Mánudagur, 8. nóvember 2010
Ríkisyfirtaka á Reykjanesbæ
Árni Sigfússon og félagar hans í Reykjanesbæ hafa sýnt sig ónýta rekstramenn með áhættuhneigð spilafíkla. Bæjarsjóður, höfnin og SparKef er allt í þrot og sænskt skúffufyrirtæki er komið með krumlurnar í HS-Orku. Ríkisvaldið á ekki að lyfta litla fingri til hjálpar Árna og fíklunum nema þeir segi sig frá rekstri, völdum og áhrifum í bæjarfélaginu.
Með yfirtöku ríkisins á rekstri bæjarins skapast skilyrði til að vinda ofan af glæpaverkinu sem var að selja HS-Orku til braskara.
Vill fresta öllum afborgunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þau klikka ekki hjá þér vindhöggin frekar en fyrri daginn -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.11.2010 kl. 06:51
Það voru öll sveitarfélögin á suðurnesjum sem seldu ekki bara Reykjanesbær. Það skal hafa í huga. Sú ákvörðun var röng eins og við sjáum í dag. Reykjanesbær hefur þó hangið á sínum eignarhlut eins lengi og hann gat á meðan hin sveitarfélögin hafa hirt vextina af sínum sölupeningum.
Jón B G Jónsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 09:36
Orð í tíma töluð Páll!
Sverrir Kr. (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 10:57
Mér sýnist þú draga full víðtækar ályktanir, eins og fyrri daginn, þegar kemur að Reykjanesbæ. Þarna var þó verið að koma atvinnstarfssemi í gang eftir brotthvarf hersins. Það er alltaf áhætta falin í slíku.
Á Álftanesi fór allt til fjandans vegna flottræfilsháttar og hreinnar óráðsíu með tékkheftið. Sé þig aldrei minnast á það.
Ragnhildur Kolka, 8.11.2010 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.