Fimmtudagur, 7. október 2010
Ekkert traust á alþingi
Ekkert traust er á milli stjórnmálaflokka á þingi eftir hraklegar niðurstöður um ráðherraábyrgð þar sem Samfylkingin hannaði niðurstöðu er fól í sér ósakhæfi ráðherra Samfylkingar. Á þingi verður þrátefli uns meirihlutinn áttar sig á því að engin leið er fær en að kjósa á ný.
Alþingismenn sem fengu umboð fyrir hálfu öðru ári vita í hjarta sínu að við kringumstæður hrunsins getur ekkert umboð almennings varað lengur en nemur fáum misserum. Á tímum uppgjörs er út í bláinn að tala um að kjósendur veiti umboð til fjögurra ára.
Öll rök hníga til þess að kosið verði í vetur, t.d. í febrúar.
Nefndin leggur ekki fram tillögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála.
Það einkennir mjög íslenska stjórnmálamenn að þeir neita að viðurkenna hið óhjákvæmilega.
Það á t.d. eftir að koma í ljós um fjárlögin.
Þau eru vissulega hryllingur en munu hvergi nærri duga.
Annar eins niðurskurður verður líklega nauðsynlegur fyrir 2012.
Þar kemur ekki síst til kommúnisk stefna um að þurrka út millistéttina og eyðileggja einkaframtakið.
Tekjubrestur verður í rekstri ríkisins um mitt næsta ár.
Karl (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 13:30
Fyrir nýskeðar hörmungar og fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar mældist Alþingi njóta 10% trausts hjá þjóðinni. Það væri áhugavert að sjá hver staðan er í dag.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 19:52
Ef stjórnlagaþing verður ekki blásið af verður ekki kosið til Alþingis fyrr en fyrsta lagi næsta haust.
Axel Þór Kolbeinsson, 8.10.2010 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.