Mánudagur, 25. október 2010
Heimssýn kennir heimskum að lesa
Íslenskir aðildarsinnar eru margir hverjir einfaldar sálir. Í málfluningi þeirra heyrist oft það sjónarmið að gangi Ísland ekki aðlögunina að Evrópusambandinu til enda og geri aðildarsamning í lokin sé útséð með að fólk fái nokkru sinni að vita ,,hvað er í boði." Málssvari klíkunnar í kringum Steingrím J., Björg Eve Erlendsdóttir, skrifar í Smuguna
Heimssýn leyfir ekki að þjóðin kynni sér Evrópusambandið. Enda er það óþarfi, því sannleikur Heimssýnar liggur fyrir og efist menn um hann er stutt í landráðastimpilinn.
Málflutningur Bjargar Evu gengur út á að án samnings um aðild viti Íslendingar ekki hvað Evrópusambandið er fyrir nokkuð. Úti í hinum stóra heimi telja leikir sem lærðir sig geta haft upplýsta afstöðu til þess hvað Evrópusambandið er án þess að hafa hugboð um íslenskan aðildarsamning.
Erlendis fylgjast menn með fréttum, lesa greinar og bækur um Evrópusambandið og mynda sér skoðun. Ekki frítt við að einhverjir félagar í Heimssýn hafi stundað slíkt.
Heimsku íslensku aðildarsinnarnir kunna ekki að lesa heldur bíða þeir eftir aðildarsamningi til að mynda sér afstöðu til Evrópusambandsins. Líklega gera þeir ráð fyrir að Össur Skarphéðinsson segi þeim undan og ofan af aðildarsamningi, færi svo illa að hann yrði gerður.
Til að bæta Björgu Evu og öðrum af hennar andlega slekti hyggst Heimssýn bjóða lestrarnámskeið. Skráning er á heimssyn@heimssyn.is
Athugasemdir
Það er heimska að gefa sér eitthvað fyrirfram, samningsferðilð er tæki til að fá upplýsingar um kosti og galla aðildar fyrir okkur. Þú og skoðanabræður þínir hafið gefið ykkur að svo er ekki án þess að hafa hugmynd um. Þetta blogg þitt er gegnsýrt af fyrirframgefnum fullyrðingum, það er heimska. Ég nenni ekki lenngur að eyða tíma ḿínum í að lesa heimsku frá manni sem sakar mig um heimsku bara vegna þess að ég vil sjá samning til að geta tekið afstöðu til málsins. Það er ólýðræðislegt að vilja ekki leyfa þjóðinni að velja.
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 19:23
Sammála þér Páll
blaðamaður (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 19:33
Lýðræðislegt segirðu, Bjarki Hilmarsson. Ekkert lýðræðislegt var við umsóknina, heldur bein kúgun. Mæli líka með að þú lesir sáttmála EU við ríkin þar. Það´fæst ekkert þar nema miðstýring EU og litla Ísland er engin undantekning.
Elle_, 25.10.2010 kl. 19:39
Vel bloggað Páll!
Jón Baldur Lorange, 25.10.2010 kl. 19:58
Hvernig væri að kenna Páli að lesa? Gott væri að kenna honum mannasiði í leiðinni. Veit Páll virkilega ekki að mikill meirihluti þjóðarinnar vill upplýsta umræðu og á grundvelli hennar að taka afstöðu til samnings. Málflutningur andstæðinga ESB verður ömurlegri og ömurlegri með hverjum deginum sem líður. Jafnvel í samanburði við Vigdísi Framsóknarþingmann er Páll hallærislegur.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 20:59
Það verður nú engin upplýst umræða um esb hér á land, mestmegnis áróður frá esb sem mun eyða milljörðum í að kaupa fólk í mikilvægum stöðum og síðan í auglýsingar.
Þetta er bara bull í þér hrafn.
Geir (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 21:37
Sæll "Geir", upplýst umræða er auðvitað möguleg eins og t.d. í Noregi. Eins og Páll bendir á í stórmerku bloggi hér að ofan er fjöldi fræðimanna sem hefur sérhæft sig í þessum málaflokki. Menn eru ekki einnar skoðunar enda ekki við því að búast. Mig langar til að benda þér að nýja síðu sem utanríkisráðuneytið hefur sett upp um aðildarviðræðurnar. Samtökin Sterkara Ísland halda úti heimasíðum og hafa staðið fyrir fundum og fyrirlestrum. Sama má segja um Evrópusamtökin og Heimssýn. Mbl og Ruv hafa sérstakar síður um málefni EB. Fjölmargar skýrslur hafa verið skrifaðar um stöðu Íslands og ESB. Nýlega skrifaði íslenskur fræðimaður doktorsritgerð um hagþróun hér og í ESB. Magnús Bjarnason heitir hann og fjallar ritgerðin um möguleg áhrif inngöngu í ESB á hagkerfi landsins. Sem sagt "geir". Upplýsingar eru mjög víða og þær eru ítarlegar. Það er mikilvægt hlutverk blaðamanna og fjölmiðla að gera þeim góð skil. Ég lifi enn í þeirri von að "geir" og Páll muni taka upp vitræna umræðu.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 23:19
Bjarki:
“First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.”
http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf
Hjörtur J. Guðmundsson, 25.10.2010 kl. 23:36
Og enginn þarf að segja að Össur og co. viti ekki það sem Hjörtur setti þarna inn. Vissulega vita þau það, það hefur oft komið fram. Þau vilja bara ekki að við vitum það og lugu, já, ég sagði það, þau lugu.
Elle_, 25.10.2010 kl. 23:57
Norðmenn sem 2svar hafa fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu að hafna aðild landsins að ESB, síðast 1994, virðast enn sama sinnis þó svo að ESB hafi breyst mikið síðan þá í átt til aðlögunar að einu Stórríki.
Nú þurfa þeir ekki einu sinni að sækja um eða fara í aðlögunarferli til þess að taka skýra afstöðu til ESB. Í síðustu skoðanakönnun sem þar var gerð tóku 90% aðspurðara upplýsta ákvörðun skulum við vona, 60% voru andvíg ESB aðild Noregs, en 30% voru hlynnt ESB aðild landsins einungis 10% voru óákveðinn. Þetta þýðir að ef aðeins er talið með þeir sem afstöðu taka eins og gert væri í kosningum að þá myndu 2/3 hlutu þjóðarinnar hafna ESB aðild.
Samkvæmt skilgreiningu ESB sinna hérlendis ættu Norðmenn ekki að geta tekið neina afstöðu eða haft nokkra skoðun á ESB aðild eða ekki ESB aðild þar sem enginn aðildarsamningur er á borðinu.
En samt er afstaðan svona skýr og afdráttarlaus.
Þeir hafna algerlega ESB helsinu !
Það munum við líka gera þegar þjóðin fær loksins að segja álit sitt beint og milliliðalaust !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 07:47
Hrafn.
Heldurðu virkilega að almenningur muni kynna sér þetta frekar en að horfa á fréttir og lesa blöðin?
Þú sérð bara hve RÚV, Vísir, stöð2 og mest allt háskólasamfélagið er hliðhollt esb.
HR einn fékk yfir 700.000.000.-kr yfir eins og hálfs árs tímabil frá esb.
RÚV, Vísir og stöð 2 eru með villandi fréttir um þetta mál og stundum blöskrar mig að horfa á fréttirnar vegna þess hve augljóslega hlutdrægar fréttirnar í sjónvarpi eru gagnvart esb.
"Geir" (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.