Fimmtudagur, 28. október 2010
Gríska evran er ónýt, hvað með þá þýsku?
Evran er gjaldmiðill sextán af 27 ríkjum Evrópusambandsins. Gríska útgáfan af evrunni, í merkingunni grískt efnahagslíf, er ónýt og verður að afskrifa fyrr heldur en seinna. Ef gríska útgáfan af evrunni fer ekki hratt og vel í gjaldþrot skapast hætta fyrir þýsku evruna.
Þýska evran stendur á grunni þýska marksins sem var alvöru gjaldmiðill í öflugu iðnveldi. Fréttir um að Angela Merkel kanslari Þýskalands hringi í dauðans ofboði í leiðtoga annarra ESB-ríkja sýna áhyggjur Þjóðverja.
Þýskaland krefst þess að Lissabon-sáttmálanum verði breytt til að ónýt efnahagskerfi, eins og það gríska, geti farið í gjaldþrot án þess að hagkerfi allrar álfunnar komist í uppnám. Auðvitað átti að ganga frá svona atriðum áður en evran var gerða að lögeyri.
Evran var ekki búin til með hagfræði að leiðarljósi heldur um pólitíska draumsýn um samruna Evrópu - sem nú er að breytast í martröð. Og auðvitað vill Samfylkingin á Íslandi verða hluti af þeirri martröð.
Grískt greiðslufall óumflýjanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk Páll fyrir þessa færslu nú er að fylgja því eftir og koma þessum landráðastjórnvöldum frá!
Sigurður Haraldsson, 28.10.2010 kl. 14:11
Ef ykkar nyti ekki við!!!!! Til þjónustu reiðubúin, bíð eftir útkalli.
Helga Kristjánsdóttir, 28.10.2010 kl. 15:03
Evran er bara pappírsgjaldmiðill og ekki innleysanleg í neinu nema meiri pappír, en verðgildi hennar hangir aðeins á loforði sem er þegar búið að svíkja.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2010 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.