Föstudagur, 22. október 2010
Embættismaður viðurkennir aðlögun
Högni Kristjánsson skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu hélt kynningu í Háskóla Íslands í vikunni á umsóknarferlinu sem Ísland er í gagnvart Evrópusambandinu. Aðspurður viðurkenndi Högni að Ísland væri í aðlögunarferli að Evrópusambandinu enda væri það eina leiðin inn í sambandið.
Högni sagði jafnframt að starfsmenn utanríkisráðuneytisins reyndu að fá undanþágu frá aðlögunarferlinu. Aðlögunarferlið var tekið upp af Evrópusambandinu áður en sambandið tók Austur-Evrópuríki í byrjun aldarinnar. Íslensku embættismennirnir vilja fá viðræður með sömu forsendum og Norðurlandaþjóðir fengu á tíunda áratug síðustu aldar. Þá var samið án þess að umsóknarríkin breyttu einu eða neinu hjá sér á viðræðustigi.
Ólíklegt er að Evrópusambandið breyti reglum um upptöku nýrra ríkja til að koma til móts við vandræðaganginn í umsókn Samfylkingarinnar um aðild fyrir Ísland.
ESB setur skilyrðin eins og kemur fram í bréfi framkvæmdastjórnarinnar frá í vetur um stöðu Ísland við upphaf aðlögunarferlis.
Efforts to align legislation with the acquis and to ensure its implementation and enforcement need to continue. Serious efforts will be required particularly in the areas of fisheries, agriculture and rural development, environment, free movement of capital, and financial services in order to meet the accession criteria.
VG ræðir um utanríkismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sigurður Haraldsson, 22.10.2010 kl. 20:07
Páll Vilhjálmsson , er bara eins og gömul rispuð plata !
JR (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 01:51
Rökleysurnar og málefnaeymdin sem þessi svokallaði "JR" er með hérna og oft áður eru til merkis um hversu málstaður ESB trúboðsins er í vonlausri stöðu.
Málstaður og málatilbúnaður sem að hefur ítrekað orðið uppvís að vera að mestu byggður upp á blekkingum og lygi.
Samanber stærsta lygi ESB trúboðsins hingað til sem reyndar ekkert heyrist um núna því að lygin er orðin svo ber og uppvís:
"Þetta hefði aldrei getað gerst hefðum við verið í ESB og með Evru"
Áfram Páll.
Skrif þín um ESB byggjast upp á mjög góðri þekkingu þínu á málefninu og röksemdir þínar og málafylgja öll er í alla staði mjög fagleg og öflug.
Gunnlaugur I., 23.10.2010 kl. 10:41
Og JR er "málefnalegur".
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.10.2010 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.