Mánudagur, 8. nóvember 2010
Ekkert ESB á þjóðfundi
Þjóðfundurinn sýndi engan áhuga á aðild Íslands að Evrópusambandinu, ekki frekar en þjóðin almennt. Áhersla þjóðfundar var á fullveldi og sjálfstæði Íslands. Á Evrópuvaktinni er ágætlega gerð grein fyrir niðurstöðunni og sett í samhengi.
Í niðurstöðum 1000 manna þjóðfundar sem efnt var til 6. nóvember til að fá viðhorf til þess sem leggja beri til grundvallar við gerð nýrrar stjórnarskrár fyrir lýðveldið Ísland er í köflum um land og þjóð og frið og alþjóðasamvinnu lögð áhersla á að Ísland sé sjálfstætt og fullvalda ríki og stjórnarskráin sé sáttmáli sem tryggi fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Þá er mælt fyrir um, að lögð skuli áhersla á samvinnu við aðrar þjóðir, sérstaklega á norðurslóðum. Engin þjóðanna á norðurslóðum á aðild að Evrópusambandinu. Fyrir vestan Ísland er um að ræða Bandaríkin, Kanada og Grænland. Fyrir austan Ísland eru Færeyjar, Noregur og Rússland. Grænlendingar sögðu sig úr Evrópusambandinu 1985. Norðmenn hafa tvisvar hafnað aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enginn færeysku stjórnmálaflokkanna hefur aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni.
Athugasemdir
Og við eigum að draga umsókn okkar tafarlaust til baka!
Sigurður Haraldsson, 8.11.2010 kl. 10:07
Ég endurtek, Við eigum að draga umsókn okkar til baka!
Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2010 kl. 12:02
Það er slatti af kafbátum Evrópusambandsinna að troða sér inn á lista stjórnlagaþings og nefnir Evrópusambandsþáttöku sem eitt af markmiðum og baráttumálum þar.
Algerlega með ólíkindum að nokkrum detti það í hug að það hafi eitthvað með endurbætur á stjórnarskrá að gera, en samt...
Samtökin sterkara Íslan eru greinilega ötul við að koma sínum að og er slíkt svo hróplega í andstöðu við markmið og ákall þjóðfundar að ég á varla orð.
Einn af öfgatrúarevrópusinnum þessara samtaka er Ásdís Hlökk Theoórsdóttir, sem spammar framboð sitt um allt netið. Mér þætti gaman ef einhver nennti að kanna hvort fleiri í þessum samtökum ætla þarna inn til að rugla umræðuna með ótengjanlegum evrópusambandsáróðri og tröllheimsku, flugumennsku og lobbyisma a' la Samspillingin. Já eiginleg hvort frambjóðendur hafa einhver tengsl við samtök eða stofnanir sem eru að ota sínum tota.
Ég er nokkuð sannfærður um að st´ro hluti frambjóðenda er með einhver hulin markmið hér og því í algerri andstöu við markmið þeirrar hugmynar, sem að baki liggur. Er þjóðinni við bjargandi ef ekki er einu sinni hægt að gera þetta án þess að spilling og undirróður komi nærri?
Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2010 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.