Jóhanna er í pólitískum farsa

Dauðastríð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. verður æ farsakenndara. Í kvöldfréttum RÚV segir að stjórnarandstaðan hafi gengið á dyr af fundi með forsætisráðherra. Jóhanna kemur eins og álfur út úr hól og segist ætla að leggja fram efnahagsfrumvörp í nafni ríkisstjórnarinnar eftir að stjórnarandstaðan afþakkaði samstarf.

Einhver sem hefur trúnað Jóhönnu þarf að segja henni að venjan er sú þegar meirihlutastjórnir eru við völd að þær leggi fram frumvörp á eigin vegum en biðji ekki um leyfi stjórnarandstöðu.

Þessar vendingar eru svo hallærislegar að maður er farinn að vorkenna ríkisstjórninni og Samfylkingunni sérstaklega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Er það nema Hrannar Bé Arnarson ?

Einar Guðjónsson, 3.11.2010 kl. 19:43

2 identicon

Ótrúlegt.  Hún komst að því miðað við viðtalið að stjórnin hefði me3irihluta á þingi......  (O:

Það væri synd að segja að hún virðist vera að sligast undan mannsvitinu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 20:39

3 identicon

Dauðastríð ríkisstjórnarinnar. Það er nú teygjanlegt hugtak, Páll. Næringarskortur er til dæmis eitt algengasta banamein jarðarbúa, en fólk deyr ekki á fáeinum dögum úr honum. Ég er svartsýnismaður og spái því, að ríkisstjórnin sitji í fjögur ár, því að hún og þingmenn hennar þori undir engum kringumstæðum að efna til kosninga.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband