Mánudagur, 4. október 2010
Fjölmiðlastofa er bruðl og bull
Fréttir um að ríkisstjórnin hyggst efna til nýrrar stofnunar, Fjölmiðlastofu, mitt í blóðugum samdrætti opinberra útgjalda eru á skjön við heilbrigða skynsemi. Fjölmiðlastofa gerði ekkert til að bæta fjölmiðlun á Íslandi og yrði aldrei annað en dæmi um óþarfa afskiptasemi stjórnvalda.
Óli Björn Kárason hefur ötullega bent á brotalamirnar í fjölmiðlahugsun stjórnvalda eins og hún birtist í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra.
Stjórnvald sem ætlar að taka sér rétt til inngripa í frjálsa umræðu, m.a. á grunvelli kannselískrar skilgreiningar á ,,hatursorðræðu" er með dagatal frá 18.öld.
Athugasemdir
Þetta er bara femíniskur réttrúnaður og ekkert annað. Held það væri nær að fara í samræður við þjóðina um rekstrarformið á RÚV.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.10.2010 kl. 14:34
Þessi áform sýna vel hversu hættulegt fólk komið er til valda á Íslandi.
Öfgamenn verða þessari þjóð ekki til gæfu fremur en öðrum.
Karl (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 15:59
Ólafur reddar þessu, karlinn er í æfingu þegar kemur að fjölmiðlafrumvörpum.
Sigurður I B Guðmundsson, 4.10.2010 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.