Ísland - Írland

Ísland býr við rúmlega 6 prósent atvinnuleysi; Írland tæplega 14 prósent. Krónan hjálpar Íslandi úr kreppunni en evran framlengir kreppuna á Írlandi. Ísland getur gripið til úrræða sem samræmast íslenskum hagsmunum. Írar verð að biðja Evrópusambandið um leyfi til að bregðast við neyðinni heima fyrir.

Styrmir Gunnarson skrifar pistil á Evrópuvaktina um stöðuna á Írlandi

Írska verkalýðshreyfingin spurði, hvort ekki væri hægt að framkvæma niðurskurð og skattahækkanir á 6 árum í stað fjögurra. Þá kom það athyglisverða svar, að það væri ekki hægt nema fá samþykki ráðherraráðs ESB fyrir slíkri breytingu.
Mikil mótmæli hafa verið um allt land vegna áformaðs niðurskurðar á framlögum til heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Ráðherrar í ríkisstjórn hafa gefið í skyn að hægt sé að ræða breytingar á þeim tillögum. Miðað við reynslu Íra hefði landsbyggðarfólkinu verið sagt að ekki væri hægt að gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu nema með samþykki frá Brussel.
Nýjustu fréttir frá Dublin herma, að nú sé Olli Rehn, sem sæti á í framkvæmdastjórn ESB á leið til Írlands. Þar mun hann eiga fundi með stjórnarandstöðu, verkalýðshreyfingu og fleiri aðilum og útskýra fyrir þeim mat framkvæmdastjórnarinnar á niðurskurðartillögum írsku ríkisstjórnarinnar.
Væri Ísland í ESB væri Olli Rehn á leið til landsins til þess að útskýra fyrir Húsvíkingum og Suðurnesjamönnum, Skagfirðingum og Austfirðingum mat framkvæmdastjórnarinnar á nauðsyn niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu út á landi.
Viljum við svona Ísland?

Þarf að ræða þetta eitthvað frekar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     NEI         

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2010 kl. 15:19

2 identicon

Já.

Allt er skárra en núverandi ástand og spillingin og vanhæfnin sem allt er að færa í kaf.

Ég vil frekar útlenda menn en íslenskar klíkur.

Allt er betra en íslenskar klíkur.

Karl (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 15:40

3 identicon

NEI.....   Það er nokkuð augljóst að Össur "Münchausen" Skarphéðinsson er orðin jafn berrassaður úti í Brussel og á fróni.  Keisararnir þar eru búnir að missa þolinmæðina vegna ruglsins sem rennur uppúr álfinum, sem hefur reynt að ljúga því að þjóð og þing standi að baki honum í veruleikafyrtustu aðgerð Íslandsögunnar.  Nýjast sönnun þess er að stækkunarstjórinn Stefan Füle boðaði opinberlega, að hann kæmi til Íslands í september. Nú er október nánast kominn á enda og engin Stefan hefur sést né gefið einhverja skýringar á hverju sæti. Minni tilefni hafa verið til að halda fréttastofum vakandi yfir ágæti ferða hans og starfa.  Hugsanlegt er að Össur og utanríkisráðuneytið vilji stækkunarstjórann ekki til landsins til að reyna að villa enn meira fyrir Brussel-mafíunni, eða er stækkunarstjórinn einfaldlega að segja það sem hann átti að vera löngu búinn að gera, að hann taki ekki þátt í þessum trúðslátum með barón "Münchausen?"

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 16:07

4 identicon

I suspect that, like Soden, there are some loonies in the Irish Finance Ministry praying for a miracle but it will not come. The country is facing default.

http://www.irishcentral.com/news/Top-banker-says-Ireland-should--break-with--EU-and-join-the-US-105660413.html

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 20:54

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Karl þekkir greinilega ekki klíkurnar erlendis, íslenzkar klíkur eru drengjakórar í samanburðinum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.10.2010 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband