Fimmtudagur, 4. nóvember 2010
Taugastríð á alþingi
Tilboð Jóhönnu Sig. til stjórnarandstöðunnar um að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina er liður í taugastríði á alþingi sem á eftir að magnast næstu daga. Markmiðið er að sitja ekki uppi með Svarta Pétur; bera ábyrgð á stjórnleysi.
Stjórnarandstaðan á að svara með tilboði til Vinstri grænna um að mynda minnihlutastjórn í fjóra mánuði.
Við lifum áhugaverða tíma.
Athugasemdir
Af hverju ætti stjórnarandstaðan að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina? Halldór og Árni nýbúnir að fá fín djobb. Allt í lukkunnar velstandi. Ertu ekki að mislesa stöðuna Páll?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 19:33
Það var ekki kræsandi sem stórnarandstaðan bauð upp á í dag.
N1 pabbastrákarnir verða bíða enn um sinn með næstu helmingaskiptastjórn.
Oddur Ólafsson, 4.11.2010 kl. 19:47
Páll Vilhjámsson hvað þarf maður að vera með langa skólagöngu til að skrifa svona texta ?
,,Stjórnarandstaðan á að svara með tilboði til Vinstri grænna um að mynda minnihlutastjórn í fjóra mánuði."
Það er ágætt hjá þér að vera með skrifin þín hjá náhirðinni !
Það stendur á andliti þín Neeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeiiiiiiiiiii , og svakalegur fílusvipur !
JR (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 23:02
Er ekki djei Err bara í fílu?
Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2010 kl. 01:18
Hvenær gerum við alvöru árás á mafíuna?
Sigurður Haraldsson, 5.11.2010 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.