Fimmtudagur, 28. október 2010
Samfylkingin ritskoðar ESB-umræðuna
Fyrir hönd Samfylkingarinnar og aðildarsinna krefst formaður þingflokks Vinstri grænna, Árni Þór Sigurðsson, að orðið ,,aðlögunarferli" verði ekki notað í fyrirspurn það ferli sem Ísland er í gagnvart Evrópusambandinu. Samfylkingin og Árni Þór vilja kalla það ,,umsóknarferli".
Evrópusambandið kallar ferlið ,,accession process." Rétt þýðing er aðlögunarferli enda gerir ferlið ráð fyrir aðlögun umsóknarríkis að lögum og reglum Evrópusambandsins.
Samfylkingin vill ritskoða umræðuna um Evrópusambandið til að halda á lífi þeirri blekkingu að um óskuldbindandi viðræður sé að ræða. Vill Samfylkingin ekki bara kalla ferlið ,,kaffiboð í Brussel"?
Vilja ekki ræða um aðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vandræðagangurinn er algjör vegna þess að þessi hörmulega ríkisstjórn óttast það eitt að missa völdin.
VG viðheldur lýginni og blekkingunni með því að neita að kalla hlutina réttum nöfnum.
Og þannig vonast þessi lýður til að halda í völdin enn um sinn undir fourtsu Steingríms Sigfússonar sem slegið hefur öll met í hentistefnu og sviknum kosningaloforðum.
Þetta er aðlögun að ESB og ekkert annað.
Sú aðlögun er fagnaðarefni.
Karl (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 18:17
Formaður utanríkismálanefndar setur fram mjög sérstaka ósk, samkvæmt því sem fram kemur í fréttinni.
Undirrituðum sýnist að menn séu tilbúnir til þess að steypa veruleikanum á haus og taka öndverðan kúrs gegn stefnu eigin flokks til þess að halda íhaldinu utan áhrifa, hvort sem það er í borgarstjórn Reykjavíkur eða í stjórnarráði Íslands.
Flosi Kristjánsson, 28.10.2010 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.