Mánudagur, 18. október 2010
Kalmarsamband Norðurlanda endurvakið
Evrópusambandið hentar Norðurlöndum illa. Norðmenn hafa í tvígang hafnað aðild, Svíar höfnuðu evru og Danir sögðu nei við Maastrict-sáttmálanum á sínum tíma. Íslendingar utan samfylkingarsöfnuðarins sýna aðild lítinn áhuga. Á hinn bóginn er áhugi fyrir að ræða stöðu Norðurlanda í heiminum og samkvæmt Heimssýn er kominn sænskur sagnfræðingur sem vill Bandaríki Norðurlanda.
Bandaríki Norðurlandanna fimm myndi vera 11ta stærsta efnahagsveldi heimsins með meiri þjóðarframleiðslu en Indland, Rússland og Suður-Kóreu. Norðurlöndin þurfa að sameina kraftana tiil að gera sig gildandi á heimsvísu. Á þessa leið rökstyður sænski sagnfræðingurinn Gunnar Wetterberg niðurstöður bókar sem Norðurlandaráð gerir að árbók sinni og verður kynnt í næsta mánuði.
Kalmarsambandið leið undir lok um 1520. Kannski er kominn tími á að endurvekja það?
Athugasemdir
sælir
að láta sig dreyma um að kalmarsambandið verði endurvakið árið 2010 er hreint bull. ég bjó í kaupmannahöfn um tæplega 8 ára skeið og veit að danir, norðmenn og svíar hata hvorir aðra eins og pestina. það lá við milliríkjadeilu milli dana og svía þegar daisy (margrét þórhildur drottning) fékk sér smók í hliðarherbergi í einhverri sænskri veislu og sænskir fjölmiðlar fóru að gera mál úr því. og það er frekar milt dæmi um samskipti þessara ríkja í raun.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 15:33
Alltaf sama vitleysan sem kemur frá heimssýn. Samansafn vitleysinga þessi félagsskapur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.10.2010 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.