Þriðjudagur, 5. október 2010
Þjóðstjórn kæfir gagnrýni
Þjóðstjórn er vond hugmynd vegna þess að innifalið í henni er að stjórnmálaflokkar gangi í takt og verði samábyrgir stjórnarstefnunni. Þegar núverandi ríkisstjórn hefur sagt af sér er eðlilegast að starfsstjórn taki við í nokkra mánuði og að boðað verði til kosninga í febrúar.
Starfandi stjórnmálaflokkar fá tækifæri til að ormhreinsa sig og stilla upp nýjum framboðslistum og ný framboð tíma til að málefnabinda sig. Kosningar strax í desember væru ótímabærar og gerðar í fáti en jafnframt er óþarfi að bíða fram til vors.
Febrúar er kosningamánuðurinn 2011.
Boðar stjórnarandstöðuna á fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála , flesst allir þingmenn eru getulausir eftir áralanga setu á þingi og því ekki ráðið að hafa þá lengur þegar ástandið er orðið svona á þeirra vakt...
Valdimar Kr. (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 07:07
Segi það með þér.
Að horfa yfir þingsal, er eins og að horfa yfr úldið og myglað vanhæfisbæli
DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 07:15
Páll, vissulega er breytinga þörf! Reykvíkingar mátu það líka svo, en hvað fengu þeir yfir sig til næstu fjögurra ára ?
Með kveðju frá Vesturbæ Fjallabyggðar, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 5.10.2010 kl. 07:38
Ég er alveg sammála þessu hjá þér. Ég hef lengi talað fyrir UTANÞINGSSTJÓRN og tel ég það form best þjóna stjórnarskránni.
Jóhann Elíasson, 5.10.2010 kl. 07:58
Samála og hef talað um það oft áður á blogginu!
Sigurður Haraldsson, 5.10.2010 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.