Miðvikudagur, 20. október 2010
Össur og miðaldra konur
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gat sér til frægðar fyrir nokkrum árum að vera í beinni sjónvarpsútsendingu þegar miðaldra kona, þáverandi heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir, fékk aðsvif. Sjónvarpsmyndavélarnar sýndu Össur laga á sér hálstauið og brosa framan í heiminn með konuna liggjandi í gólfinu.
Össur gerir sér enn dælt við miðaldra konur og í dag skrifar hann um Evu Joly í Morgunblaðinu. Eva lét þau orð falla í Silfri Egils um helgina að Ísland ætti heima í Evrópusambandinu. Össur, sem stendur einn uppi með umsókn Íslands að ESB, finnst þessi orð Evu himnasending.
Össur getur þess ekki í Morgunblaðsgreininni að Eva Joly vonaðist til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið vegna þess að líkur eru fyrir því að Noregur kæmi í kjölfarið. Norðmenn hafa tvívegis í þjóðaratkvæði hafnað aðild að Evrópusambandinu.
Tækifærismennskan í orðum hinnar norsk-frönsku Evu fór auðvitað framhjá Össuri. Rétt eins og aðsvif Ingibjargar forðum.
Athugasemdir
Össur velur að heyra það sem hentar hans málstað. Össur hefur ekki fremur en aðrir Samfylkingarmenn eytt orðum á vinnu Evu Joly hér á landi né stutt hana opinberlega hingað til.
Hvers vegna ætli það sé?
Annað sem Eva Joly sagði, t.d. um nauðsyn þess að rannsaka hugsanlega glæpi í einkavæðingu orkugeirans og sölunni á HS Orku lætur Össur hjá líða að nefna.
Hver var hlutur Össurar í þessu ferli?
Þarf hann ekki að gera grein fyrir því?
Hvers vegna vill utanríkisráðuneytið ekki afhenda gögn um aðkomu sína að einkavæðingu og sölu HS Orku til Magma?
Hefur "félagi Össur" eitthvað að fela?
Jón Þórisson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 08:32
Eva Joly lét það líka koma sérstaklega fram, að Ísland yrði verðmætur félagi í ESB vegna AUÐLINDA þjóðarinnar og svo kom það, að vonandi myndu Norðmenn fylgja í kjölfarið. Ætli sú von hafi ekki líka verið bundin við verðmæti norsku auðlindanna.
Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2010 kl. 10:14
Passaði það ekki heldur fyrir Össur að minna á að Eva Joly hefur ætíð sagt að við eigum ekki að borga ICESAVE?? Rukkunina sem hann og hans flokkur heimta að við borgum að ólöglegri kröfu Breta, Hollendinga og Evrópusambandins hans heittþráða og Samfylkingarinnar.
Elle_, 20.10.2010 kl. 10:28
Össur hefur ekkert að fela. Spillingin er borðliggjandi. Blasir við öllum. Vilhjálmur Þorsteinsson mótar orkustefnu stjórnvalda. Þau hefðu alveg eins getað fengið Kjartan Gunnarsson í verkið. Eða bara Björgólf Thor sjálfan.
http://www.idnadarraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/2962
http://www.audurcapital.is/fjarfestingar/fjarfestingarferlid/fjarfestingarrad/
http://www.hvitbok.vg/Profilar/VilhjalmurThorsteinsson/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 10:29
Já, þetta er satt hjá Axel Jóhanni, Eva Joly sagði að auðlindir okkar og mannauður væru eftisóknarverð fyrir Evrópusambandið. Ekki fyrir okkur, heldur Evrópusambandið. Og Axel Jóhann, dreg til baka skoðun mína á afskiptum hennar af okkur. Hélt það væri vel meint vegna ICESAVE og MAGMA. Hinsvegar fannst mér Eva Joly vera að vinna fyrir hag EU þarna, og kannski Frakka, ekki meginþorra þjóðanna 2ja sem vilja ekkert þangað inn.
Elle_, 20.10.2010 kl. 10:35
Össur er ekki einn.
Björn (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.