Fimmtudagur, 21. október 2010
Gengislánin og orkuauðlindirnar
Einhver fjármálastofnun reið á vaðið og bauð gengistryggð lán þótt það væri ólöglegt. Aðrir komu í kjölfarið og lögin voru virt að vettugi. Allir töldu sig græða þangað til að allt hrundi. Sama leik er nú reynt að setja af stað með orkuauðlindir þjóðarinnar. Fjárhagslega og siðferðilega gjaldþrota yfirstjórn Reykjanesbæjar seldi HS-Orku til erlendra braskara með stuðningi úr samfylkingarráðuneyti sem benti á sænsku skúffufyrirtækjaleiðina.
Verði HS-Orka Magmavædd í þágu braskara munu Þingeyingar telja sér heimilt að braska með almannaeigur á sínu landssvæði. Fordæmið er komið. Einkavæðing orkuauðlindanna mun hækka verðið til almennings og græðgisvæðing leiða til ósjálfbærar orkunýtingar þar sem gengið verður á rétt komandi kynslóða.
Á bakvið Magmavæðinguna stendur auðrónadeild Íslandsbanka, þar sem Árni Magnússon fyrrum ráðherra fer fyrir. Á bakvið braskvæðingu orkunnar í Þingeyjarsýslu er Saga Capital sem væri gjaldþrota ef ekki væri fyrir milljarða gjöf frá ríkinu.
Græðgisvæðinguna í orkugeiranum verður að stöðva áður en það er um seinan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.