Miðvikudagur, 20. október 2010
Joly, Cox og aðildarsinnar
Eftir því sem þeim fækkar á Íslandi sem vilja inn í Evrópusambandið eykst innflutningurinn á erlendu fólki sem aðildarsinnar telja málstað sínum til framdráttar. Eva Joly sagðist vilja Ísland inn í Evrópsambandið og Pat Cox frá Írlandi er hér til að hvetja Íslendinga til inngöngu.
Skiljanlega þurfa aðildarsinnar að leita út fyrir landsteinana að talsmönnum inngöngu Íslands i Evrópusambandið. Afgerandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðild að ESB og helstu atvinnuvegir landsins eru mótfallnir inngöngu. Samfylkingarsöfnuðurinn sem vill inngöngu átti einu sinni hauk í horni Samtaka iðnaðarins - þar ríkir nú skömmustuleg þögn.
Ríkisstjórnin stefnir ekki á inngöngu, aðeins sá hluti ríkisvaldsins sem er í höndum Samfylkingarinnar ætlar í Evrópusambandið. Pat Cox og félagar eru steinhissa á því að Ísland hafi sótt um inngöngu með þetta bakland. Einhver þarf að kynna Cox fyrir Össuri Skarphéðinssyni.
Athugasemdir
Merkilegt að Jón Bjarnason skuli hafa rætt við erlenda þingmenn. Það er hrein hörmung að hlýða á manninn halda ræður eða tala við fjölmiðla á eigin tungu.
Hugsunin er þokukennd í besta lagi og framsögnin afleit.
Ætli hann hafi notað túlk? Ég hef enga trú á því að Jón Bjarnason geti rætt flókin álitaefni á erlendum tungumálum þar sem hann er ófær um það með öllu á íslensku.
Það segir allt um ástandið hér á landi að Jón Bjarnason skuli vera ráðherra í ríkisstjórn.
Karl (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 11:01
Karl.
Hvað finst þér þá um að Jóhanna sé forsætisráðherra?
jonasgeir (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 11:05
Jonasgeir
Mér finnst Það segja allt um algjört gjaldþrot íslensku þjóðarinnar og hörmulega stöðu hennar.
Jóhanna er næstversti forsætisráðherra í sögu þjóðarinnar.
Sagan mun reynast henni, Steingrími og fleirum grimm og óvægin.
Fullkomnlega óhæft fólk.
Karl (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.