Fimmtudagur, 4. nóvember 2010
Jóhanna hótar þjóðinni
Hótun Jóhönnu Sig. um að sitja út kjörtímabilið er ósvífni sem gerir ekki annað en að magna andstöðuna við ríkisstjórnina. Valdahroki Jóhönnu verður naktari eftir því sem málefnafátækt stjórnarinnar eykst. Ríkisstjórnin talar niður til fólks og það sem hún segir er tómt rugl og í engu samræmi við verkefni stjórnarinnar.
Þjóðin kaus sér nýtt alþingi fyrir hálfu öðru ári til að gera tvennt. Í fyrsta lagi að reisa við efnahag landsins eftir hrun. Í öðru lagi að gera upp pólitískt og siðferðilega við hrunvalda.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. réð ekki við verkefnið. Hún kveikti elda í stað þess að lægja öldur; gerði fyrrum ráðherra Samfylkingar ósakhæfa.
Ef enn er til ærlegur þráður í Jóhönnu Sig. segir hún af sér og boðar til kosninga.
Jóhanna: sit út kjörtímabilið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja, haldið þið að það væri munur að fá t.d. Jón Gnarr eða jafnvel Bubba Morthens sem forsætisráðherra.
Serafina (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 07:51
Mér finnst þetta skelfilegt.
Þetta þýðir bara eitt: Kreppan á bara eftir að versna vegna þess að Jóhanna og co. eru bara ekki að gera neitt í atvinnumálum landsins.
Svo er ég líka viss um, að þó að það yrði kosið og Jóhanna og co. yrðu kosin út úr landsmálanum, þá myndi heita neita að víkja og sitja sem fastast.
Bjarni Viðars (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 08:34
Hvernig er það Palli, getur þú ekki beðið meðan lýðræðislega kjörin stjórn klára kjörtímabilið, eða hefur hún ekki leyfi ykkar frjálshyggjumanna til þess? Getur þú ekki beðið með að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda? Trúir þú enn á frjálshyggjuna? Hvernig var það, sagðir þú ekki í Silfri Egils að þú hefðir kosið VG, eða var það bara sagt af því það hentaði tilefninu þegar þú varst að tala um svik VG við kjósendur sínar vegna ESB? Ég gef lítið fyrir þennan pistil, skrifaður sem tilraun til að feykja vindi.
Valsól (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 09:04
Vandamálið er, að það er meira framboð af Jóhönnu heldur en eftirspurn. En okkur SKAL refsað fyrir það að hafa haft Sjálfstæðisflokkinn við völd í 18 ár. Það er svona nokkurnveginn tilfinningin sem ég hef.
Sigríður Jósefsdóttir, 4.11.2010 kl. 09:37
Hún mun sitja þar til ESB málið er í höfn enda er hún og Össur með Umsókn um aðild sem er án skilyrða. Það er hvergi tekið fram í umsókninni að það séu skilyrði en mikið að veganesti til að moða úr. http://www.mbl.is/media/79/1579.pdf og lesið síðustu málsgreinina.
Valdimar Samúelsson, 4.11.2010 kl. 10:05
Er hjartanlega sammála Valsól. Fyrirsögnin á þessu bloggi og innihaldið er til vansa þeim sem ritaði og bendir ekki til að viðkomandi sé fylgjandi lýðræði. Það gengur ekki að hér sé kosið á hverju ári. Jóhanna hótar ekki þjóðinni heldur segist hún gera það sem hún var kjörin til - klára kjörtímabilið. Ég held það yrði upplit ef hún léti ýta sér til hliðar af því að það eru svo "mikil mótmæli".
Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 10:40
Dellupistill er þetta.
Þurfum að þrauka með þessa stjórnmálaflokka á meðan ekkert betra býðst.
Allavega fram yfir stjórnlagaþingið.
Guðgeir Kristmundsson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 11:28
Burtu með flokksræðið endurvekum lýðræðið!
Sigurður Haraldsson, 4.11.2010 kl. 12:15
Já, þetta Samkurls pakk er að farast úr hroka. Einn stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar lýsti því blákalt yfir um daginn að allir sem mótmæli aðgerðum hennar séu nazistar! Ég held þetta lið ætti bara að taka lyfin sín eða fara á hæli ef þau virkilega trúa þessu.
Kári (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 13:30
Annar hálfviti sem styður ríkisstjórnina, og býður sig fram til stjórnlagaþings, haldandi að einhver nenni að mæta á kjörstað til að kjósa varðhunda ríkisstjórnarinnar, geltandi á múginn og sleikjandi tærnar á húsbændum sínum, að allir sem fari á mótmæli séu sambærilegir "Tea Party" fólki í Bandaríkjunum. Þannig að í hans huga er sérhver fátæk móðir á vonarvöl þarna úti einfaldlega dæmigerður Bandarískur repúblikani sem hefur fengið leið á "sósíalisma", eins og þetta pakk dirfist að kalla svikula ráðamenn þessarar þjóðar, og hæðast þannig að ALVÖRU sósíalistum, sem myndu ekki einu sinni vilja taka í hendina á svona PAKKI! Svona er þetta lið blindað af hroka, snobbi og mannvonsku. Þau líta á okkur sem heilalausa þræla til að sparka í og hafa krýnt sig sjálf til keisara og gera sér enga grein fyrir viðurstyggilegri meðalmennskubrælunni sem angar af þeim langar, langar leiðir. Niður með þessa andlýðræðislegu og stórhættulegu þjófa! Og passið ykkur á hvern þið kjósið á stjórnlaga þing! Þar er fullt af fólki að bjóða sig fram af tómum Napóleons komplex og yfirráðasýki, fyrir sínar einkahugmyndir um samfélag okkar eða sérhagsmunahópa, sem ber enga virðingu fyrir vilja hins almenna borgara, og eru ekki alvöru lýðræðissinnar! VARÚÐ!!!!!
Kári (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 13:36
Kristín og Valsól
Var sama hljóð í ykkur þegar boðað var til síðustu kosninga?
Mæli síðan með að þið kynnið ykkur málin áður en þið tjáið ykkur (beint að Valsól sér í lagi). Sá sem skrifar á þessu bloggi var Allaballi og síðan Samfylkingarmaður svo að tala um frjálshyggju og að það henti honum að segjast hafa kosið VG eru ummæli sem ekki eru svaraverð eins og kannski best sést á að hann svarar ykkur ekki
jón sigurðsson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 16:27
Enginn ærlegur þráður er til í þessari konu eða valdasjúklingunum sem sitja í skjóli hennar en nýta hvert tækifæri til að baktala hana.
Ógeðslegt fólk.
Karl (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 18:14
Tek undir orð Jóns Sigurðssonar að svona fólk er ekki svaravert og vil hrósa þráðarhöfundi fyrir að virða svona lið ekki viðlits. Það er tímasóun að ræða við heilaþvegna uppvakninga og fáráðlinga sem þjást af jafn djúpstæðri og alvarlegri þrælslund. Ég er sjálf borin og barnfædd vinstrimanneskja, jafnaðarmaður af heilum hug og hjarta, lífi og sál, og ég myndi aldrei tala um svona pakk eins og þessa ráðherra með snefil af virðingu eða reyna að verja það, svoleiðis gera ekki alvöru vinstrimenn, bara gerfimennirnir sem vinstrimenn verða að losa sig við sem fyrst ef hægri öflin eiga ekki að hafa sigur hér um aldur og æfi út af því hvernig þessir loddarar og tækifærissinnar sem dirfast að kenna sig við sósíalisma eru búnir að leika landið með ekkert nema eigin hagsmuni og heimsku að leiðarljósi.
Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 19:08
Heyr! Heyr! Ég gæti ekki verið meira sammála Guðrúni! Við þessa svokölluðu "vinstrimenn" hef ég ekkert að segja nema : MEÐ SVONA "VINI", HVER ÞARF Á ÓVINUM AÐ HALDA?! Eins og Kaninn segir: With friends like these, who needs enemies? Ef sólsíalisminn mun bíða eilífan ósigur hér á landi verður það út af þessum svikurum og glæpamönnum á alþingi. Niður með elítistana! Lifi jafnrétti! Varist úlfa í sauðagærum. Varist eftirlíkingar! Lifi ALVÖRU vinstrimenn! Niður með Steingrím! Niður með Jóhönnu!
Alli (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 19:11
Fyrirsögn fréttar er nátúrulega hugsuð fyrir sjallabloggarana hérna að koma með upphrópanir og ofsamennsku allrahanda. Þannig er þetta hugsað. Própaganda 101. því sem vitað er þá hugsa sjallar ekkert mikið og lesa afar takmarkað (mesta lagi fyrirsögn) eða fræðast um nokkurn hlut enda hafa þeir ekkert áhuga stjórnmálum per se heldur vilja bara græða á daginn og grilla á kvöldin.
Svona var þetta læv: (ef moggin lýgur því þá ekki nda afar óvandaður fjölmiðll sem kunnigt er)
,, Þú minnist á að þið séuð hálfnuð. Sérðu fyrir þér að þessi stjórn ljúki kjörtímabilinu?
„Já. Auðvitað stefnum við að því að ljúka þessu kjörtímabili og það er ágætt að þessir menn sem eru að gagnrýna okkur svona hart muni eftir því hvert er nú upphafið að þessum erfiðleikum sem við erum glíma við og hvort það sé nú ekki betra að ná saman um þau úrlausnarmál sem þjóðfélagið á við að etja heldur en að ala á sundrungu. Það eru mín skilaboð til þeirra,“
Hvað er málið? Auðvitað stefnir stjórnin að því. Nema hvað. Svo barnaleg umræða og hálfvitalega af sjöllum að fádæmi ef ekki einsdæmi er glóbalt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.11.2010 kl. 21:52
Þú ert EKKI vinstrimaður Ómar. Olaf Palme hefði ekki litið við svona flokkshundi sem geltir hjáróma á alla sem stugga við húsbændum hans, svikurum sem láta börn leita í öskutunnunum að mat, til að geta eytt fé skattborgara í eigin hagsmuni og prívat hugsjónir frekar en virða lýðræðislegar hugsjónir þjóðarinnar og reyna að tryggja það sem alvöru vinstristjórnum á hverjum tíma er kærast, jöfnuð og velsæld allra borgara, en þetta er RÍKISSTJÓRNIN SEM ÓGILTI DÓM LÝSINGAR! Ríkisstjórnin sem vanvirðir eigin borgara, lög og reglur, hæstaréttardóma og lýðræðið sjálft...maður spyr, hvers vegna? Ef maður bara borgar henni undir borðið? Annað rökrétt svar er ekki til.
Vinstrimaður (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 22:55
Hættið þessu skítkasti út í aumingja konuna! Hún getur ekkert að því gert að hún sé lesbía! Rasistar!
xS 4ever (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 23:24
Í tíð "vinstristjórnarinnar" hefur fátækt aukist til muna og kjör lítilmagnans hríð versnað, auk þess sem þessari stétt lítilmagnanum hefur fjölgað sem aldrei fyrr. Lítil börn róta nú í ruslinu í leit að mat og gamalmenni eru borin út á götu, og við erum orðin eina ríkið í okkar heimshluta sem neitar sumum ungmennum um skólagöngu, þó þau hafi náð öllum samræmduprófum, út af niðurskurði í menntakerfinu. Á sama tíma er hvergi skorið niður í yfirbyggingunni og milljörðunum sem hefði verið hægt að eyða í að laga mennta- og húsnæðismál og hjálpa bágstöddum öllum kastað á bálið í Brussel. Þetta hyski er ekki vinstrimenn. Ég er vinstrimaður. Vinstrimenn eru lýðræðislega hugsandi fólk sem sólundar ekki fé þjóðarinnar í einkahobbý sín, esb þruglið, meðan börnin róta í ruslatunnunum, heldur virðir jafnrétti manna og vilja fólksins og reynir að tryggja jöfn lífskjör allra. Þessi ríkisstjórn er aftur á móti tilbúin að brjóta lög og reglur í auðvaldsdýrkun sinni, í því skyni að sleikja sig upp við auðvaldið á kostnað almennings. Hæstaréttardómar eru jafnvel hunsaðir, svo sem gerðist í tilfelli Lýsingar, en dómurinn sem þá féll hefði getað forðað þúsundum frá gjaldþroti og vonarvöl. En ríkisstjórnin sýndi með því að hunsa þann dóm, nokkuð sem er víða ólöglegt og hefði eitt og sér nægt sem brottrekstrarsök fyrir ríkisstjórnina, þar sem þrískipt vald er tryggt með lögum í stjórnarskrá, sitt rétta eðli og fyrir hvern hún starfar í raun og veru. Annað hvort voru þau aldrei vinstrimenn, heldur bara Trójuhestar, eða þá eru þau pólítískar mellur sem einhver ill öfl borga undir borðið. Aðrar skýringar standast ekki nánari athugun. Síst af öllu gjammið í nýju trúarbrögðunum hans Steingríms sem hafa gert Davíð Oddsson að allsherjar grýlu og djöfli sem allt sem miður hefur farið í veraldarsögunni er að kenna, og gerir hans menn stikkfría frá öllu og þeir geta jafnvel notað tilvist Davíðs Oddssonar sem afsökun til að fremja hvaða glæp sem er "Skrattinn freistaði mín" = "Davíð neyddi mig til þess", en einungis einfeldningar taka svona bókstafstrú og óráðshjal trúanlegt, burtséð frá hvað manni þykir persónilega margt miður í fari pólítíkur Davíðs Oddsonar. Sannleikurinn blasir við. Þau eru kannski lýðræðislega kjörin, en það var Hitler nú líka. Lýðræðissinnar eru þau ekki, það hafa þau sýnt með að marg brjóta á fólkinu í landinu, jafnvel í trássi við Hæstarétt, sem þau óvirða eins og þeim sýnist. Hvort sem þau eru að þiggja mútur eða annað kemur til, þá eiga þau ekki skilið að sitja þarna lengi. Sagan sýnir að það að láta fasista og elítista sem óvirða sitt eigið fólk sitja í skjóli "lýðræðis" er stórhættulegt og veit ekki á gott. Við höfum valið, annað hvort kveðjum við land vort og þjóð bless, frelsi vor og mannréttindi, kjör og auðlindir......eða ríkisstjórn þessa. Við höfum þetta val ekki mikið lengur. Tíminn líður hratt að úrslita stund. Láttu ekki þitt eftir liggja http://www.utanthingsstjorn.is
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 01:47
Ég verð nú bara að spurja Jón, hvar hefur þú séð lítil börn róta í ruslatunnum í leit að mat??
Hvurslags málatilbúnaður er þetta.
Karl Ingolfsson (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 11:39
Þessi ríkisstjórn hefur það eitt að markmiði að gera hlutina eins erfiða og mögulegt er að búa hérna og reka fyrirtæki hérna. Svo munu þeir koma með algera töfralausn sem mun gerbylta öllu s.s ESB og þeir íslendingar sem verða ekki búnir að flýja munu gleypa þetta því þetta verður sett þannig fram að þetta verði eina lausnin. Þessari ríkisstjórn verður að koma í burtu til þess að uppbygging geti hafist, það þýðir ekkert endalaust að koma með nýja skatta og nýjar álögur á alla til þess að stemma stigu við fjárlagahalla og á sama tíma er verið að sólunda þvílíku fé í allskyns vitleysu eins og t.d Hörpu. Væri ekki sniðugra að hætta þessari hörpu vitleysu og reka heilbrigðiskerfið eins og hjá vestrænu ríki.
hjörleifur (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 12:07
Hvernig dirfistu að bera upp á fólk lygar, Karl? Ekki virðist þú mikill aðdáandi sannleikans að gera það að órannsökuðu máli. En þín manngerð stingur alltaf höfðinu í sandinn til að sjá hvorki né heyra meðan aðrir svelta! Það hefur mjög mikið verið talað um þetta undanfarið, eins og þú hlýtur að vita nema þú búir erlendis. Ég hef heyrt nokkra aðila tala um að hafa horft upp á svona undanfarið, og þó sjaldnast sé hlaupið með slíka harmleiki í blöðin kemur það fyrir: http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/hvert-er-thetta-land-ad-fara-gekk-fram-a-9-ara-dreng-rota-i-rusli-eftir-dosum---vantadi-mat
Þú heldur kannski þetta sé bara lygi líka? Og að mæðrastyrksnefnd ljúgi að verða reglulega uppiskroppa með mat ? Skammstu þín flokkshundur!
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 19:55
Slappaðu af Jón, þú veist ekkert um mig eða mína manngerð og vertu nú ekki að setja þig á háan hest. Þú talar fjálglega um að það sé orðið þannig ástandið að börn séu farin að róta í rusli í leit að mat. Og spurningin var Hvar hefur þú séð börn róta í rusli eftir mat?
Ég er alls ekki að gera lítið úr hlutunum, og þessi frétt sem þú vísar í, jú þetta er náttúrulega hræðilegt, en þú lætur þetta hljóma eins og að svona sé ástandið orðið á hverju götuhorni. Það setti ég spurnigamerki við og var einungis að inna eftir því hvort þú hafir orðið vitni að þessu sjálfur.
Og hvaða rétt hefur þú til að kalla mig hund? Þessi dónaskapur er fyrir neðan allar hellur.
Karl (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 00:25
Hvað er að þér Karl? Er ekki nógu alvarlegt að nokkur svona tilfelli hafa komið upp undanfarið? Er þá ekki full ástæða til að hafa einmitt áhyggjur af því að þetta verði svona "á hverju götuhorni" ef þessi fjórflokksskrýmsli yfirgefa ekki bygginguna, annað hvort af fúsum og frjálsum vilja eða verði neydd þaðan út? Ég ber enga virðingu sem hafa meiri hollustu með sínum eigin flokki en saklausum ungmennum sem ráðherrar sparka í með gerðum sínum.
Guðrún (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.