Miðvikudagur, 13. október 2010
Hugleysi sem pólitískt vandamál
Engir peningar eru til að mæta kröfum um niðurfærslu skulda. Lífeyrissjóðir eiga ekki peninga og heldur ekki Íbúðarlánasjóður. Skuldarar fengu eina almenna aðgerð frá dómstólum, sem dæmdu gengislán ólögleg. Aðrar aðgerðir eru sértækar og beinast að afmörkuðum hópum sem út frá sanngirnissjónarmiðum eiga kröfu um leiðréttingu.
Ríkisstjórnin á að segja þjóðinni sannleikann. Ríkisstjórn sem ýmist hleypur í felur eða hagræðir sannleikanum um þjóðþrifamál er ekki á vetur setjandi.
![]() |
Engin lausn í sjónmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.