Fimmtudagur, 14. október 2010
Kreppa stjórnmálastéttarinnar
Minni kjörsókn og aukin eftirspurn eftir nýjum framboðum staðfestir kreppu stjórnmálastéttarinnar. Hörmungarafgreiðsla alþingis á kærum um ráðherraábyrgð var neistinn sem hleypti af stað fjöldamótmælum við setningu þingsins. Stjórnmálaflokkarnir virðast á hinn bóginn ekki skilja hvað til þeirra friðar heyrir.
Stjórnmálaflokkarnir eru á opinberu framfæri, bein framlög eru um 500 m.kr. á ári auk kostnaðar við þinghaldið. Af þeirri staðreyndi ætti að leiða að flokkarnir axli ábyrgð og efni til uppgjörs vegna hrunsins.
En það er öðru nær. Stjórnmálaflokkarnir eru skálkaskjól fólks eins og Björgvins G. Sigurðarsonar, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem eru löðrandi í útrásarmykju.
Stjórnmálaflokkarnir verða að taka sér taki og efna til uppgjörs innanbúðar.
Kjörsókn í vor ein sú dræmasta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tveimur árum eftir hrunið neita stjórnmálaflokkarnir enn að efna til uppgjörs.
Þeir munu ekki gera það úr þessu.
Þeirra tími er liðinn.
Rósa (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 10:18
Ertu ekki að gleyma Össuri "heppna" Spronhéðinssyni, Jóhönnu Sigurðardóttur og fleirum úr hrunstjórninni. Þetta fólk virðist skorta alla sómatilfinningu.
marat (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.