Mánudagur, 18. október 2010
Afkristnun samfélagsins
Í þúsund ár hefur Ísland verið kristið samfélag. Tilraunum til að afkristna samfélagið fer fjölgandi og þær virðast fá æ meiri hljómgrunn. Ýmsar ástæður eru fyrir þessum tilraunum s.s. trúfrelsi og veraldarhyggja. Þjóðkirkjan hefur misstigið sig, t.d. í málefnum er varða kynferðisofbeldi, og það hefur gefið gagnrýnendum aukið vægi.
Afkristnun samfélagsins felur í sér afhelgun þess. Ekkert afl getur fyllt það tómarúm sem kristnin myndi skilja eftir sig, færi svo að henni yrði úthýst. Bindiefni allra samfélaga er einhvers konar helgun. Í helgunina eru sóttar grunnhugmyndir um siði og lífsgildi. Hverfi helgunin er undirstöðurnar farnar og við blasir upplausn.
Flest erum við trúarlega afslöppuð og teljum aðra, svo sem starfsmenn Þjóðkirkjunnar, fullfæra um að viðhalda kristnu samfélagi. Líklega stefnir í endurskoðun á þeirri afstöðu.
Tillögur valda óánægju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef aðskilnaður ríkis og kirkju leiðir til afkristnunar og afhelgunar samfélagsins,
nú þá er auðvitað spurning hvort íslendingar séu yfirleitt kristnir.
Maggi (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 07:05
Kristnin var innleidd undir hótunum um þjóðarmorð. Góð byrjun á ást guðs.
Nú er kominn sá tími að fólk er farið að átta sig á því að STOFNUNIN þjóðkirkjan er álitin þarflaus afæta af samfélaginu. Kirkjan sjálf hefur staðið sig þannig að þorri landsmanna er trúlítill og finnst þetta ekki merkilegt mál. Það eitt og sér sýnir vanmátt og getuleysi kirkjunnar. Síðan koma öll rök um trúfrelsi inn í málið líka. Og ber að muna að kirkjan er ekki trúin.
Ofan á allt þá sýnir kirkjan allt annað en þá auðmýkt sem hún á að sýna. Þegar boðað er til niðurskurðar allsstaðar í þjóðfélaginu þá hafnar þjóðkirkjan því að taka þátt í þessu eins og menntakerfið og heilbrigðiskerfið. HAFNAR ÞVÍ. Þessi þjóðkirkja er veruleikafirrt og ekki tekur ekki þátt í íslensku samfélagi, sýnir ekki ábyrgð.
Og að sjálfsögðu hafa sömu leiðtogar tekið ansi illa á öllum vandamálum sem hafa komið upp og sýnt vanvirðingu sína á þeim helmingi landsmanna sem ekki hafa eitthvað dinglandi milli lappanna. Svo og samkynhneigðum. Og börnum (Selfoss dæmið).
Hver er þá eftir? Gagnkynhneigðir eldri karlmenn? Þjóðkirkja? Varla.
Ari Kolbeinsson, 18.10.2010 kl. 07:35
Já og hvort 1000 ára seta Kristkirkjunar á Íslandi hafi haft nokkuð uppá sig nema peningaaustur og eignaupptöku. Ef maður skoðar sögu kirkjunar á Íslandi lauslega þá hefur henni verið mikið í mun um að eignast jarðir okkar um allt land.
Stebbi (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 07:37
Hvergi á Vesturlöndum er trúarlíf öflugra en í Bandaríkjunum.
Þar er ríkinu beinlínis bannað að hafa afskipti af trúmálum.
Karl (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 08:02
"Í helgunina eru sóttar grunnhugmyndir um siði og lífsgildi. Hverfi helgunin er undirstöðurnar farnar og við blasir upplausn"
Mér finnst þessi röksemdarfærsla alltaf dálítið fyndin, í henni felst að mannfólkið yrði sjálfkrafa að siðlausum og andfélagslegum villidýrum ef trúarbrögð kæmu ekki til. En staðreyndin er sú að mannskepnan er skynsemisvera sem hefur lifað af sem tegund miklu lengur en trúarbrögð. Kristnin fann ekki upp boðorðin tíu - mannskepnan fann þau upp með skynseminni. Og skynsemin er ekki að fara neitt. Ok - stríð eru staðreynd en yfirleitt er ástæðan fyrir þeim eitthvað form af trúarbrögðum. Sem segir manni það að trúarbrögð vinni á móti skynseminni en ekki öfugt.
JS (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 08:04
Nú hefur þú skotið sjálfan þig í fótinn því eitt kristnasta þjóðfélag í heimi í dag er þjóð sem hefur enga þjóðkirkju, þ.e. Bandaríkin. Svo er ekkert verið að tala um einhverja afhelgun eða afkristnun þjóðfelagsins, heldur að þjóðkirkjan og pólitík eigi ekki saman og að þjóðkirkjan eigi ekkert með að vera troða trú ofan í annara manna börn í skólum landsins.
Valsól (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 08:09
Sæll frændi,
Hvað áttu við með afkristnun? Er það einhvers konar siðferðislegt niðurrif eða hrörnun?
Þjóðkirkjan hefur augljóslega reynst handónýt í að koma í vef fyrir það siðferðishrun sem var undanfari banka- og fjármálahrunsins á Íslandi. Ég sé ekki hvernig við bætum siðferði með jafn handónýtu apparati og hún. Kirkjan hefur ekki reynst hæf til að taka á innri málum sínum og þú ættir reyndar að skammast þín fyrir að tala um að hún hafi "misstigið sig" þau afbrot og afglöp eru miklu alvarlegri en svo.
Ég og margir aðrir viljum að börnin okkar fái frið fyrir útsendurum þessa fyrirbæris.
Pétur Maack Þorsteinsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 08:25
Afhelgun samfélagsins.
Hvaða dauðans della er nú þetta ?
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 08:33
...our nation under God.. segja Bandaríkjaforsetar óhikað þegar vá er fyrir dyrum. Hér gera kommatittirnir grín að Geir fyrir að biðja Íslandi Guðs blessunar og stefna honum fyrir Landsdóm.
Vill ekki meirihlutinn hafa kirkjur og kristinn sið. Ef svo er eiga hinir að halda sig á mottunni eða pilla sig annað.
Halldór Jónsson, 18.10.2010 kl. 08:33
Kommatittirnir vilja gera jarðveginn frjóan fyrir önnur trúfélög.
Þetta munu öfgasinnaðir múslímar notfæra sér og fylla upp það tómarúm sem þessi afkristnum veldur.
Að sjálfsögðu verður þessum öfgasinnuðum múslímum tekið fagnandi af kommtittunum og boðnir hjartanlega velkomnir undir merkjum fjölmenningar og umburðarlyndis fyrir öðrum trúarbrögðum.
Kristinn G. Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 08:50
Kirkjan á Íslandi hefur stigið mörg feilspor í gegnum tíðina.
Ef við sleppum hinum augljósu málum á borð við biskupinn sáluga, þá eru verstu feilsporin þau að í stað þess að þróast áfram sem Lútersk mótmælendakirkja þá hefur hún í auknu mæli birst sem kaþólskt útibú, með áherslur á eignastöðu og þröngsýni t.d. á hjúskap samkynhneigðra.
Þessu þarf kirkjan að breyta og eða löggjafinn með boðum.
Þrátt fyrir að hér sé rekin ríkiskirkja þá er hins vegar ekki þar með sagt að sjálfsagt sé að reka trúboð í skólum. Slíkt trúboð stangast algjörlega á við trúfrelsi og jöfnuð þegna. Mismunun nemenda vegna trúarskoðana sem birtist t.d. í leyfum frá námi vegna fermingarfræðslu er óþolandi.
Börn sem send eru í slíka fræðslu eða velja sér sjálf eiga að leita hennar utan hins opinbera kerfis á sömu forsendum og gerðar eru vegna annarra áhugamála eða skemmtunar.
Hins vegar er það svo að á Íslandi er þjóðkirkja og henni er ætlað margháttað og þarft hlutverk.
Oft er nefnt að í Bandaríkjunum sé engin ríkiskirkja og þar blómstri trúin.
Einmitt þess vegna ættu Íslendingar að standa vörð um þjóðkirkjuna.
Hvergi í heiminum eru trúarbrögð jafn illilega misnotuð og meira um loddara en einmitt þar sem óheft einkavædd trú fær að grassera.
Það er ekkert fallegt eða gott við trúarofstækið í Bandaríkjunum.
Þá er nú hófsöm ríkiskirkja betri kostur, kirkja sem uppfyllir þarfir flestra
sem þess þarfnast, kirkja sem þjóðin hefur stjórn á.
bitvargur (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 08:58
Þetta væri ekkert vandamál ef skólarnir væru einkareknir.
predikari, 18.10.2010 kl. 09:23
2
Ég er hlyntur aðskilnaði ríkis og kirkju -
Börnin ráða því sjálf hvort þau fermast eða ekki -
Annars finnst mér orðalag bloggara hér bera vott um fordóma og vera óþarflega harðorð- skil ekki tilganginn.
Sagði mig úr "þjóðkirkjunni" fyrir nokkrum árum og finnst margt að þar - en slökum aðeins á. Það er tvennt ólíkt að vilja breytingar annarsvegar eða vinna á móti Kristinni trú hinsvegar.
Þrátt fyrir úrsögn mína úr "þjóðkirkjunni" er ég Kristinnar trúar og verð sjálfsagt það sem eftir er.
Tek líka undir með Halldóri og Kristni G. og spyr í leiðinni - eru siðvenjur Múslima það sem við viljum? Það hefur komið upp á yfirborðið úr þeirra eigin röðum að hér séu að hasla sér völl ofstækisöfl Múslima - hópur sem sækir fé til t.d. Saudi Arabíu uppeldisstaðar Osama BinLaden. - Sumir Múslimar hér óttast þennan hóp.
En borgarstjóri er kanski hlynntur þessu - í hans huga er þetta jú allt Múmínálfaleikur.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.10.2010 kl. 09:42
Sé ekkert samasemmerki milli þess að vilja aðskilnað ríkis og kirkju og þess að afkristna þjóðina. Trú er eitt og trúarbrögð annað!
Svo þetta með múslimana - held að þetta sé einfaldlega svekktur trúarleiðtogi ... út í klofningssöfnuðinn sem er nú kominn með fínt félagsheimili og hann ekki einu sinni lóð undir mosku. Hvað er þá snjallara en að lauma að orðinu ÖFGA- til að skemma fyrir "samkeppninni"?
GH (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 10:11
"Bindiefni allra samfélaga er einhvers konar helgun" ... hvernig er hægt að fúnkera í nútímasamfélagi, verandi þetta takmarkaður?
Ágúst M. (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 10:13
Mikið er ég innilega sammála Páli. Þetta er ekki kaldhæðni. Þvert á móti. ( varð að segja þetta af því að ég hef oft verið honum Páli ósammála um annað og óskylt)
Gísli Ingvarsson, 18.10.2010 kl. 10:31
Afruglun samfélaga; Öll skipulögð trúarbrögð eru glæpir gegn mannkyni.
Hefur einhver kynnt sér hvað þessi guð er, hvað hann styður, hvað biblían styður... biblían og kóran eru td keimlíkar bækur, sami guð, sama della, sami hryllingur, sömu mannréttindabrot.
Báðar þessar bækur styðja þrælahald, morð og nauðganir... öllum forledrum er skylt að kynna sér hvað það er sem trúarbrögðin segja..
Vita foreldrar td það að biblían segir að dætur okkar séu hálfvirði í þrælasölu miðað við drengi; Biblían mælir með að hreinum meyjum sé nauðgað, hún mælir með að fórnarlömb nauðgana verði myrt.
Það besta er að biblían segir líka að allir alvöru Jesú fanboys eigi að vera fátækir... prestar eru flestir hálaunamenn... með allt að milljón eða meira á mánuði
doctore (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 10:32
Hvernig færðu það samt út að það sé afkristnun samfélagsins að fjarlægja trúboð úr skólum?
Kristnir menn munu ennþá geta innrætt sínum börnum trú sína, sent þau í sunnudagaskóla og mætt í kirkju.
Mér finnst reyndar rangt að innræta börnum svona kreddur meðan þau eru of ung til að viðhafa gagnrýna hugsun, en það á samt að vera á valdi foreldranna.
Að þetta sé gert við öll börn, á vegum ríkisins, á skólatíma, er samt augljóslega í trássi við mannréttindi og trú- og skoðanafrelsi.
Að viðhafa trúboð einnar trúar er einfaldlega ekki hlutverk sem er sæmandi að sé á könnu ríkisstjórnar allra landsmanna.
Alexandra Briem, 18.10.2010 kl. 10:48
Sammála þér, En sannleikurinn er sá, að þegar slík sort manna, sem náði undirtökum á Íslandi fyrir meira en 20 árum síðan, þá er, aðal boðskapur kristninnar til vandræða, fyrir svoleiðis krimmalið. Skyldi einhverjum til dæmis í dag, detta til hugar að þeim hugnaðist aðalboðorð kristninnar, " þú skalt ekki stela" nei, ekki heldur eitthvað af öðrum boðorðunum. Þetta ættu nú flestir á Íslandi að geta séð, nákvæmlega afleiðingarnar sem kristnin boðar, allt hrunið, öllengur. Skyldi svo einhvern undra!lu upp stolið, öll umræða lygar og þvæla, landsmenn hafa hvergi traust
Robert (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 11:09
Það var löngu kominn tími til að henda þessum fjandans trúboðum út úr skólum landsins. Þeir geta bara haldið sig inni í sínum kirkjum bak við luktar dyr.
Terminator (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 12:30
Í gegnum stofnun krists hafa gráðugir menn sótt í vald til kúgunnar á samlöndum sínum í gegnum aldirnar.
Valdið er enn það heilagt að æðsti embættismaður stofnunarinnar var hórkall og nauðgari. Og EKKERT var aðhafst hjá hinum sjálfskipuðum siðapostulum samfélagsins.
Ef landið er að 'afkristnast' eða hvaða orð sem þú vilt nota, þá er það bara góð þróun. Fólk er loksins að vakna af doðanum. Opíumáhrif trúarbragðanna eru ekki eins sterk.
Guðgeir Kristmundsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 12:42
Það á ekki að vera neinn munur á aðkomu trúfélaga að skólum en stjórnmálasamtaka eða annara félagasamtaka. Ekki er eðlilegt að skólinn standi í því að ala upp kristni í börnum landsmanna frekar en að kenna fólki hugmyndafræði Samfylkingarinnar eða þátttöku í starfsemi skátahreyfingarinnnar. Þetta er ekki vegna þess að þetta sé eitthvað vondir hlutir að taka þátt í heldur vegna þess að þetta er hluti þess sem foreldrarnir verða að taka sjálfir ábyrgð á að kenna börnum sínum. Það er ekki eðlilegt að ætla grunn- og leikskólum að taka að sér þetta uppeldishlutverk ofan á önnur verkefni skólans. Foreldrar verða að taka ábyrgð á þessum hlutum sjálft.
Bæði kirkjan og stjórnmálaflokkarnir myndu hafa mjög gott af því að reka sig á eigin félagsgjöldum og myndi það vonandi reka þessi samtök til að muna upprunalegan tilgang sinn.
Héðinn Björnsson, 18.10.2010 kl. 13:33
Audvitad á ad sparka thessum hraesnurum úr skólunum. Their eiga ekki ad koma nálaegt börnum.......af mörgum ástaedum.
Loksins eru hjólin byrjud ad snúast í thessu efni og skynsemin tekin vid. Burt med hugsunarlausa heimskuhjalid sem er hreinlega óhollt öllum og sérstaklega ómótudum ungum einstaklingum.
Prestana af ríkisspenanum strax!
Burt med fals or hraesni (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 13:42
"Afhelgun samfélags" Hvað á það eiginlega að þýða? Ertu að segja að samfélagið sé heilagt? Að bindiefni allra samfélaga sé einhverskonar helgun? Þetta er nú meira bullið. Þú ert bara að búa til einhver hugtök sem merkja ekki neitt og notar þau svo sem rökstuðning fyrir því að við eigum ekki að virða mannréttindi annarra sem vilja ekki talíbanskan heilaþvott á börnum sínum í grunnskólum.
Kommentarinn, 18.10.2010 kl. 13:57
Kommentarinn:
!"Afhelgun samfélags" Hvað á það eiginlega að þýða? Ertu að segja að samfélagið sé heilagt? Að bindiefni allra samfélaga sé einhverskonar helgun? Þetta er nú meira bullið. Þú ert bara að búa til einhver hugtök sem merkja ekki neitt og notar þau svo sem rökstuðning fyrir því að við eigum ekki að virða mannréttindi annarra sem vilja ekki talíbanskan heilaþvott á börnum sínum í grunnskólum."
Palli er brandari og Halldór Jónsson líka:
"...our nation under God.. segja Bandaríkjaforsetar óhikað þegar vá er fyrir dyrum. Hér gera kommatittirnir grín að Geir fyrir að biðja Íslandi Guðs blessunar og stefna honum fyrir Landsdóm.
Vill ekki meirihlutinn hafa kirkjur og kristinn sið. Ef svo er eiga hinir að halda sig á mottunni eða pilla sig annað."
Burt med fals og hraesni (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 14:05
...our nation under God.. segja Bandaríkjaforsetar óhikað þegar vá er fyrir dyrum. Hér gera kommatittirnir grín að Geir fyrir að biðja Íslandi Guðs blessunar og stefna honum fyrir Landsdóm.
Vill ekki meirihlutinn hafa kirkjur og kristinn sið. Ef svo er eiga hinir að halda sig á mottunni eða pilla sig annað.
Þessi athugasemd fær verðlaunin sem sú heimskulegasta í ár.
Styrmir Reynisson, 18.10.2010 kl. 14:06
Hvað er það einna helst sem er að drepa trúarbrögð í dag.. jú það eru skipulögð trúarbrögð.
Hvað er trúaður maður að bæxlast inn í skipulagt plott eins og skipulögð trúarbrögð eru... nægir mönnum ekki að vera einir með súpergaurnum sínum; Ég get sagt ykkur það að ef td ég myndi telja að Batman væri raunverulegur, þá væri best fyrir mig og alla að ég héldi þessu prívate og persónulegu.
Hver sá sem lætur skrá sig inn í skipulögð trúarbrögð er faktíst að stuðla að hruni eigin trúarbragðs, hann er búinn að gera presta/trúboða/byggingar og peninga að guði sínum.
Hver og einn sem segist trúa verður að trúa á eigin spýtur... ef hann þarf einhverja trúarhjörð í kringum sig.. .þá er dæmið hætt að snúast um guð.. snýst bara um hjörðina og vilja forystusauða hennar.
Hver sá sem trúir því að guð standi á bakvið biblíu/kóran blah, sá hinn sami er búinn að gera guð sinn að fávisum fjöldamorðinga og ofurvitleysing... er orðin að guðlastar dauðans.
haldið Gudda með sjálfum ykkur... eða það endar með að við tökum "hann" af ykkur... með lyfjum ;)
doctore (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 14:26
Já takk! Það er kominn tími til að við hættum að heilaþvo börnin okkar! Mér er sama ef þú trúir á þinn persónulega guð en þinn guð á ekki hafa neitt vald yfir lögum og lífsgildum okkar alveg eins og Harry Potter safnið mitt hefur engin áhrif á það.
Kristófer (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 15:03
Er bara ekki kominn tími til að þjóðinn gerist ásatrúar aftur? Öfgarnir hafa alltaf fylgt þessum miðausturlandatrúarbrögðum, lesið bara söguna.
Jóhannes (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 16:06
Mikill er máttur ALLAH.*=$%&/&%"#%=....
Númi (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 10:04
100% sammála Páli. "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" Við sem játum kristna trú gerum það af hjartans sannfæringu. Það er nú svo að kristið fólk hefur um aldir, já frá fyrst tið, mátt þola margvíslegt mótlæti vegna trúar sinnar. Oft verið ofsóttur lítill minnihlutahópur. Var ekki fyrsti kristni söfnuðurinn eitthvað um 12 manns? Er kristni ekki fjölmennustu trúarbrögðin nú? Hvað skyldi valda því? Hvað skaðar það börnin að læra: Það sem þú villt að aðrir gjöri þér, skalt þú og öðrum gera.
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 14:00
Nei, nei, sjáið hvað Vilhjálmur og trúbræður hans hafa verið ofsóttir...
Villi minn, kristnir menn eru einmitt þeir sem hafa ofsótt aðra hvað mest, milljónir liggja í valnum... krossferðir þar sem öllu var stolið.. fólkið skilið eftir með ekkert nema biblíur
Að auki þá eru trúarbrögð á hröðu undanhaldi á heimsvísu..
Villi segir: Hvað skaðar það börnin að læra: Það sem þú villt að aðrir gjöri þér, skalt þú og öðrum gera.
Hvað er ég vill að einhver taki mig í rassinn...
Þessar reglur í biblíu eru ekki að virka... biblían segir líka að konur íslands séu eins og búpeningur, já hún telur konur upp með búpening, sem eign karla.
Svakalega næs bók ha
doctore (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 15:45
Undanfarið hefur átt sér stað mikil og þörf umræða um kröfur Siðmenntar, (mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar) um að ekki eigi sér stað nein trúarleg iðkun í skólum. Ég er ekki viss um að almenningur geri sér grein fyrir því hve Ásatrúin og kristindómurinn eiga sér sterkar rætur í menningararfleið þjóðarinnar.
Sagan okkar sem að við íslendingar erum svo stolt af og hefur skapað íslendingum sérstöðu meðal þjóða heims er samfléttuð átrúnaði á æðri mátt, og ég segi að fyrir mitt leyti vil ég ekki hafa það öðruvísi. Ég hef einsog margir aðrir foreldrar lagt ríka áherslu á það við uppeldi barnanna minna að þau geri sér grein fyrir því láni að vera íslensk, og hef innrætt þeim virðingu fyrir sögu, menningu og bókmenntum þjóðarinnar.
Núna er ljóst að Siðmennt (mannréttindaráð Reykjavíkurborgar) setur það fyrir sig það að sálmar séu sungnir í skólum fyrir jól og krefjast banns á flutningi helgileiksins um fæðingu Jesú í skólum. (minnir mann á Kínverska kommúnismann) Ef við lítum á þennan meinta sálmasöng sem yrði bannaður í skólum er þar að finna ; Í Betlehem er barn oss fætt, Heims um ból helg eru jól, og Bjart er yfir Betlehem.
Í Skólaljóðunum gömlu, góðu er að finna einstakar perlur, sem a.m.k. við fyrstu sýn uppfylla ekki skilyrðin um guðleysi í skólum, Þjóðsöngurinn hlýtur að þurfa að víkja "Ó Guð vors lands...."
Lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Ísland er land þitt, sem stundum hefur verið nefnt þjóðsöngur númer tvö gengur ekki heldur "Ísland sé falið þér eilífi faðir, Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf"
Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu. Þar segir "...geym Drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð "
Erla góða Erla, Stefáns frá Hvítadal á vart upp á pallborðið "Dýrðlega þig dreymi og Drottinn blessi þig"
Góða tungl eftir Steingrím Thorsteinsson er heldur ekki guðlaust "Og sem vinhýr vörður manna, Vitna þú um drottins ást"
Ísland ögrum skorið "fyrir skikkan skaparans; vertu blessað, blessi þig, blessað nafnið hans"
Þetta er ekki tæmandi upptalning, síður en svo. Þessi menningararfur er ómetanlegur, eins og kristnu fræðin.
Hvað gæti þá komið í staðinn fyrir þessi ljóð?
Súrmjólk í hádeginu og seríos á kvöldin? eða Diggi liggi læ læ, diggi liggi ló?
Guðrún Sæmundsdóttir, 19.10.2010 kl. 16:39
Sveinn Þórhallsson, 19.10.2010 kl. 17:18
Hvaða bull er þetta í þér Guðrún og Páll. Það er hvergi talað um að banna jólalögin. Þetta er týpískur hræðsluáróður. Það eina sem verið er að tala um er að það eigi að hefta aðgang presta að skólabörnum á skólatíma. Það felur í sér fermingarfræðslu utan skólatíma, bann við dreifingu trúarrita í skólum og að kennarar sjái um trúarbragðafræðsluna. Það mætti halda að verið sé að slíta af ykkur annan handlegginn. Foreldrarnir geta sinnt trúaruppeldinu sjálf þ.e. sent börnin í kfum/k og sunnudagsskólann. Það er enginn að amast yfir því. Þetta á bara ekki að vera hlutverk hlutlausrar menntastofnunar.
Reputo, 20.10.2010 kl. 06:32
Mæli með að fólk lesi þessa grein Oddnýar Sturludóttur:
http://oddny.eyjan.is/
Reputo, 20.10.2010 kl. 06:33
Sálmasöngur er samkvæmt þessari tillögu bannaður, allt föndur sem hefur með fæðingu Jesú að gera, englaföndur eða hvers kyns annað kristilegt föndur
Í Betlehem er barn oss fætt,
Heims um ból helg eru jól, og
Bjart er yfir Betlehem.
þessi lög fallast undir sálamsöng, satt best að segja veit ég ekki til þess að aðrir sálmar séu sungnir í skólum. en sem sagt Siðmennt vill þá út og þeir ráða!
Guðrún Sæmundsdóttir, 20.10.2010 kl. 11:55
Það er kannski vert að nefna það að í tveim síðustu trúarlífskönnunum sem gerðar voru hér á landi sögðust um 45% þáttakenda vera kristnir. Þar af er stór hluti sem hefur lítið velt þessum hlutum fyrir sér og því mundi ég giska á að rétt tala væri nær 20-30%. Sama hvort verður fyrir valinu, að þá eru kristnir komnir í minnihluta sem vonandi slær á uppvöðulsemi kirkjunnar.
Reputo, 20.10.2010 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.