Leiðtogakonur biðja um spillingu

Við ættum að taka ofan fyrir Margréti Tryggvadóttur þingmanni Hreyfingarinnar sem fékk boð frá félagsskap kvenna í atvinnulífinu um kokteilboð þar sem ræða átti samþættingu stjórnmála og viðskiptalífs. Margrét afþakki með vísu í texta úr rannsóknaskýrslu alþingis. Tekið af Smugunni

„Leita þarf leiða til þess að draga skýrari mörk á milli fjármálalífs og stjórnmála. Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins.” ( bls. 170).

Í viðskiptalífinu er enn ártalið 2007 þar sem ríkisvaldið var verkfæri græðgisfólks að maka krókinn. Félagsskapurinn LeiðtogaAuður sem ætlar að leiða saman viðskiptalíf og stjórnmálamenn er á villigötum. Nær væri að munstra verðandi leiðtoga viðskiptalífsins, karla og konur, á siðfræðinámskeið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Að er afar ánægjulegt á þessum ömurlegu tímum að geta loks vottað einhverjum virðingu sína, í þessu tilfelli Margréti.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 15.10.2010 kl. 13:14

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Já hvað líður þessum skráðu siðareglum hins opinbera eiginlega?  

Viss um að hér finnist tiltölulega óspjallað fólk, sem gæti tekið að sér bráðnauðsynlega stöðu "siðameistara ríkisins".  Slík staða, skráning og eftirfylgni siðareglna er einn af mörgum grundvallar múrsteinum, til að byggja upp nýtt þjóðfélag, með heilindi og heiðarleika að leiðarljósi. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.10.2010 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband