Meðhlaupari í móðursýkiskasti

Fréttin af ónafngreindum meðhlaupara auðmannanna sem rændu Glitni innan frá gæti verið skrifuð af almannatengli Jóns Ásgeirs Baugsstjóra. Hér er handlangari mestu fjárglæpamanna Íslandssögunnar vælandi um að hafa fengið á sig hvassar spurningar.

Eigum við að stofna samúðarsamtök fjárglæframanna og meðhlaupara þeirra? Er það fólkið sem við eigum að sýna samtöðu með?

Hvaða endemis rugl er í gangi á ritstjórn Morgunblaðsins?


mbl.is Fréttaskýring: „Við verðum að vita með hverjum þú stendur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Davíð er að passa upp á sitt fólk, ef einhver kjaftar þá fellur spilaborgin, og þar með situr Davíð í súpunni.

Tómas Waagfjörð, 16.10.2010 kl. 17:00

2 identicon

Algjörlega óháð þeim aðstæðum sem Íslendingar eru í, þá hefur þetta fyrirtæki Kroll ekkert umboð til yfirheyrslu á Íslandi. Lögreglan sér um slíkt.

Kristinn (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 17:39

3 identicon

Nú hefur enginn okkar sem tjáum skoðun okkar um þetta mál staðreyndir málsins í höndum. Ef þessi lýsing starfsmannsins er hins vegar rétt er þetta í hæsta máta óeðliegt framferði skilanefndarinnar, að ætla að ná fram játningum með hótunum. Heldur að maðurinn þegi en að hann sé beittur þvingunum, við viljum örugglega ekki búa í slíku ríki, eða hvað?

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 17:59

4 identicon

Akilanefndin er bara að vinna vinnuna sína.

...Sem betur fer.  Einhver í peningaheiminum sem er að standa sig.

Punktur.

jonasgeir (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband