Launaójafnrétti er ávísun á samfélagshnignun

Hraðvaxandi auður Íslendinga í byrjun aldar og fram að hrun breytti samfélaginu til hins verra. Óhóf, nýríkur hroki og yfirgangur í krafti auðs og valda gerðu Íslandi ekki gott. Hrunið afhjúpaði hvorttveggja pappírsverðmætin og innihaldslausu auðmennina sem ætluðu sér að stýra þjóðinni á vit græðgisvæðingar.

Krafa verkalýðsfélaganna í dag um hækkun lægstu launa eru viðbrögð við undirliggjandi orsök þeirrar samfélagshnignunar sem kennd er við útrásina. Launaójafnrétti verður skálkaskjól fyrir óráðssíu og tilbúin verðmæti sem ekki er innistæða fyrir.

Samfélag sem byrjar á því að hækka lægstu launin er komið með rétta forgangsröðun í efnahagslífinu.


mbl.is Helmingur með fjárhagsáhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fín lína.

Auðvitað viljum við búa í samfélagi sem vinnur gegn fátækt.

Hitt er annað mál að háskattastefna ríkissins og öfundarpólitík er að færa Ísland endanlega í fjárhagslegt ósjálfræði.

Hver er velferðin þegar engin hjartaskurðlæknir finnst til vinnu á LSH?

Það er eitt lítið dæmi um velferðarkerfi eftir módeli sósíalista á Kúbu.

Ef fólk fær ekki vinnu, menntun og framlag metið að verðleikum verður velferðin þannig að engin er til að vinna vinnuna.

Engir peningar í kassan, ergo engin peningur út í eyðlsu á velferðarmálunum góðu.

Af hverju er svona einfaldur sannleikur svona flókin fyrir Jóhönnu og Stetingrím?

Af hverju tekst þeim meira að segja að eyðileggja flugstarfssemi í Keflavík með vitleysunni?

jón á skeri (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband