Mánudagur, 1. nóvember 2010
Allt búið, Dýrafjarðar-Jóhanna
Vinstristjórn Jóhönnu Sig. er pólitískt slys. Þjóðin bauð Samfylkingu og Vinstri grænum til hásætis en skötuhjúin Jóhanna Sig. og Steingrímur J. endurguldu traustið með heimsku, hroka og handvömm. Sjö af hverjum tíu kjósendum eru á móti stjórninni.
Samfylkingin hefur ekki mæst minni í skoðanakönnun í níu ár og er á góðri leið að verða áhrifalaus jaðarflokkur.
Ruslahaugur sögunnar bíður eftir líkinu af fyrstu og síðustu ríkisstjórn lýðveldisins sem aðeins er skipuð vinstriflokkum.
Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjóðin ætti að átta sig á að ónýta flokkadraslið á Alþingi tefur fyrir umbótum. Engu máli skiptir hver þeirra situr í stjórn, hugmyndafræðin er ónýt.
Loddarar setja fram svokallaðar lausnir til að freista þess að ná aftur völdum.
Við þurfum algera uppstokkun. Jafnvel að leysa upp og banna gömlu flokkana eins og hver önnur hryðjuverkasamtök.
Ég vil leggja slíkan grunn á Stjórnlagaþingi. Framboð mitt er Nr. 7176. Nánar á: www.austurvollur.is
Ástþór Magnússon Wium, 1.11.2010 kl. 20:49
Ekki væri það vitlaust að gömlu flokkarnir yrðu bannaðir og ólýðræðislegastur þeirra er að líða undir lok eins og búast mátti við. Jóhönnu, Össuri og co. var nær. Pólitískt ofbeldi verður aldrei liðið lengi.
Elle_, 1.11.2010 kl. 21:06
Þarna missti þau af tækifæri lífs síns,þekktu ekki sinn vitjunartíma. Er með í huga ritgerð sonar míns Júlíusar St.Kristjánssonar,sem hefur nú verið ritrýnd í H.Í Var áheyrandi fyrirlesturs hans í Háskólanum 28.þ.m.,auðvitað mikið stytt. Hún heitir "Leiðtogi í góðæri,skúrkur í kreppu" fjallar um áhrif styjórnunar af tíðarandanum.
Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2010 kl. 21:45
Hafðu engar áhyggjur Páll, S & J ætla að sitja kjörtímabilið á enda sama hvað á dynur og hætta svo með góðan eftirlaunapakka sem er stjórnarskrárvarinn eignarréttur þar sem þau ætla ekki að breyta umdeildum eftirlaunalögum...
Sjáðu bara til.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 21:46
Sæll.
Mikil vanþekking á orsökum kreppunnar er augljós nánast hvert sem litið er hérlendis. Sjálfstæðisflokkurinn er ranglega nefndur hrunflokkur og skilst mér að bara hérlendis sé efnahagshrunið hengt á einn flokk. Er hrunið í Bretlandi þá honum líka að kenna? Það segir okkur að hérlendis hefur mönnum liðist að bulla og þvaðra og hefur markmiðið augljóslega verið það að villa kjósendum sýn. Það hefur virkað alveg ótrúlega lengi en nú er fólk að átta sig á því hvers kyns mistök það voru að koma núverandi flokkum til valda. Það versta er þó hve agalega linir þingmenn flokksins hafa verið að útskýra fyrir kjósendum að vinstri elítan fer með fleipur. Þeir eru kannski bara ekki betri en þetta.
Klúðrið hjá Sjöllunum var að færa sig nær miðju en góðu hófi gegndi. Hérlendis var engin frjálshyggja ríkjandi (þó því hafi verið haldið fram) en það sést best þegar litið er á það hve ríkið þandist mikið út frá ca. 2000. Það er heldur ekki frjálshyggja að bjarga 3 illa reknum einkabönkum, þeir áttu að fá að fara á hausinn. Kanarnir létu t.d. 104 banka fara á hausinn 2008.
Svo er nú þetta stjórnlagaþing þvílík endemis vitleysa að það nær ekki nokkurri átt. Væri ekki nær að fara eftir stjórnarskránni áður en henni er breytt? Atvinnustarfsemi er bönnuð hér þó slíkt sé óleyfilegt í stjórnarskránni. Svo hafa snillingarnir sem nú stjórna ekki getað sagt okkur hvaða grein stjórnarskrárinnar orsakaði hrunið. Nú fáum við sjálfsagt marga liðléttinga í að krukka í mikilvægasta plagg landsins af algeru skilningsleysi. Já, látum sveitalúðana sækja sér heilbrigðisþjónustu um langan veg svo við getum haldið tilgangslaust stjórnlagaþing. Frábært. Byggjum tónlistarhús frekar en halda uppi skólum og heilbrigðiskerfinu. Læknar flýja land unnvörpum. Ætli einhvers konar hringleikar séu ekki næstir svo fólk gleymi því að það á ekki til hnífs og skeiðar.
Að banna gömlu flokkana er ekki leyfilegt, þökk sé stjórnarskránni. Við skulum ekki ganga lengra en ríkisstjórnin hefur gert í sovétskum aðgerðum. Frelsi er uppspretta alls þess sem merkilegt er. Eftir því sem frelsi er aukið eykst velmegun. Það skilja vinstri flokkarnir ekki.
Jon (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 21:51
Heyr heyr!
Baldur (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 21:56
Vissulega var rangt að kenna einum stjórnarflokki um fall bankanna, Jon. Voru það ekki mest núverandi stjórnarflokkar og hollustumenn þeirra sem það gerðu? Og þeir sömu og nú vilja endilega skrifa nýja stjórnarskrá á kolröngum tíma? Og til hvers?? Vilja líka draga okkur undir erlent vald með góðu eða illu og koma yfir okkur ICESAVE. Það er svona pólitík sem ætti að banna.
Elle_, 1.11.2010 kl. 22:39
Hennar tími er kominn......
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 00:39
Guði sé lof og dýrð. Það er vonarglæta fyrst fólk er farið að sjá í gegnum þessa landráðamenn!
M (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 07:26
Jón hefur ýmislegt til síns máls.
Sú staðreynd að hefur hafa vaðið upp bullarar og pólitískir flokkssnatar er fyrst og fremst til marks um hversu hrikalega léleg fjölmiðlun er rekin í þessu landi.
Það á við um alla miðla. Blöðin eru á valdi hagsmunaafla og hafa að auki ekki fjárhagslega burði til að reka almenninlega fréttaþjónustu.
Ríkisútvarpið virðist gjörsamlega lamað. Silfur Egils er ólýsanlega vondur þáttur og þetta er helsti pólitíski umræðuþátturinn í landinu.
Ég tel að hvergi á vesturlöndum sé rekin lélegri fjölmiðlun en hér.
Það er beinlínis hrikalegt við þær ástæður sem nú ríkja að ekki sé völ á boðlegri fjölmiðlun í landinu.
Rósa (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.