Ísland, Írak og ESB

Frekari uppljóstranir um framferði Bandaríkjanna í Írak vekja hörð viðbrögð hjá íslenskum bloggurum. Hafðar eru uppi kröfur um að Ísland segi sig úr Nató og sýni með öðrum hætti samstöðu með þeim sem líða þjáningar vegna heimsvaldastefnu og hernaðarbrölts.

Sumir af þessum íslensku bloggurum sem hneykslast á stöðu mála í Írak vilja eindregið að Ísland gangi í Evrópusambandið. 

Evrópusambandið hefur sína eigin heimsvaldastefnu og hyggur á hernaðarbrölt. Og það sem meira er: Utan Evrópusambandsins getur Ísland rekið eigin utanríkisstefnu og hafi i frammi skoðanir á alþjóðamálum. Innan Evrópusambandsins er okkur ætlað að hafa sömu skoðun og Brusselvaldið.

Má ekki biðja um örlítið meiri samkvæmni?


mbl.is Stöðvuðu ekki misþyrmingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna ferð þú með nokkrar rangfærslur.

Varðandi meint hernaðrabrölt ESB þá er staðreyndin sú að meðan Bandaríkjamenn hafa 300 þúsund hermenn þá hafa ESB ríkin samtals tvær milljónir hermanna. Þetta stafar af því að hjá Bandaríkjunum eru allir hermennirnir undir einni stjórn og eru til að verja öll fylki Bandaríkjanna en í Evrópu er hvert ríki með sína hermenn undir sinni stjórn.

Það, sem verið er að leggja til innan ESB er að setja að hluta til varnarmál undir eina stjórn til að geta komist af með færri hermenn og spara þannig skattgreiðendum mikið fé. Þetta er ekki lagt til svo ESB geti farið út í eitthvart hernaðarbrölt heldur aðeins til að ESB ríki geti fengið betri landvarnir fyrir minna fé.

Hvað utanríkismál varðar þá stendur ekki til að ESB ríki verði múlbundin á nokkurn hátt. Þau munu öll hafa sína menn hjá alþjóðastofnunum eins og SÞ þar, sem þau geta greitt atkvæði eins og þau vilja. Einnig mun öllum ESB ríkjum vera heimilt að gefa út sínar eigin yfirlýsingar opinberlega og þar með talið fodæma verk einstakra þjóða eða styðja aðgerðir þeirra.

Sigurður M Grétarsson, 23.10.2010 kl. 13:46

2 identicon

Eru menn búnir að gleyma því, að tveir Íslenskir pólitíkusar, gerðu Ísland að viljugri þjóð, til að ráðast á Írak, án þess að láta svo mikið sem einn eða neinn vita af því.

Þeir voru ekki að því fyrir þjóðina, nei þeir þurftu að hagnast á þessu sjálfir. Þjóðin fær svo að fást við eftirleikinn, þar er bara fátt komið fram, víst er að allir sem komu nálægt árásum morðingjanna, þar með talið Ísland, fá hefndina yfir sig, milljónir manna bíða í hefndarhug eftir tækifæri til að ná til kvalara sinna.

Vilja menn virkilega láta fleiri heimskingja á Íslandi leika stóra kalla aftur?

Robert (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 13:46

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Davíð og Halldór eru landráðamenn og verða um ókomna tíð!

Hvað gerum við? Ekkert

Sigurður Haraldsson, 23.10.2010 kl. 14:03

4 identicon

Sjúk samblöndun Palli minn.  Virkilega sjúk.

Bladamadur eda ómerkilegt áródursped? (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 14:20

5 identicon

Ansi er það nú mikið skárra að það sé þó hægt að benda á Davíð og Halldór hér heima en að það séu einhver óáþreifanleg stórmennin í Brussel sem stjórna.

Þeir voru þó held ég að vona að þeir gætu komið í veg fyrir atvinnumissi á suðurnesjum með þessu.

Ekki það að það geri málið mikið betra í mínum huga!

En hvað um það.  Það er liðið.  Við þurfum að læra af hlutunum, ekki gera illt verra.

Herjir landa EU eru í átökum í dag. T.d. í Írak og Afganistan.  

Þessa heri á að sameina undir eina stjórn nútímaskrifræðisfasista í Brussel.

Það er óafturkræft axarskaft að verða ósjálfstæður hluti og kostunaraðili að þeim ósköpum sem þróast hratt.

Það liggur í hlutarins eðli að þjóðir gamalmenna í EU gætu vel hugsað sér ungt fólk héðan í þessi heri sína fyrir utan að heimta sífellt hærri skatta.

jonasgeir (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 14:22

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

jopnasgeir. Það stendur reyndar til að þær þjóðir ESB, sem hafi yfir her að ráða leggi til hersveitir í ESB herinn. ESB mun ekki hafa nein völd til að þvinga neinn mann í þennan her ef svo ólíklega fer að hann verði að veruleika. Svo skulum við ekki gleyma þeirri staðreynd að aðeins 7 af 27 aðildarríkjum ESB eru með herskyldu þannig að við getum alveg gleymt því að einhver hætta verið á því að íslendingar verði þvingaðir í einhvern Evrópuher.

Við Íslendingar verðum með einhverjum hætti að tryggja okkar landvarnir. Ef af þessum Evrópuher verður þá mun það alveg örugglega verða ódýrasta leiðin til að tryggja okkar landvarnir að ganga í ESB.

Kveikjan af hugmyndinni um Evrópuher kom til þegar stríðið var á Balkanskaga. Þá þurftu Bandaríkjamenn að koma skikki á ástandið meðan Evrópuríkin með margfalt fleiri menn undir vopnum samanlagt voru máttlaus í sínum bakgarði. Ástæðan fyrir því var einföld. Bandaríkjaher er undir einni yfirstjórn en Evrópuherirnir eru undir stjórn margra ríkja.

Sigurður M Grétarsson, 23.10.2010 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband