Mánudagur, 25. október 2010
Kvenleg gildi í pólitík
Kynjuð pólitík er stundum höfð í frammi í stað sígildrar jafnréttisbaráttu kynjanna. Kynjuð pólitík gerir ráð fyrir því að eðliseinkenni kynjanna komi fram í einstaklingum sem leggja fyrir sig stjórnmál. Samkvæmt skilgreiningu ber kona í sér kvengildi en karlar karllæg gildi.
Þeir sem halda fram kynjuðum stjórnarmiðum í pólitík þurf að svara því hvað er kvenlegu gildi einkenna stjórnmálamenn eins og Jóhönnu Sigurðardóttur, Margréti Thatcher og Goldu Meir.
Skrifað í tilefni dagsins.
Athugasemdir
Valgerður var ráðherra við einkavæðingu bankanna nr.1
Ingibjörg var ráðherra síðustu misseri fyrir hrun og tók allar stæðstu ákvarðanir fyrir sína karlráðherra á þeim tíma.
Jóhanna er ráðherra nú, ekki hefur hún yfir miklu að hælast!!
Gunnar Heiðarsson, 25.10.2010 kl. 13:00
Legg til að valdaferill Valgerðar og Ingibjargar Sólrúnar verði "kynjagreindur".
Karl (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.