Þriðjudagur, 19. október 2010
Þjóðaratkvæði um ESB-umsókn í nóvember
Þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni standa að þingsályktunartillögu sem lögð er fram í dag um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um það hvort draga eigi tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Tillagan er svohljóðandi
Alþingi ályktar að fela dómsmála- og mannréttindaráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins. Með henni eru Ásmundur Daði Einarsson og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir úr Vg; Pétur H. Blöndal og Árni Johnsen úr Sjálfstæðisflokki; Birgir Þórarinsson Framsóknarflokki og Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni.
Athugasemdir
Það má þá beina þessum milljörðum, sem í aðlögunina áttu að fara, í þarfari verkefni sem gagnast geta þjóðinni. Ekki veitir víst af
Ragnhildur Kolka, 19.10.2010 kl. 14:08
Samfylkingarfól eru ekki eins og fól flest!
Reyna að dreifa athyglinni frá öllu með stjórnlagaþingi um leið og sótt er um að afnema stjórnarskrána með inngöngu í ESB.
Þau vilja nok miðstýringu og valdboð skriffinna. Ekkert lýðræði þar...
jonasgeir (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 14:24
Nú reynir á þingmenn VG. Eru þeir tilbúnir að standa á sinni sannfæringu?
Þingmenn Sjálfstæðis og Framsóknar ættu ekki að vera í vandræðum með að samþykkja þessa tillögu, jafnvel þó sumir þeirra séu hlyntir aðild. Þeir hljóta að fara að samþykktum flokka sinna, en báðir þessir flokkar skilyrtu aðildarumsókn við tvöfalda kosningu!
Gunnar Heiðarsson, 19.10.2010 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.