Hvert fer pólitíska frumkvæðið?

Sjálfstæðismenn ætla ekki að láta  vinstriflokkana plata sig upp í stjórnarsængina sem er skíðlogandi. Tillögur Sjálfstæðismanna um að draga tilbaka skattahækkanir eru öndverðar við stjórnarstefnuna. Skattar eru gamalt og nýtt áhugamál sjálfstæðismanna og gæti skilað þeim árangri.

Þverrandi líkur á þjóðstjórn eykur möguleika á kosningum. Það liggur í augum uppi að sá stjórnmálaflokkur sem mætir kröfum almennings um kosningar er líklegur til að hrifsa pólitískt frumkvæði.

Sjálfstæðisflokkurinn á að sýna meira þor og bjóðast til að verja starfsstjórn Vinstri grænna vantrausti gegn því að gengið verði til kosninga í febrúar. Framsókn yrði með í þessum leiðangri.

Sá sem nær pólitíska frumkvæðinu sleppur við svarta Pétur.

 


mbl.is Vilja draga skattahækkanir til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Páll, þetta er tóm óskhyggja. VG eru búnir að vera. Sjálfstæðisflokkurinn óbreyttur frá fyrri tíð á ekki möguleika í kosningum nú. Framsókn hefur endurnýjað ásýndina - en ekki traustið.

Samfylkingin er eina flokksaflið sem kann að spila eftir aðstæðum, og þar með líklegast til þess að ná frumkvæðinu. Viljum við það?

Kolbrún Hilmars, 1.11.2010 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband