Samfylkingin er ónýtt verkfæri í utanríkismálum

Umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu opnaði tvennar vígstöðvar Samfylkingarinnar. Annars vegar heimavígstöðvarnar þar sem Samfylkingin þurfti að verja gerræðið sem flokkurinn sýndi með því að beita Vinstri græna pólitískri fjárkúgun og þar með knýja fram minnihlutamál á kostnað meirihlutavilja þjóðarinnar. Hins vegar gagnvart Evrópusambandinu þar sem Samfylkingin varð að koma fram af myndugleik er hæfði ríkisstjórnarflokki.

Samfylkingin er á undanhaldi á báðum vígstöðvum. Hér heima er Samfylkingin einangruð með umsóknina. Flokkurinn fær hvergi stuðning; ekki í stjórnmálalífinu, ekki hjá neinum hagsmunasamtökum og alls ekki hjá þjóðinni.

Vegna vangetu Samfylkingarinnar að afla umsókninni stuðnings hér heima stendur er flokkurinn Íslendingum ónýtt verkfæri í utanríkismálum og sérstaklega í samskiptum við Evrópusambandið. Umboðsleysi Samfylkingarinnar kemur niður á þreki flokksins til að vinna íslenskum hagsmunum framgang erlendis, þar með talið í Brussel.

Samfylkingin verður okkur dýr.


mbl.is Vísa ekki til sérstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hlynntur aðild að ESB.

Hins vegar er ég sammála höfundi.

Samfylkingin er ónýt og ofbeldið sem flokkurinn beitti í aðdraganda umsóknarinnar hefur sennilega gert aðild Íslands að ESB.

Þar gerði Samfylkingin hrikaleg pólitísk mistök sem verða þjóðinni og þessum dapurlega flokki dýr.

En hvers vegna ver VG enn umsóknar- eða aðlögunarferlið?

það er stóra spurningin.

Karl (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 13:44

2 identicon

AFSAKIÐ!

Þarna vantar . . .

Samfylkingin er ónýt og ofbeldið sem flokkurinn beitti í aðdraganda umsóknarinnar hefur sennilega gert aðild Íslands að ESB AÐ ENGU.

Karl (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 13:45

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er fátt sem sýnist í þjóðfélaginu um þessar mundir - og etv hefur Karl hitt naglann á höfuðið?

Því má alveg ímynda sér að Samfylkingin meini í rauninni ekki neitt með þessu ESB hjali og hafi vísvitandi skemmt fyrir aðildarhorfunum - líka hitt að hinn raunverulegi ESB sinni sé flokkur VG...

Kolbrún Hilmars, 29.10.2010 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband