Mánudagur, 11. október 2010
Sukk Árna bæjó og ábyrgð ríkisvaldsins
Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar rak um árabil efnahagsstefnu sem tók það versta úr frjálshyggju og sósíalisma. Glórulaust brask með opinbera eigur og fjárfestingarfyllerí sem byggði á loftköstulum voru ær og kýr sjálfstæðismanna suður með sjó. Ríkissósíalismi Árna og félaga setti bæjarsjóð á hausinn.
Gangi ríkið í ábyrgð fyrir skuldunum og sukkliðið stjórni áfram eins og ekkert hafi í skorist er alið á ábyrgðarleysi í opinberum rekstri. Ríkisvaldið getur ekki með annarri hendinni reddað mönnum eins og Árna Sigfússyni en með hinni hendinni lokað sjúkrahúsum á landsbyggðinni.
Skilanefnd á að taka yfir rekstur bæjarsjóðs Reykjanesbæjar sem er gjaldþrota. Árni og félagar eiga að snúa sér að einhverju öðru en rekstri sveitarfélaga sem þeir sannanlega hafa hvorki vit né þroska til að takast á við. Eftir það má ræða björgunaraðgerðir.
Ríkið borgi 700 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er það sem er kallað Sósialismi Andskotans.
GB (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 07:46
Þetta er bara sama sukkið og hjá öðrum lántakendum sem ekki geta staðið í skilum vegna lána sem þeir tóku, langt um efni fram. Það er sama í hvaða horn þú lítur, þau eru öll eins, bara smá mismunur á tegund af kúk sem í þeim er.
Guðjón Emil Arngrímsson, 11.10.2010 kl. 08:06
Undarlegt hvernig hægt er að tengja þessa aðferð Sjálfstæðismanna við sósíalisma. Öllu má nú snúa á haus, því þetta var ekkert annað en spilling að hætti Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa notað þessa aðferð svo oft áður við að koma peningum almennings í hendurnar á vinum sínum. Almenningur hefur ekkert hagnast á þessu og þess vegna getur þetta ekki kallast socialismi.
Valsól (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 08:46
Niður með flokksræðið lifi lýðræðið!
Sigurður Haraldsson, 11.10.2010 kl. 09:37
Ríkið myndi vera að bæta fyrir mistök sín síðustu 2 árin sem hún er búin að vera að murka lífið úr Suðurnesjamönnum.
Hefur ekkert með neinar stefnur eða isma að gera - aðeins sanngjarnt uppgjör fyrir hluta af misgjörðunum gegn Suðurnesjunum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.10.2010 kl. 09:39
Sæll Páll.
Já, þetta er merkilegt með þá bræður annar setur heilt tryggingafélag á hausinn og hinn heilt bæjarfélag en eru þeir ekki þrír bræðurnir? Hvað skyldi sá þriðji að hafa verið að gera?
Jón (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 10:06
Þriðji bróðirinn var settur sem forstjóri Eimskips. Það vita allir hvernig það fór.
Sv1 (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 10:52
Jón, bræður eru ekki ábyrgir fyrir bræðrum. 3ji bróðirinn kemur máli hinna ekki neitt við. Enginn er ábyrgur fyrir gerðum systkina sinna eða annarra fjölskyldumeðlima.
Elle_, 11.10.2010 kl. 11:09
Er svona langt síðan þú varst Suðurnesjamaður Palli, að þú tekur hatur á einum manni fram yfir hagsmuni hundruða atvinnulausra?
Sigurður J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 11:16
Þetta er bara ekki rétt hjá þér.
Það hefur ekkert bæjarfélag á landsvísu, misst allar sínar stoðir fyrir atvinnu!
Það var ekki eins og Suðurnesjamenn hafi getað gripið í eitthvað annað, þegar allur kvótinn hafði verið seldur úr bæjarfélaginu og herinn farinn á braut.
En af því Sjálfstæðismenn eru við stjórn í Reykjanesbæ, þá má ekki reyna að gera eitthvað til að koma atvinnulífinu af stað.
Skapa ný atvinnutækifæri !
Það er ekkert bæjarfélag sem er með eins mikið atvinnuleysi, og það kemur ekki stjórnarháttum Árna Sigfússonar við. Hann kom því ekki við að þessar grunnstoðir atvinnulífsins í Reykjanesbæ hurfu. Kvótinn var farinn af Suðurnesjum þegar hann komst til valda. Hann hafði ekkert með það að segja að herinn fór !
Árni Sigfússon er sekur um að reyna að skapa atvinnu með fegrun og uppbyggingu í bæjarfélaginu, en það er kannski meira en einhverjir geta þolað.
Ég kalla þetta sjálfbjargarviðleini !
Nú verður bara að fara að reyna að horfa á eitthvað annað en að Sjálfstæðismenn séu svona ómögulegir .... það er fólk sem býr í bæjarfélaginu, sem hefur ekki tök á að selja íbúðir sínar og flytja eitthvert annað.
Það eru ekki endilega bara Sjálfstæðismenn sem búa í Reykjanesbæ! Það eru börn, foreldrar, ömmur og afar sem búa í Reykjanesbæ og þau þurfa að lifa !
Íbúðir fara á uppboð í hrönnum í Reykjanesbæ... það er kannski það sem þú vilt að gerist fyrir alla íbúa þessa svæðis !
Sól (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 13:50
Ja hérna Harpa - nú lendir þú í Páli - slææææmt -
Það má ekki segja satt um orsakir atvinnuleysis á Suðuðurnesjunum - og jújú Það er Árna að kenna að kvótinn var seldur - hann rak líka Kanann í burtu -
svo vita það allir að hann hefur unnið gegn álversframkvæmdum - gagnaversframkvæmdum - sjúkrahúsframkvæmdum o.fl.
VG er búið að leggja allt undir til þess að af álverframkvæmdum geti orðið - en Árni er á móti öllu slíku.
ER EINHVER SKEKKJA Í ÞESSU HJÁ MÉR?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.10.2010 kl. 14:22
Ólafur, þú ættir kannski að spyrja sjálfan þig að því af hverju kvótinn er farinn burt. Hverjir voru í ríkisstjórn þegar að kvótakerfið var sett upp og voru varaðir við því að það gæti lagt byggðir í rúst? Það var sjálfsstæðisflokkurinn. Hefði kvótinn verið bundin við byggðir væri atvinnuástandið suður með sjó allt annað og betra.
Það var búið að liggja fyrir í mörg ár að herinn væri á leiðinni í burtu en þeir sem voru við völd í keflavík hefðu nú getað gert einhverjar ráðstafanir í stað þess að láta eins og þetta hefði nú allt saman óvænt gerst.
VG er auðvitað búið að standa í vegi fyrir Helguvík og það er auðvitað alslæmt en eftir stendur að íbúar þessa svæðis kýs aftur yfir sig sömu stjórn og í raun kom þessu svæði í svaðið.
Pétur Kristinsson, 11.10.2010 kl. 14:37
Það virðist vera einhver lenska... að leyfa Suðurnesjamönnum að éta það sem úti frýs !!!
Það er náttúrulega ekki í lagi !
Sól (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 14:38
Þetta snýst ekkert um það að láta suðurnesjamenn éta það sem úti frýs Harpa. Trúir þú því virkilega að restin af þjóðinni sé alveg sama? Hins vegar finnst mér að þið getið borgað YKKAR skuldir en ekki við hin. Það er ekki okkur hinum að kenna hvaða óráðssíustjórn þið kusuð yfir ykkur (Aftur).
Hitt er svo annað mál að ég styð helguvík og gagnaverin heils hugar ef að sýnt er að þau steypi okkur ekki í frekari skuldir vegna framkvæmdakostnaðar samanber kárahnjúka. Það kostar jú heilmikið að reisa virkjanir og ekki einsýnt með það að þær skili alltaf hagnaði.
Pétur Kristinsson, 11.10.2010 kl. 14:48
Þegar kvótinn var seldur, þá var herinn ennþá til staðar.
Alþingi sá ekkert athugavert við þetta á þessum tíma.... þar sem fólkið í Reykjanesbæ hafði herinn.
Alltaf var verið að segja...þau hafa nú herinn !
En nú hefur Reykjanesbær ekki herinn lengur !
Þegar kvótinn hefur verið seldur úr öðrum sveitafélögum... þá hefur ríkisvaldið hlaupið til og reynt að bæta þeim sveitafélögum skaðann - með nýjum tækifærum.
Ef horft er til Reykjanesbæjar, þá hafa engin ný tækifæri komið til sem eru af þannig stærðargráðu að þau hjálpi sveitarfélagi á stærð við Reykjanesbæ.
Þetta er ekki spurning um að einhver annar borgi skuldirnar fyrir Reykjanesbæ !
Þetta er spurning um að koma Helguvíkinni og gagnaverinu af stað ! OG ÞAÐ STRAX !
Sól (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 17:13
Pétur: Trúir þú því virkilega að restin af þjóðinni sé alveg sama? Hins vegar finnst mér að þið getið borgað YKKAR skuldir en ekki við hin. Það er ekki okkur hinum að kenna hvaða óráðssíustjórn þið kusuð yfir ykkur (Aftur).
Pétur, það er alveg fráleitt að íbúar eigi að lifa á kaldri götu vegna þess að þeir hafi kosið vitlaust, eins og þú virðist vera að lýsa. Kjósendur eru EKKI ábyrgir fyrir afglöpum stjórnmálamanna. Nákvæmlega eins og við, landsmenn allir, erum ekki ábyrg fyrir afglöpum Jóhönnu og Steingríms og co. og getum neitað að borga ólöglegt ICESAVE sem kemur okkur hinum engan veginn við. Og allt fólk á kröfu á mannsæmandi lífi hvað sem það kann að hafa kosið vitlaust! Tek undir með Hörpu: Það er fólk sem býr á Suðurnesjum líka og það fólk á EKKI að éta það sem úti frýs.
Elle_, 11.10.2010 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.