóðaríþrótt, þetta kennitöluflakk, og er auðvitað algjörlega siðlaust!

Alfreð K, 9.11.2010 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband