Össur fer pólitískum hamförum

Össur hlýtur að hafa einhverja embættismenn í utanríkisráðuneytinu í skotlínu vegna þess að þeir höfðu samskipti við breska og bandaríska starfsbræður sína í aðdraganda Íraksstríðsins fyrir sjö árum. Véfréttarstíll Össurar í morgunútvarpi Rásar 2 verður ekki skilinn á annan veg þann að væntanleg séu stórtíðindi.

Þjóðin bíður með öndina í hálsinum yfir næsta þrekvirki Össurar utanríkisráðherra sem hefur fundið í ráðuneyti sínu gögn sem sýna starfsmenn ráðuneytisins ræða við starfsbræður sína í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Þegar Össur hefur hreinsað úr ráðuneytisfjósinu hlýtur að vera stutt í næsta stórpólitíska útspilið. Hver veit, kannski hafa íslenskir embættismenn rætt við rússneska diplómata.

Haldið ykkur fast, bíðið spennt því Össur er rétt að byrja.


mbl.is Lögðu áherslu á að Ísland styddi hernað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Özzur er maður stórra yfirlýsinga en lítilla aðgerða. Ég held hann verði búinn að gleyma þessu á morgun

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.10.2010 kl. 15:59

2 identicon

Sem fyrr vinnur Samfylkingin og Össur eftir því sem Grettir Ásmundsson sagði forðum.:

"Svo skal böl bæta og bíða annað verra...!!!"

Grettir var mikilmenni en Össur smámenni.  Nú er leitað að logandi ljósum að einhverju sem gæti hugsanlega skyggt augnablik á allt bullið sem er í gangi hjá honum sjálfum og ríkisstjórninni.  Tunnubarsmíðarnar augljóslega hræða hugleysingjann sem er orðinn gjörsamlega berrassaður í þessu ESB svikabrölti sínu við þjóðina.  Meirihluti hennar er sem betur fer búinn að átta sig á striplinu.  Fólk er ekki fífl.  

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 16:01

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir já og það sem meira er að Össur óttast lýðræðið meir en allt annað vegna þess að hann er fastur í flokksræðinu! Allavega síðast þegar ég sýndi honum lýðræðið endaði ég uppi á húddi á bifreið hans með skiltið í hendinni!

Sigurður Haraldsson, 25.10.2010 kl. 18:01

4 Smámynd: Elle_

Já, lýðræði Össurar og co. er mikið.  Og komst bílstjórinn upp með að keyra þig niður, Sigurður??  Ekki nóg að valta yfir lýðræðið, Össur?  Nú er það nýjasta nýtt að valta yfir menn í orðsins fyllstu merkingu!

Elle_, 25.10.2010 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband