Össur í ESB-einangrun

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ber höfuðábyrgð á þeim stórkostlegu mistökum að reyna þvinga þjóðina inn í Evrópusambandið. Ótímabær umsókn knúin í gegnum alþingi með pólitískri fjárkúgun gegn þingmönnum Vg er verk Össurar.

Eftir því sem fjarar undan umsókn Össurar til Brussel fækkar viðhlæjendum utanríkisráðherra. Nýafstaðið þing ASÍ ályktaði ekkert um Evrópumál. Viðskiptaráð birti í vikunni skýrslu um stöðu og horfur þjóðmála og minntist ekki á aðild að Evrópusambandinu. Um síðustu helgi var forysta Vg kaghýdd af flokksmönnum fyrir svikin við stefnu flokksins.

Jafnvel þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar þvo hendur sínar af umsókninni með því að þegja hana í hel. Össur er einn um að sprikla. Hann sendir embættismenn utanríkisráðuneytisins í pólitísk skítverk; að tala fyrir sérmálum ráðherrans og brýtur þar með venjur og siði stjórnarráðsins um fagmennsku embættismanna.

Örvænting Össurar vex í réttu hlutfalli við minni stuðning við umsóknina. Í skrifar hann hálfsíðu í Morgunblaðið til að koma þeirri skoðun á framfæri að fríverslun við Bandaríkin væri jafngildi þess að ganga í Evrópusambandið. Í Fréttablaðinu lofar Össur erlendum fjárfestingum ef við göngum í Evrópusambandið. Samkvæmt EES-samningnum eru engar hömlur á fjárfestingar þegna ESB-ríkja hér á landi nema í sjávarútvegi. Össur vill selja útlendingum fiskimiðin í hendur og ekkert nýtt við þá afstöðu ráðherrans.

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu mega þakka fyrir að jafn sérstakt eintak af íslenskum stjórnmálamanni og Össur Skarphéðinsson óneitanlega er skuli vera aðaltalsmaður inngöngu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Össur virðist skrifa nokkra pistla á viku,í formi þá ætíð sem lofgjörðar til ESB valdaklíkunnar í Brussel.Það er spurning fyrir hverja er þessi Össur að vinna!ekki er hann að mínu mati að gera þjóð sinni sjáanlegt gagn.

Númi (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 09:43

2 Smámynd: Elle_

Fríverslun við Bandaríkin eins og EU-innganga?  Nú verður Össur að prófa nýja skrýtlu. 

Elle_, 27.10.2010 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband